Fjölmiðlafrumvarpið lagt fram á Alþingi Andri Eysteinsson skrifar 6. desember 2019 22:02 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Vísir/vilhelm Fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur var lagt fram á Alþingi í dag og hefur verið birt á vef Alþingis. Skammt er til jólahlés og hefur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagt það útilokað í sínum huga að klára málið fyrir jól. Samkvæmt starfsáætlun þingsins lýkur haustþingi 13.desember. Í greinargerð með frumvarpinu segir að með því sé lagt til að komið verði á fót nýju stuðningskerfi fyrir einkarekna fjölmiðla hér á landi vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni. Lagt er til að einkareknum fjölmiðlum verði veittur tímabundinn stuðningur í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við að afla og miðla slíku efni.Segir í frumvarpinu að hlutfall endurgreiðslu skal að hámarki vera 18% af kostnaði sem fellur til við að afla fréttum. Þó skuli endurgreiðsla ekki nema hærri fjárhæð en 50 milljónum krónu til hvers umsækjanda. Í frumvarpi sem lagt var fyrir þing í vor var gert fyrir endurgreiðslu 25% af ákveðnum rekstrarhluta fjölmiðils, greint hafði verið frá því að endurgreiðslan í nýrri útgáfu frumvarpsins yrði 20%.„Við erum að efla fjölmiðlamarkaðinn á Íslandi, fjölmiðlalæsi og þá lýðræðislegu umræðu sem fjölmiðlar tryggja. Þannig að ég er ánægð með framganginn og þetta er að komast í þinglega meðferð,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra í Kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni. „Aðalatriðið er það að lögin taki gildi 1. janúar 2020,“ sagði Lilja. „Við getum afgreitt málið núna á þessu þingi með þessari gildistöku og ég legg mesta áherslu á það að allt sem við erum að gera í þessu að það sé gert í gagnsæju ferli og að fyrirsjáanleiki málsins sé skýr.“ Fjölmiðlafrumvarpinu var útbýtt á Alþingi fyrir sumarhlé í maí en gekk aldrei til fyrstu umræðu. Greint hefur verið frá því að takist ekki að ná sátt um málið fyrir jól komi til greina að taka málið alfarið af dagskrá en gert var ráð fyrir að lögin tækju gildi um áramót. Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Framtíð fjölmiðlafrumvarpsins veltur á Sjálfstæðisflokknum Það veltur á þingflokki Sjálfstæðisflokksins hvort fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, nái fram að ganga fyrir jól eða hvort hætt verður við löggjöfina að svo stöddu. 2. desember 2019 14:19 Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpið Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður lagt fram á Alþingi en stefnt er að því að það verði nú á haustþingi. Vinnu við frumvarpið í ráðuneytinu er ekki lokið. 30. október 2019 15:55 „Algjörlega útilokað“ að fjölmiðlafrumvarpið verði afgreitt fyrir jól Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að standa í vegi fyrir því að fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra verði tekið til þinglegrar meðferðar. Nokkur fjöldi þingmanna flokksins gerir þó ákveðna fyrirvara við frumvarpið. 2. desember 2019 18:45 Minni hluti stjórnarmála lagður fram Innan við helmingur boðaðra þingmála ríkisstjórnarinnar á haustþingi hefur verið lagður fram á Alþingi. Forsætisráðherra segir þingmálaskrána hafa verið metnaðarfulla en ráðherrar verið seinir í gang. Frestur til að leggja fram þingmál rennur út á morgun. 29. nóvember 2019 06:30 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Settu bílslys á svið Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur var lagt fram á Alþingi í dag og hefur verið birt á vef Alþingis. Skammt er til jólahlés og hefur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagt það útilokað í sínum huga að klára málið fyrir jól. Samkvæmt starfsáætlun þingsins lýkur haustþingi 13.desember. Í greinargerð með frumvarpinu segir að með því sé lagt til að komið verði á fót nýju stuðningskerfi fyrir einkarekna fjölmiðla hér á landi vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni. Lagt er til að einkareknum fjölmiðlum verði veittur tímabundinn stuðningur í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við að afla og miðla slíku efni.Segir í frumvarpinu að hlutfall endurgreiðslu skal að hámarki vera 18% af kostnaði sem fellur til við að afla fréttum. Þó skuli endurgreiðsla ekki nema hærri fjárhæð en 50 milljónum krónu til hvers umsækjanda. Í frumvarpi sem lagt var fyrir þing í vor var gert fyrir endurgreiðslu 25% af ákveðnum rekstrarhluta fjölmiðils, greint hafði verið frá því að endurgreiðslan í nýrri útgáfu frumvarpsins yrði 20%.„Við erum að efla fjölmiðlamarkaðinn á Íslandi, fjölmiðlalæsi og þá lýðræðislegu umræðu sem fjölmiðlar tryggja. Þannig að ég er ánægð með framganginn og þetta er að komast í þinglega meðferð,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra í Kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni. „Aðalatriðið er það að lögin taki gildi 1. janúar 2020,“ sagði Lilja. „Við getum afgreitt málið núna á þessu þingi með þessari gildistöku og ég legg mesta áherslu á það að allt sem við erum að gera í þessu að það sé gert í gagnsæju ferli og að fyrirsjáanleiki málsins sé skýr.“ Fjölmiðlafrumvarpinu var útbýtt á Alþingi fyrir sumarhlé í maí en gekk aldrei til fyrstu umræðu. Greint hefur verið frá því að takist ekki að ná sátt um málið fyrir jól komi til greina að taka málið alfarið af dagskrá en gert var ráð fyrir að lögin tækju gildi um áramót.
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Framtíð fjölmiðlafrumvarpsins veltur á Sjálfstæðisflokknum Það veltur á þingflokki Sjálfstæðisflokksins hvort fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, nái fram að ganga fyrir jól eða hvort hætt verður við löggjöfina að svo stöddu. 2. desember 2019 14:19 Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpið Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður lagt fram á Alþingi en stefnt er að því að það verði nú á haustþingi. Vinnu við frumvarpið í ráðuneytinu er ekki lokið. 30. október 2019 15:55 „Algjörlega útilokað“ að fjölmiðlafrumvarpið verði afgreitt fyrir jól Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að standa í vegi fyrir því að fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra verði tekið til þinglegrar meðferðar. Nokkur fjöldi þingmanna flokksins gerir þó ákveðna fyrirvara við frumvarpið. 2. desember 2019 18:45 Minni hluti stjórnarmála lagður fram Innan við helmingur boðaðra þingmála ríkisstjórnarinnar á haustþingi hefur verið lagður fram á Alþingi. Forsætisráðherra segir þingmálaskrána hafa verið metnaðarfulla en ráðherrar verið seinir í gang. Frestur til að leggja fram þingmál rennur út á morgun. 29. nóvember 2019 06:30 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Settu bílslys á svið Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Sjá meira
Framtíð fjölmiðlafrumvarpsins veltur á Sjálfstæðisflokknum Það veltur á þingflokki Sjálfstæðisflokksins hvort fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, nái fram að ganga fyrir jól eða hvort hætt verður við löggjöfina að svo stöddu. 2. desember 2019 14:19
Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpið Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður lagt fram á Alþingi en stefnt er að því að það verði nú á haustþingi. Vinnu við frumvarpið í ráðuneytinu er ekki lokið. 30. október 2019 15:55
„Algjörlega útilokað“ að fjölmiðlafrumvarpið verði afgreitt fyrir jól Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að standa í vegi fyrir því að fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra verði tekið til þinglegrar meðferðar. Nokkur fjöldi þingmanna flokksins gerir þó ákveðna fyrirvara við frumvarpið. 2. desember 2019 18:45
Minni hluti stjórnarmála lagður fram Innan við helmingur boðaðra þingmála ríkisstjórnarinnar á haustþingi hefur verið lagður fram á Alþingi. Forsætisráðherra segir þingmálaskrána hafa verið metnaðarfulla en ráðherrar verið seinir í gang. Frestur til að leggja fram þingmál rennur út á morgun. 29. nóvember 2019 06:30