Strangar kröfur gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. desember 2019 12:04 Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. vísir/vilhelm Ríkar kröfur eru gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum sæki þeir um endurgreiðslu vegna hluta kostnaðar við rekstur. Þetta kemur fram í nýju fjölmiðlafrumvarpi mennta-og menningarmálaráðherra. Ef þeir reynast ófullnægjandi er beiðni um endurgreiðslu hafnað. Fjölmiðlafrumvarp mennta-og menningarmálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla var lagt fram á Alþingi í gær. Lagt er til að komið verði á fót nýju stuðningskerfi fyrir einkarekna fjölmiðla hér á landi vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni. Lagt er til að einkareknum fjölmiðlum verði veittur tímabundinn stuðningur í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við að afla og miðla slíku efni. Í frumvarpinu kemur fram að hlutfall endurgreiðslu skuli að hámarki verða 18 prósent af kostnaði sem fellur til við að afla frétta en ekki hærri en fimmtíu milljónir króna. Þetta er þó nokkuð lægra en kom fram í frumvarpi sem lagt var fram í vor þar sem gert var ráð fyrir endurgreiðslu upp á 25 prósent. Þá hafði verið greint frá því að endurgreiðslan yrði 20 prósent í þessu frumvarpi. Í fjárlögum fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir 400 milljón króna útgjaldasvigrúmi til stuðnings einkarekinna fjölmiðla. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu nægir það til endurgreiðslu upp á 18 prósent. Fjölmiðlar sem sækja um endurgreiðsluna þurfa að veita fjölmiðlanefnd fullnægjandi gögn og upplýsingar um eignarhald. Nefndin leggur mat á hvaða upplýsingar teljast fullnægjandi. Í frumvarpinu kemur fram að það eigi að vera strangt mat á þessu atriði enda sé æskilegt að gerðar séu ríkar kröfur til gagnsæis á eignarhaldi þeirra fjölmiðla sem sæki um endurgreiðslur úr ríkissjóði. Þá kemur fram að telji nefndin upplýsingarnar ófullnægjandi að loknum fresti hafni hún beiðni um endurgreiðslu. Alþingi Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Tengdar fréttir Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpið Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður lagt fram á Alþingi en stefnt er að því að það verði nú á haustþingi. Vinnu við frumvarpið í ráðuneytinu er ekki lokið. 30. október 2019 15:55 Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Ríkar kröfur eru gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum sæki þeir um endurgreiðslu vegna hluta kostnaðar við rekstur. Þetta kemur fram í nýju fjölmiðlafrumvarpi mennta-og menningarmálaráðherra. Ef þeir reynast ófullnægjandi er beiðni um endurgreiðslu hafnað. Fjölmiðlafrumvarp mennta-og menningarmálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla var lagt fram á Alþingi í gær. Lagt er til að komið verði á fót nýju stuðningskerfi fyrir einkarekna fjölmiðla hér á landi vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni. Lagt er til að einkareknum fjölmiðlum verði veittur tímabundinn stuðningur í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við að afla og miðla slíku efni. Í frumvarpinu kemur fram að hlutfall endurgreiðslu skuli að hámarki verða 18 prósent af kostnaði sem fellur til við að afla frétta en ekki hærri en fimmtíu milljónir króna. Þetta er þó nokkuð lægra en kom fram í frumvarpi sem lagt var fram í vor þar sem gert var ráð fyrir endurgreiðslu upp á 25 prósent. Þá hafði verið greint frá því að endurgreiðslan yrði 20 prósent í þessu frumvarpi. Í fjárlögum fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir 400 milljón króna útgjaldasvigrúmi til stuðnings einkarekinna fjölmiðla. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu nægir það til endurgreiðslu upp á 18 prósent. Fjölmiðlar sem sækja um endurgreiðsluna þurfa að veita fjölmiðlanefnd fullnægjandi gögn og upplýsingar um eignarhald. Nefndin leggur mat á hvaða upplýsingar teljast fullnægjandi. Í frumvarpinu kemur fram að það eigi að vera strangt mat á þessu atriði enda sé æskilegt að gerðar séu ríkar kröfur til gagnsæis á eignarhaldi þeirra fjölmiðla sem sæki um endurgreiðslur úr ríkissjóði. Þá kemur fram að telji nefndin upplýsingarnar ófullnægjandi að loknum fresti hafni hún beiðni um endurgreiðslu.
Alþingi Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Tengdar fréttir Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpið Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður lagt fram á Alþingi en stefnt er að því að það verði nú á haustþingi. Vinnu við frumvarpið í ráðuneytinu er ekki lokið. 30. október 2019 15:55 Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpið Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður lagt fram á Alþingi en stefnt er að því að það verði nú á haustþingi. Vinnu við frumvarpið í ráðuneytinu er ekki lokið. 30. október 2019 15:55
Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06