Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

„Þannig fór um sjó­ferð þá“

„Þannig fór um sjóferð þá,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, um úrslit næturinn en ljóst þykir að Píratar eru dottnir út af þingi. 

Innlent
Fréttamynd

Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar

„Ákallið um breytingar er mikið og boltinn er þá kominn til þeirra sem unnu kosningarnar,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar fréttastofa náði tali af honum fyrir stundu.

Innlent
Fréttamynd

Nú reynir á konurnar þrjár

Menn halda áfram að rýna í niðurstöður kosninganna og ljóst þykir að um sögulegar kosningar hafi verið að ræða. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir prófessor er ein þeirra sem telur kosningaúrslit næturinnar sýna með óvíræðum hætti ákall um breytingar á stjórn landsins og nú reyni á konurnar þrjár sem sigruðu kosningarnar.

Innlent
Fréttamynd

„Af­hroð vinstrisins er rosa­legt“

Egill Helgason sjónvarpsmaður rýndi í spilin í nótt og að hans sögn er afhroð vinstrisins rosalegt. Menn reyna nú að sjá fyrir hvaða ríkisstjórnarmynstur er inni í myndinni nú að loknum sannkölluðum jarðskjálftakosningum, líkt og Þorsteinn Pálsson Viðreisnarmaður og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins  sagði í myndveri kosningasjónvarps Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kanónurnar sem eru að hverfa

Miklar sveiflur eru á fylgi þingflokka sem hefur þau áhrif að þekktir þingmenn ýmissa flokka hverfa af þingi. Vísir tók saman stærstu nöfnin sem þurfa að öllum líkindum að hverfa á braut.

Innlent
Fréttamynd

Ungur maður og spenntur fyrir fram­tíðinni

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar segist engar áhyggjur hafa af sinni eigin framtíð né heldur af framtíð flokksins. Hann segir það ekki hafa verið mistök að hafa gefið eftir sæti sitt sem oddvita. Útlit er fyrir að hann muni ekki ná sæti á þingi ef miðað er við talningar í kosningunum þegar þetta er skrifað.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í að flokkunum fækki um tvo

Fyrstu tölur hafa borist úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum. Eins og staðan er núna eru Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn með flesta þingmenn, með sextán þingmenn hvor flokkur.

Innlent
Fréttamynd

Vís­bending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“

Spekingarnir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Páll Magnússon og Þorsteinn Pálsson eru sammála um að fyrstu tölur kvöldsins bendi til þess að um sögulegar kosningar sé að ræða. Þorsteinn gengur svo langt að segja að vísbending sé um að kosningarnar séu „jarðskjálftakosningar.“

Innlent
Fréttamynd

Gríðar­lega mikið fylgi sem dettur niður dautt

Samfylkingin bætir við sig tíu prósentum í Reykjavík suður, samkvæmt fyrstu tölum og mælist með rúmlega 23 prósent í kjördæminu. Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi og mælist aðeins með tvo menn inni. Framsókn missir sína þingmenn í kjördæminu og mælist með 4,7 prósent. 

Innlent
Fréttamynd

Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Fram­sókn

Ásmundur Einar Daðason og Willum Þór Þórsson, ráðherrar Framsóknar, segjast ekki vera stressaðir þó einungis annar þeirra, Willum, mælist inni þegar þetta er skrifað og þá mælist formaður flokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, heldur ekki inni. Ásmundur Einar segist stoltur af sínum verkum en segir ljóst að uppbyggingarstarf bíði félaga sinna í Framsókn.

Innlent
Fréttamynd

Kosninga­vaktin: Sögu­legar kosningar að baki

Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega.

Innlent
Fréttamynd

Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“

Vegagerðin skýrði frá því í dag að hún undirbúi núna útboð vegna þriðja áfanga nýbyggingar Vestfjarðarvegar um Dynjandisheiði á um 7,3 kílómetra kafla og einnig á um eins kílómetra kafla á Dynjandisvegi. „Áætlað er að útboðið fari í loftið á allra næstu dögum,“ segir í frétt Vegagerðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Þessi mættu best og verst í þinginu

Fjórir þingmenn úr þremur flokkum voru með bestu mætinguna í atkvæðagreiðslur nýliðins þings, samkvæmt síðu sem tekið hefur saman ýmsa tölfræði um þingmenn og þingflokka yfir langt skeið.  

Innlent