Þorsteinn Víglundsson: „Engin ástæða til að draga upp kolsvarta mynd“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. mars 2019 11:53 Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. Vísir/vilhelm Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. „Það kemur gengishögg og verðbólguskot í kjölfarið á svona áfalli. Hversu alvarlegt er ómögulegt að segja til um núna en ég er svo sem ekkert svartsýnn á að það verði meiriháttar gengisfall,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu. Hann segir að gengi krónunnar muni að öllum líkindum veikjast aðeins og verðbólga aukast. Þetta sé liður í aðlögun að nýjum veruleika eftir að fréttir tóku að spyrjast af því að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi að fullu.Ástæðulaust að draga upp kolsvarta mynd af ástandinu „Þetta er ekkert hrun, langt því frá en þetta mun rífa í næstu eitt, tvö árin hið minnsta,“ segir Þorsteinn sem segir að ástæðulaust sé að draga upp kolsvarta mynd. Það sem af er degi hefur krónan veikst lítillega eða á bilinu hálft til eitt prósent eftir gjaldmiðlum. „Ég sé engar forsendur í augnablikinu fyrir því að það verði neitt í líkingu við það sem við sáum til dæmis í kjölfar hrunsins,“ segir Þorsteinn þegar hann er spurður út í verðtryggð húsnæðislán en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sem á í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins, segir að í ljósi frétta af WOW air þurfi verkalýðshreyfingin mögulega að breyta áherslum sínum og krefjast þaks á verðtryggð húsnæðislán. „Það er engin ástæða til að teikna upp kolsvarta mynd í þeim efnum en það gæti alveg komið dálítið högg á gengið og upp úr stígandi verðbólga en ekkert eitthvað sem myndi skapa algjöran forsendubrest fyrir heimilin gagnvart skuldabréfum sínum“. Spurður hvort það sé ekki ósanngjarnt að niðursveiflan þurfi ávallt að bitna á fólkinu sem ekki hafi efni á óverðtryggðum húsnæðislánum vegna hærri greiðslubyrði segir Þorsteinn svo vera. Veruleiki íslensku krónunnar „Þetta er veruleiki íslensku krónunnar og þetta er sú hagstjórn sem þeir flokkar sem vilja byggja áfram á íslensku krónunni og trúa á að sé best og þar eru það alltaf við sem berum reikninginn á endanum þegar krónan fellur.“ Þorsteinn segist hafa allt frá upphafi ríkisstjórnarsamstarfsins verið ötull við að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir áætlanir um útgjaldaaukningu. „Á sama tíma og það er, út frá sögulegri reynslu, full ástæða til að vera varkár og eiga gott svigrúm til að mæta mögulegum skakkaföllum sem hafa gjarnan dunið á okkur með reglulegu millibili.“ Alþingi Efnahagsmál Kjaramál Viðreisn WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. „Það kemur gengishögg og verðbólguskot í kjölfarið á svona áfalli. Hversu alvarlegt er ómögulegt að segja til um núna en ég er svo sem ekkert svartsýnn á að það verði meiriháttar gengisfall,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu. Hann segir að gengi krónunnar muni að öllum líkindum veikjast aðeins og verðbólga aukast. Þetta sé liður í aðlögun að nýjum veruleika eftir að fréttir tóku að spyrjast af því að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi að fullu.Ástæðulaust að draga upp kolsvarta mynd af ástandinu „Þetta er ekkert hrun, langt því frá en þetta mun rífa í næstu eitt, tvö árin hið minnsta,“ segir Þorsteinn sem segir að ástæðulaust sé að draga upp kolsvarta mynd. Það sem af er degi hefur krónan veikst lítillega eða á bilinu hálft til eitt prósent eftir gjaldmiðlum. „Ég sé engar forsendur í augnablikinu fyrir því að það verði neitt í líkingu við það sem við sáum til dæmis í kjölfar hrunsins,“ segir Þorsteinn þegar hann er spurður út í verðtryggð húsnæðislán en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sem á í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins, segir að í ljósi frétta af WOW air þurfi verkalýðshreyfingin mögulega að breyta áherslum sínum og krefjast þaks á verðtryggð húsnæðislán. „Það er engin ástæða til að teikna upp kolsvarta mynd í þeim efnum en það gæti alveg komið dálítið högg á gengið og upp úr stígandi verðbólga en ekkert eitthvað sem myndi skapa algjöran forsendubrest fyrir heimilin gagnvart skuldabréfum sínum“. Spurður hvort það sé ekki ósanngjarnt að niðursveiflan þurfi ávallt að bitna á fólkinu sem ekki hafi efni á óverðtryggðum húsnæðislánum vegna hærri greiðslubyrði segir Þorsteinn svo vera. Veruleiki íslensku krónunnar „Þetta er veruleiki íslensku krónunnar og þetta er sú hagstjórn sem þeir flokkar sem vilja byggja áfram á íslensku krónunni og trúa á að sé best og þar eru það alltaf við sem berum reikninginn á endanum þegar krónan fellur.“ Þorsteinn segist hafa allt frá upphafi ríkisstjórnarsamstarfsins verið ötull við að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir áætlanir um útgjaldaaukningu. „Á sama tíma og það er, út frá sögulegri reynslu, full ástæða til að vera varkár og eiga gott svigrúm til að mæta mögulegum skakkaföllum sem hafa gjarnan dunið á okkur með reglulegu millibili.“
Alþingi Efnahagsmál Kjaramál Viðreisn WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08
Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33