„Það er augljóst að þetta verður fúskað í gegn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2019 12:17 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. vísir/vilhelm Stjórnarandstaðan er sökuð um að halda uppi málþófi í gær í umræðu um þjóðkirkjufrumvarp dómsmálaráðherra. Þingfundi var frestað á miðnætti og hafði þá ekki tekist að tæma mælendaskrá. Þingmaður Pírata segir augljóst að koma eigi málinu í gegn með fúski. Nokkuð er tekist á á bak við tjöldin á Alþingi þessa dagana um dagskrá þingsins þessa síðustu daga fyrir jólafrí. Í gær var framhaldið á Alþingi umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar og stóð umræðan í nokkrar klukkustundir eða þar til þingfundi var frestað á miðnætti. Samkvæmt heimildum fréttastofu lítur stjórnarmeirihlutinn svo á að með þessu hafi stjórnarandstaðan reynt að tefja á meðan reynt er að semja um dagskrána fyrir jólafrí. Frumvarpið tengist viðbótarsamningi sem gerður var við kirkjuna sem meðal annars miðar að því að auka sjálfstæði þjóðkirkjunnar í fjármálum og starfsmannamálum. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gerir verulegar athugasemdir við frumvarpið, bæði efnislega og hvað varðar málsmeðferðina. „Málsmeðferðin er algjörlega hábölvanleg og það er algjörlega dæmigert fyrir þetta kirkjujarðasamkomulag og allt sem því viðkemur, að ráðherra fer og talar við kirkjuna og svo er það kirkjuþing en ekki Alþingi sem að samþykkir samninginn fyrst og síðan er þessu hent hérna inn rétt fyrir jól,“ segir Helgi Hrafn. „Það er augljóst að þetta mál fær ekki viðunandi, eða eftir því sem ég fæ best séð, neina umfjöllun í nefnd, alla vegana ekki ef það á að halda starfsáætlun.“ Samkvæmt dagskrá verður umræðu um málið framhaldið nú strax eftir hádegi í dag. „Það er augljóst að þetta verður fúskað í gegn,“ segir Helgi. Spurður hvort ekki megi líta á langar umræður stjórnarandstöðunnar um málið sem málþóf svarar Helgi: „Ég get ekki fullyrt um hvað öðrum gengur til, ég tók eina fimmtán mínútna ræðu, aðra fimm mínútna ræðu og fór í andsvör bara eins og þingsköp heimila mér og ég gæti talað um þetta mál miklu miklu meira,“ segir Helgi. Alþingi Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Steingrímur hellti sér yfir Halldóru Mogensen í hliðarsal þingsins Forseti þingsins óvenju skapillur og vanstilltur nú um stundir. 12. desember 2019 12:00 Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Halldóra Mogensen telur forseta þingsins mismuna þingmönnum með bjölluslætti sínum. 10. desember 2019 14:35 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Stjórnarandstaðan er sökuð um að halda uppi málþófi í gær í umræðu um þjóðkirkjufrumvarp dómsmálaráðherra. Þingfundi var frestað á miðnætti og hafði þá ekki tekist að tæma mælendaskrá. Þingmaður Pírata segir augljóst að koma eigi málinu í gegn með fúski. Nokkuð er tekist á á bak við tjöldin á Alþingi þessa dagana um dagskrá þingsins þessa síðustu daga fyrir jólafrí. Í gær var framhaldið á Alþingi umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar og stóð umræðan í nokkrar klukkustundir eða þar til þingfundi var frestað á miðnætti. Samkvæmt heimildum fréttastofu lítur stjórnarmeirihlutinn svo á að með þessu hafi stjórnarandstaðan reynt að tefja á meðan reynt er að semja um dagskrána fyrir jólafrí. Frumvarpið tengist viðbótarsamningi sem gerður var við kirkjuna sem meðal annars miðar að því að auka sjálfstæði þjóðkirkjunnar í fjármálum og starfsmannamálum. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gerir verulegar athugasemdir við frumvarpið, bæði efnislega og hvað varðar málsmeðferðina. „Málsmeðferðin er algjörlega hábölvanleg og það er algjörlega dæmigert fyrir þetta kirkjujarðasamkomulag og allt sem því viðkemur, að ráðherra fer og talar við kirkjuna og svo er það kirkjuþing en ekki Alþingi sem að samþykkir samninginn fyrst og síðan er þessu hent hérna inn rétt fyrir jól,“ segir Helgi Hrafn. „Það er augljóst að þetta mál fær ekki viðunandi, eða eftir því sem ég fæ best séð, neina umfjöllun í nefnd, alla vegana ekki ef það á að halda starfsáætlun.“ Samkvæmt dagskrá verður umræðu um málið framhaldið nú strax eftir hádegi í dag. „Það er augljóst að þetta verður fúskað í gegn,“ segir Helgi. Spurður hvort ekki megi líta á langar umræður stjórnarandstöðunnar um málið sem málþóf svarar Helgi: „Ég get ekki fullyrt um hvað öðrum gengur til, ég tók eina fimmtán mínútna ræðu, aðra fimm mínútna ræðu og fór í andsvör bara eins og þingsköp heimila mér og ég gæti talað um þetta mál miklu miklu meira,“ segir Helgi.
Alþingi Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Steingrímur hellti sér yfir Halldóru Mogensen í hliðarsal þingsins Forseti þingsins óvenju skapillur og vanstilltur nú um stundir. 12. desember 2019 12:00 Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Halldóra Mogensen telur forseta þingsins mismuna þingmönnum með bjölluslætti sínum. 10. desember 2019 14:35 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Steingrímur hellti sér yfir Halldóru Mogensen í hliðarsal þingsins Forseti þingsins óvenju skapillur og vanstilltur nú um stundir. 12. desember 2019 12:00
Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Halldóra Mogensen telur forseta þingsins mismuna þingmönnum með bjölluslætti sínum. 10. desember 2019 14:35