Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Ekki er vitað hversu mikinn kostnað hið opinbera hefur borið af völdum kulnunar starfsfólks, þar sem skráning veikinda er almenns eðlis og ekki hægt að greina kostnað vegna kulnunar frá öðrum veikindum. Innlent 21. október 2025 07:16
Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Fjármála- og efnahagsráðherra útilokar ekki að ríkisstjórnin grípi inn í vegna stöðu mála í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra. Fyrsta vinnustöðvunin fór fram síðastliðna nótt og hafa fleiri aðgerðir verið boðaðar. Ríkisstjórnin fylgist grannt með. Innlent 20. október 2025 18:34
Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að bregðast þurfi við vanda barna með fíknivanda strax, ekki bíða þangað til að unnt verður að koma á fót úrræðum. Hægt sé að taka fyrsta flug út og koma börnum í meðferð innan tveggja daga. Barnamálaráðherra segist gera allt sem í hans valdi stendur til að bregðast við ástandinu. Innlent 20. október 2025 16:48
Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Sigríður Erla Sturludóttir hefur sagt upp störfum sem starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Nú hafa fjórir starfsmenn ýmist sagt upp eða verið sagt upp störfum síðan Guðrún Hafsteinsdóttir varð formaður flokksins. Unnur Brá Konráðsdóttir hefur verið ráðin til starfa fyrir þingflokkinn, sem hún sat á þingi fyrir í fjölda ára. Innlent 20. október 2025 14:05
Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Þröng skilgreining á því hvað telst innlent efni þýðir að frumvarp ráðherra menningarmála um menningarframlag streymisveitna mun hafa andstæð áhrif þeim sem því er ætlað, að mati fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar. Frumvarpið skekki þannig enn samkeppnisumhverfi fjölmiðla. Viðskipti innlent 20. október 2025 09:40
Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sigurður Ingi Jóhannsson mun ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Framsóknarflokknum á næsta flokksþingi. Þetta tilkynnti Sigurður á ræðu á miðstjórnarfundi flokksins í dag. Innlent 18. október 2025 13:19
Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Skiptar skoðanir eru á frumvarpi dómsmálaráðherra um afnám jafnlaunavottunar. Fyrirtæki og stofnanir setja meðal annars út á starfsmannafjölda og viðra áhyggjur sínar af fjölda verkefna sem koma til með að bíða starfsmönnum Jafnlaunastofnunar. Hörðustu gagnrýnendurnir segja að um sé að ræða afturför í jafnréttismálum. Innlent 17. október 2025 16:17
„Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Fátæktargildra, sem Öryrkjabandalagið kom upp fyrir utan Alþingishúsið í morgun, var fjarlægð af lögreglu um einni og hálfri klukkustund síðar. Formaður bandalagsins segir samfélagið þurfa að taka afstöðu til þess hvort það samþykki að hluti þess búi við fátækt. Innlent 17. október 2025 13:04
Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ ÖBÍ réttindasamtök komu stærðarinnar „fátækargildru“ fyrir í morgun fyrir framan Alþingi, til þess að vekja athygli á alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt. Gjörningurinn varði ekki lengi þar sem laganna verðir mættu á vettvang og fjarlægðu „fátæktargildruna“. Innlent 17. október 2025 11:01
Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Varaþingmaður Miðflokksins gagnrýnir ákall formanns Samtakanna 22 sem segir Miðflokkskonur neita að vera kallaðar sís-konur. Ummælin koma í kjölfar landsþings Miðflokksins þar sem stofnandi Trans Ísland yfirgaf fundinn vegna ummæla gesta þingsins um trans konur. Innlent 17. október 2025 10:14
Breytum fánalögunum og notum fánann meira Íslenski þjóðfáninn er eitt helsta sameiningartákn okkar Íslendinga. Fáninn er fallegt tákn frelsis, fullveldis og sjálfstæðis okkar þjóðar. Fáninn ber sögu okkar, menningu og gildum fagurt vitni og sameinar þjóðina. Skoðun 16. október 2025 16:32
Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis leggst gegn lækkun hlutfalls endurgreiðslustuðnings við einkarekna fjölmiðla. Framsögumaður segir frumvarpið senda þau skilaboð að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina. Innlent 16. október 2025 13:08
Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis vill að hlutfall endurgreiðslustuðnings við einkarekna fjölmiðla verði áfram 25% í stað 22% líkt og boðað er með frumvarpi Loga Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Það sé mat minnihlutans að með frumvarpinu í núverandi mynd felist skilaboð um að ríkisstjórnin sé óánægð með störf gagnrýnna fjölmiðla. Þá vill minnihlutinn sjá Rúv hverfa af auglýsingamarkaði. Innlent 16. október 2025 08:09
Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Þingmönnum var gert að yfirgefa Alþingishúsið í skyndi, þegar brunabjalla fór af stað. Allt var þetta þó hluti af brunaæfingu- þeirri fyrstu sem ráðist er í á Alþingi. Fréttastofa tók út viðbragðstíma þingmanna í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 15. október 2025 21:19
Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Fyrrverandi heilbrigðisráðherra og formaður Vinstri grænna segir ummæli forsætisráðherra um að Ljósið séu samtök úti í bæ óvirðingu. Hún segist sammála ráðherra um að framlög til samtakanna ættu að ráðast í gegnum langtímasamninga frekar en í fjárlögum en hefur áhyggjur af lækkun framlaga til þjónustu sem sé krabbameinsgreindum nauðsynleg. Innlent 15. október 2025 18:33
Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins viðraði þá hugmynd á Alþingi í dag að Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis beiti sér fyrir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hlyti friðarverðlaun Nóbels á næsta ári. Innlent 15. október 2025 16:59
Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Sigríður Á. Andersen var staðfest í embætti þingflokksformanns Miðflokksins, á fundi þingflokksins nú síðdegis. Bergþór Ólason forveri hennar í embætti, tilkynnti um afsögn sína í lok september. Innlent 15. október 2025 13:49
„Mikill ábyrgðarhluti“ ef Alþingi gætir þess ekki að stöðugleikareglan sé virt Fjármála- og efnahagsráðherra brýnir Alþingi fyrir mikilvægi þess fara eftir hinni nýju stöðugleikareglu, sem setur ófjármögnuðum raunvexti útgjalda skorður, núna þegar fjárlagafrumvarpið er til meðferðar fjárlaganefndar. Það væri „mikill ábyrgðarhluti“ ef reglan yrði virt að vettugi og gæti haft efnahagslegar afleiðingar. Innherji 15. október 2025 11:42
Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir það vera undir fjárlaganefnd komið að ákvarða hvort framlögum til Ljóssins verði breytt í fyrirliggjandi fjárlögum og beinir því til heilbrigðisráðherra að svara hvernig samningar standa við félagið. Hennar persónulega skoðun á því „hvort ákveðin samtök úti í bæ“ þurfi meira fjármagn frá ríkinu ráði litlu þar um. Innlent 14. október 2025 16:20
„Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir Bandaríkjaforseta ekki enn hafa orðið við beiðni um fund. Kristrún segist þó hafa hitt Trump í tvígang og hann væri „mjög meðvitaður“ um frekara varnarsamstarf. Trump væri velkominn til landsins og hann hefði tekið vel í mögulegan fund. Innlent 14. október 2025 15:44
Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Prófessor í stjórnmálafræði segir slagorð Miðflokksins í anda svipað þenkjandi flokka í öðrum löndum þar sem þjóðernishyggja er sett á oddinn. Þá segir hún Ísland eiga allt undir í alþjóðasamstarfi og fái oftar en ekki meira til baka en gefið sé í slíkt samstarf. Innlent 13. október 2025 23:31
Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Kristófer Már Maronsson sagði upp störfum sem starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins í lok ágúst. Tveimur öðrum starfsmönnum var sagt upp störfum nýverið og aðeins fimm eru eftir. Þingflokksformaðurinn er nú í starfsmannaleit. Innlent 13. október 2025 16:43
Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra Samband íslenskra sveitarfélaga vill að innviðaráðherra endurskoði ákvæði um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum í frumvarpi að nýjum sveitarstjórnarlögum þar sem þau gefi fámennum hópi íbúa í einu sveitarfélagi vald til þess að skuldbinda annað sveitarfélag til sameiningarviðræðna. Ekki sé heldur einhugur um ákvæði frumvarpsins um sameiningu sveitarfélaga. Innlent 13. október 2025 14:07
Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Snorri Másson var kjörinn nýr varaformaður Miðflokksins á landsþingi flokksins í dag. Greidd voru 201 atkvæði. Snorri Másson hlaut 136 atkvæði, Ingibjörg Davíðsdóttir hlaut 64 atkvæði, og einn seðill var auður. Innlent 12. október 2025 13:43
Sigmundur endurkjörinn formaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður Miðflokksins á landsþingi flokksins á Hilton Reykjavík Nordica Hótelinu í dag. Sigmundur var einn í framboði. Innlent 12. október 2025 12:01
Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? Ég var að skrolla í símanum um daginn og rakst þar á myndband. Umhyggjusamur faðir var mættur í dyragætt sonar síns sem var að fara að sofa. Hann býður góða nótt og segir: „Elskan mín, mundu svo að í horninu er kassi með klámfengnu efni sem gæti haft töluverð áhrif á þig - ég treysti þér til að kíkja ekki í hann.“ Skoðun 10. október 2025 09:30
Hjálpum fólki að eignast börn Þann tíma sem ég hef setið á þingi hef ég lagt fram nokkur mál sem hafa þann einfalda en mikilvæga tilgang að vilja aðstoða fólk við að eignast börn. Það er ekki öllum gefið og reynist ýmsum erfitt og þá þarf fólk að leita á náðir tækninnar. Sem betur fer erum við svo lánsöm að eiga þá tækni en regluramminn gerir fólki óþarflega erfitt fyrir. Skoðun 10. október 2025 08:32
Ráðgátan um RÚV Lengi hefur verið deilt um veru Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði, en á sínum tíma var settur á fót sérstakur starfshópur sem skilað niðurstöðu sinni vorið 2024 þar sem kom meðal annars fram að alvarleg staða væri uppi á fjölmiðlamarkaði og að fyrirferð RÚV á auglýsinga- og samkeppnismarkaði væri óásættanleg. Lagði starfshópurinn til að RÚV yrði tekið af auglýsingamarkaði. Þrátt fyrir þessa afgerandi niðurstöðu starfshópsins hefur enn ekkert gerst í þeim efnum. Skoðun 10. október 2025 08:16
Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Í vikunni fór fram sérstök umræða á Alþingi um fjármál stjórnmálaflokka að beiðni Diljár Mistar Einarsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins. Það er mikilvægt að rifja upp hvers vegna þessum lögum var komið á. Skoðun 9. október 2025 19:32
„Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir fleira verða að koma til en aðhald í ríkisrekstri svo Seðlabankinn taki að lækka vexti á nýjan leik. Forgangsmál ríkisstjórnarinnar væri að draga úr víðtækri útbreiðslu vertryggingar hér á landi. Innlent 9. október 2025 11:33