Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Yngsti þingmaður sögunnar tekur sæti á Alþingi

Bjarni Halldór Janusson, varaþingmaður Viðreisnar, mun í dag taka sæti á Alþingi. fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra og verður Bjarni þar með yngsti þingmaður sögunnar til að setjast á þing en Alþingi kemur saman eftir páskahlé klukkan 15 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Loforð um aukið fé til lyfjakaupa ekki efnt

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í febrúar að setja meira fé til innleiðingar nýrra lyfja. Það fé hefur ekki skilað sér. Ráðherra neitar að tjá sig um málið. "Krabbameinssjúklingar geta ekki beðið,“ segir formaður.

Innlent
Fréttamynd

Menntamálin sett í annað sæti

Jón Atli bendir á að þar sem stór hluti aukinna framlaga til háskólans muni renna til byggingar Húss íslenskra fræða muni einungis bætast við 700 milljónir aukalega til háskólans árið 2020 og 1.500 milljónir árið 2021.

Innlent
Fréttamynd

Kröfðust þess að sérstök umræða um fátækt yrði sett á dagskrá þingsins

Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu upp í pontu við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu það að sérstök umræða um fátækt sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, óskaði eftir við félagsmálaráðherra, Þorstein Víglundsson, fer ekki fram í þessari viku eins og búist hafði verið við.

Innlent
Fréttamynd

"Tillagan skýrir sig sjálf“

Þrír þingmenn Framsóknarflokkins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um samstarf Íslands og Bretlans samhliða úrsagnarferli Bretlands úr Evrópusambandinu.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni segir snilli fyrri ríkisstjórnar að koma í ljós

Forsætisráðherra segir að viðskipti með hlutabréf kaupþings í Arion banka sýni snildina í skilyrðum sem síðasta ríkisstjórn setti Kaupþingi, sem komi í veg fyrir að kröfuhafar komist með tugi milljarða úr landi með tilheyrandi áfalli fyrir krónuna

Innlent
Fréttamynd

Enginn fótur fyrir Gróusögu á Alþingi

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir ekkert til í fullyrðingum Elsu Láru Arnardóttur þingmans Framsóknarflokksins á Alþingi í dag, að hann sé að semja um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu.

Innlent