Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir. Gestir fundarins verða ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fulltrúar frá Samtökum ferðaþjónustunnar.
Ljóst er að gjaldþrot WOW air mun hafa mikil áhrif á íslenska ferðaþjónustu en forkólfar í greininni hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni í fjölmiðlum undanfarna daga. Þannig hafa þeir gert ráð fyrir mikilli fækkun ferðamanna hingað til lands og tekjumissi og uppsögnum innan ferðaþjónustunnar í kjölfarið.
Fylgjast má með beinu streymi af fundi atvinnuveganefndar í spilaranum hér að neðan.