„Kom manni ekki á óvart að fá kalda öxl frá sumum“ Bergþór Ólason, þingmanni Miðflokksins, segir að sér hafi liðið ágætlega með að koma aftur til starfa á Alþingi í morgun. Innlent 24. janúar 2019 15:45
Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. Innlent 24. janúar 2019 14:43
Gagnrýna að ekki eigi að leiðrétta skerðingar að fullu Þingmenn Pírata og Flokks fólksins gagnrýndu harðlega á Alþingi í morgun að Tryggingastofnun ætlaði einungis að leiðrétta skerðingar á bótum vegna búsetu örorkulífeyrisþega fjögur ár aftur í tímann en ekki öll þau tíu ár sem ólöglegar skerðingar áttu sér stað. Innlent 24. janúar 2019 14:03
Lilja hafði sitthvað að segja við Gunnar Braga á þingi í dag Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn. Innlent 24. janúar 2019 13:47
Bjartsýnn á að frumvarp um lækkun kosningaaldurs nái fram að ganga Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, mælir í dag fyrir frumvarpi um lækkun kosningaaldurs úr 18 ára í 16 ár í kosningum til sveitarstjórna. Innlent 24. janúar 2019 12:13
Kominn í ótímabundið leyfi frá áfengi Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, tóku sæti á Alþingi í dag eftir að hafa verið í leyfi frá því að Klaustursmálið kom upp í lok nóvember. Bergþór segist kominn í ótímabundið leyfi frá áfengisneyslu. Innlent 24. janúar 2019 12:12
Segir stemmninguna eitraða með endurkomu Miðflokksmanna Þetta er bara ofbeldi, segir Sara. Þingkona Samfylkingarinnar líkir endurkomunni við fyrirsát. Innlent 24. janúar 2019 12:01
Stefnt að því að hækka bæði framfærslu og frítekjumark hjá LÍN Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að bæði framfærsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna verði hækkuð sem og frítekjumark þeirra. Þetta kom fram í máli hennar á Alþingi í dag í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Innlent 24. janúar 2019 11:03
„Ég ætla ekkert inn í rifrildi á þessum forsendum við þessa menn“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segist ekki ætla að láta draga sig inn í rifrildi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og aðra þingmenn flokksins. Innlent 24. janúar 2019 10:56
Bein útsending: Bergþór og Gunnar Bragi mæta aftur á Alþingi Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 10:30 þangað sem Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson ætla að snúa aftur eftir sjálfskipaða fjarveru vegna Klausturmálsins. Innlent 24. janúar 2019 10:12
Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. Innlent 24. janúar 2019 09:56
Gagnrýndi lág fjárframlög til Samtakanna ´78 Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, kvaddi sér hljóðs undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag og gagnrýndi fjárframlög ríkisins til Samtakanna ´78 en þau eru hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi. Innlent 23. janúar 2019 16:07
Leggja til að úrræði fyrir fyrstu kaupendur nái til fleiri Varaformaður Viðreisnar mælir í dag fyrir frumvarpi á Alþingi sem stækkar þann hóp sem nýtt geti séreignarlífeyrissparnað til kaupa á húsnæði samkvæmt lögum um stuðning við fyrstu kaupendur. Innlent 23. janúar 2019 12:30
Óháðir og Miðflokksmenn háværir við kjör auka varaforseta Miðflokksmenn og óháðir létu vel í sér heyra áður en Alþingi samþykkti kjör tveggja varaforseta. Innlent 23. janúar 2019 08:00
Óttast fjölda umsagna trúfélaga um frumvarp um þungunarrof Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafelags Íslands, er ósátt við að óskað hafi verið eftir umsögnum þrjátíu og fimm trúfélaga um frumvarp um þungunarrof. Hún óttast að neikvæðar umsagnir kunni að hafa áhrif á að frumvarpið verði að lögum. Innlent 22. janúar 2019 20:30
Sigmundur segir ákvörðun Alþingis sorglega Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta í bráðabirgða til að fara með mál Klaustur-þingmanna og Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, í siðamálum. Innlent 22. janúar 2019 19:30
Nýir varaforsetar fá tvö mál tengd upptökunum á Klaustri inn á borð til sín Þau Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem í dag voru sjálfkjörin sem nýir varaforsetar þingsins til að fjalla um Klaustursmálið og hvaða farveg það mun fara í, munu fá tvö mál tengd upptökunum á Klaustur Bar inn á borð til sín. Innlent 22. janúar 2019 16:27
Seðlabankinn einn leitað eftir listfræðilegri leiðsögn Jafnréttisstofu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir listrænt frelsi grundvallaratriði. Innlent 22. janúar 2019 15:42
Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. Innlent 22. janúar 2019 15:06
Sjávarútvegsráðherra til í að skoða að setja eftirlitsmyndavélar í fiskiskip Sjávarútvegsráðherra vill skoða þann möguleika að settar verði upp myndavélar um borð í fiskiskip til að hafa eftirlit með brottkasti á fiski. Innlent 22. janúar 2019 12:00
Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. Innlent 22. janúar 2019 10:45
Kolefnisjöfnun gefi skattafslátt Sjö þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem heimilar allt að 0,85 prósenta tekjuskattsafslátt til fyrirtækja sem inna af hendi framlög til kolefnisjöfnunar. Innlent 22. janúar 2019 07:30
„Forseti þingsins misnotar stöðu sína sem þingforseti“ Forseti Alþingis segir það hafið yfir allan vafa að þinginu sé heimilt að skipa nýja forsætisnefnd sem á að fjalla um Klaustursmálið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur fyrirkomulagið stangast á við þingskaparlög. Staðan í stjórnmálum var til umræðu á Alþingi í dag á fyrsta þingfundi eftir jólaleyfi. Innlent 21. janúar 2019 22:56
Vilja setja allar hugmyndir um olíuvinnslu í handbremsu Með breytingunni yrðu allar hugmyndir um olíuvinnslu settar í handbremsu þangað til sigur hefur unnist í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum og þar með skýr skilaboð send til alþjóðasamfélagsins Innlent 21. janúar 2019 21:19
Vill að mál Ágústs Ólafs fari fyrir siðanefnd Alþingis Nefndarmönnum í forsætisnefnd Alþingis hefur borist beiðni um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar fari fyrir siðanefnd Alþingis og fái þar með sömu meðferð og mál þingmannanna sex sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári. Innlent 21. janúar 2019 18:05
Vonar að tillögur um húsnæðismál og breytingar á skattkerfinu greiði fyrir kjarasamningum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, gerði stöðuna á vinnumarkaði og stöðuna við endurskoðun stjórnarskrár að umtalsefni í ræðu sinni í umræðum um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs á fyrsta þingfundi ársins í dag. Innlent 21. janúar 2019 16:40
Karli Gauta heitt í hamsi við upphaf þingfundar: „Þetta er óboðlegt herra forseti“ Þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, sem eru óháðir þingmenn utan flokka en voru kjörnir á þing fyrir Flokk fólksins, mótmæltu þeirri ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, að úthluta þeim ekki ræðutíma í umræðum um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs sem nú fer fram á þingi. Innlent 21. janúar 2019 15:54
Fullyrðingar Sigmundar um brot á þingskaparlögum standast ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur kosningu nýrrar forsætisnefndar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið stangast á við lög um þingsköp á „víðtækan hátt.“ Til stendur að kjósa forsætisnefndina þegar leitað hefur verið afbrigða eins og skýr heimild er fyrir í þingskaparlögum. Innlent 21. janúar 2019 13:30
Segir Steingrím nýta stöðu sína til að setja upp pólitísk réttarhöld í Klaustursmálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að málsmeðferð Alþingis á Klaustursmálinu svokallaða séu pólitísk réttarhöld í boði Steingríms J. Sigfússonar, forseta alþingis. Hann segir að Steingrímur telji sig eiga harma að hefna og sé nú að nýta stöðu sína sem forseti í þeim tilgangi. Innlent 21. janúar 2019 07:39