Framsóknarmenn „hafi séð ljósið“ og hljóti nú að styðja frumvarp sitt um brugghús Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hljóta að líta á frumvarp þriggja þingmanna Framsóknarmanna um breytingar á áfengislögum, sem stuðning við sitt eigið frumvarp sama efnis. Áslaug segir sitt frumvarp ítrekað hafa mætt mótstöðu og gerðir við það fyrirvarar í ríkisstjórn og í þingflokkum samstarfsflokkanna og því skjóti skökku við að þingmenn Framsóknarflokksins, þeir sömu og sett hafi fyrirvara við hennar mál, leggi nú fram sambærilegt frumvarp í eigin nafni. Innlent 2. febrúar 2021 22:24
Steingrímur J. kynntur sem Guðni Th. Mistök voru gerð við útsendingu þingfundar í dag þar sem Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis var titlaður sem Guðni Th. Jóhannesson, framsögumaður Vinstri Grænna. Lífið 2. febrúar 2021 18:30
Skipulagsleysi og langar og leiðinlegar ræður Skipulagsleysið á Alþingi er á ótrúlegu stigi og þingmenn þurfa að gefa stóran hluta fjölskyldu- og einkalífs upp á bátinn til þess að sinna þingstörfum með góðum hætti. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í umræðum um breytingar á þingskaparlögum á Alþingi í dag. Innlent 2. febrúar 2021 18:05
Gunnar Bragi í rjómabaði á Alþingi Rjómi slettist upp um alla veggi í matsal Alþingis í drekkutímanum. Innlent 2. febrúar 2021 17:14
„Umhverfis- og samgöngunefnd að stela málinu mínu“ Mælt var fyrir þingsályktunartillögu um orkuskipti í flugi á Alþingi í dag. Í henni er lagt til að skipaður verði starfshópur sem á að móta stefnu og aðgerðaáætlun um málið. Markmiðið er að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára. Innlent 2. febrúar 2021 16:44
Vonbrigði að afgreiðsla á styrkjum hafi tafist „Ég ætla bara að segja að það eru vonbrigði að það skyldi hafa tafist jafn lengi og raun ber vitni að geta tekið við og afgreitt þessi mál,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag aðspurður um seinagang við greiðslu tekjufalls- og viðspyrnustyrkja. Innlent 2. febrúar 2021 15:11
Leggja aftur til að heimabruggun verði leyfð Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur að nýju lagt fram frumvarp um afnám banns við heimabruggun áfengis til einkaneyslu. Innlent 2. febrúar 2021 12:05
Ofbeldi á Alþingi „Á Alþingi er ofbeldi. Það er ofbeldisfullur vinnustaður“. Þetta eru orð sem núverandi þingmaður lét falla í kynningu fyrir mögulega frambjóðendur til komandi alþingiskosninga. Skoðun 2. febrúar 2021 08:00
Höfum leyft okkur að kalla stjórnmálafólk ónytjunga og aumingja Forsætisráðherra vonar að hægt verði að taka fyrir dreifingu á kostuðum nafnlausum áróðri á samfélagsmiðlum með nýju frumvarpi. Forrystufólk í stjórnmálum þarf að sammælast um að forðast persónuárásir og ofbeldisfulla umræðu í aðdraganda kosninga, að mati formanns Viðreisnar. Innlent 1. febrúar 2021 19:28
Sigmundi Davíð hafa borist morðhótanir og hann óttaðist um líf sitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segist hafa fengið að kenna á því vegna þátttöku í stjórnmálum. Meðal annars var ráðist á hann af mikilli hörku. Innlent 1. febrúar 2021 17:14
Mikilvægt að taka fyrir persónuárásir í aðdraganda kosninga Forrystufólk í stjórnmálum þarf að senda skýr skilaboð til grasrótarinnar um að ofbeldisfull og meiðandi umræða verði ekki liðin að mati formanns Viðreisnar. Hún telur mikilvægt að bregðast við þróuninni nú í aðdraganda kosninga. Innlent 1. febrúar 2021 12:19
Tvær flugur, eitt kjördæmi Í viðtali sem Ríkisútvarpið tók á dögunum við Ólaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, kom fram að jöfnunarsæti í kosningum til Alþingis séu of fá til að tryggja jöfnuð milli þingflokka í samræmi við atkvæðamagn á landsvísu. Skoðun 1. febrúar 2021 10:30
Sá skotför í stofuglugganum: „Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta“ „Ég fékk mörg nafnlaus hótunarbréf, sum með hvítu dufti, að mér var veist á almannafæri, og skotför sáust eitt sinn í einum stofuglugganum heima hjá mér. Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta.“ Innlent 30. janúar 2021 20:35
VG fordæmir skotárásirnar Flokkráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fordæmir árásir við heimili borgarstjóra og höfuðstöðvar stjórnmálasamtaka. Innlent 30. janúar 2021 17:49
Samfélagið hafi því miður viðurkennt hatursorðræðu í garð stjórnmálamanna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fordæmdi skotárás sem nýlega var gerð á heimili Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í ræðu sinni á rafrænum flokksráðsfundi Vinstri grænna sem hófst í dag. Þá gerði hún góðan árangur Íslands í baráttunni við kórónuveiruna að umtalsefni. Innlent 29. janúar 2021 19:57
Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. Innlent 29. janúar 2021 14:16
Ýmis ákvæði sóttvarnalaga styrkt og skýrð nánar Annarri umræðu um breytingar á sóttvarnalögum lauk á Alþingi í gærkvöldi en þær fela í sér styrkingu alls konar heimilda sóttvarnayfirvalda til aðgerða í sóttvarnamálum. Varaformaður velferðarnefndar Alþingis segir brýnt að hefja þegar undirbúning að heildarendurskoðun laganna. Innlent 29. janúar 2021 12:06
Hvalir og selir: dýrin sem ríkisstjórnin skilur eftir Hvalveiðar byggja á rúmlega 70 ára gömlum lögum og lagaramminn utan um seli teygir sig að hluta 700 ár aftur í tímann. Óháð því hvort við viljum leyfa hvalveiðar eða ekki, þá er deginum ljósara að lögin utan um þessar tegundir sjávarspendýra eru löngu úrelt. Skoðun 29. janúar 2021 12:00
Albertína á von á sínu fyrsta barni og hættir á þingi Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar hyggst ekki gefa kost á sér til að taka sæti ofarlega á lista flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar. Hún hyggst einbeita sér að nýju verkefni; fyrsta barni hennar og eiginmannsins. Innlent 28. janúar 2021 19:59
Spyr hvers vegna 83 prósent vilji Samfylkinguna ekki í stjórn Fjármálaráðherra segir Ísland skipa sér í flokk með ríkjum þar sem spilling sé minnst. Ísland hefur samt fallið úr ellefta sæti í það sautjánda á viðurkenndum alþjóðlegum mælikvarða. Innlent 28. janúar 2021 18:55
Tollurinn fái víðtækari heimildir til þess að leita í farangri Drög að frumvarpi til breytinga á tollalögum hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Tollyfirvöldum eru þar veittar auknar heimildir til þess að leita í innrituðum farangri, án þess að eigandinn sé viðstaddur. Innlent 27. janúar 2021 11:25
Leggja til að sveitarfélög hætti að gefa trúfélögum lóðir Lagt er til að lög um Kristnisjóð falli brott í frumvarpi sem Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram. Aðrir þingmenn flokksins, sem og Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar og Andrés Ingi Jónsson standa einnig að málinu. Innlent 27. janúar 2021 10:41
Taldi hugmyndina fráleita en hitti svo Jón Ásgeir Einar Kárason rithöfundur hefur sent frá sér mikla bók, Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, en þar er farið yfir einstakan feril athafnamannsins sem lenti í fordæmalausum málaferlum í tengslum við viðskipti sín og rekstur. Innlent 27. janúar 2021 08:01
„Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt“ „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt. En gott og vel, það er bara partur af veruleikanum hér í þingsal og eitthvað sem við verðum að reyna að hafa skilning á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, þegar hún svaraði fyrirpurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, um bóluefni. Innlent 26. janúar 2021 18:18
Heilbrigðisráðherra býst við bóluefni Janssen fyrr en áður var talið Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir von á bóluefni Janssen fyrr en áður var talið. Þetta kom fram í máli Svandísar í umræðum um skýrslu sem hún flutti um öflun og dreifingu bóluefnis á Alþingi í dag. Innlent 26. janúar 2021 14:54
Vilja bíða með útgöngubann og skyldubólusetningu Velferðarnefnd Alþingis leggur til að heimild til setningar útgöngubanns og skyldubólusetningar á landamærunum verði felldar brott úr frumvarpi til breytinga á sóttvarnalögum. Innlent 26. janúar 2021 13:30
Heilbrigðisráðherra gefur þinginu skýrslu um bóluefni Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, mun flytja munnlega skýrslu um öflun og dreifingu bóluefnis á Alþingi í dag. Síðast flutti ráðherra sambærilega skýrslu áður en þingfundum var frestað fyrir jólafrí. Innlent 26. janúar 2021 10:57
Börn náttúrunnar Að vera staddur út á rúmsjó eða upp á hálendi einhvers staðar fær mig alltaf til að finna fyrir smæð minni og lotningu fyrir öflum og mikilfengleika náttúrunnar. Að hafa varið stóran hluta starfsævinnar við sjómennsku og fiskveiðar hefur kennt mér að virða náttúruöflin og umgangast þau í sátt og samlyndi. Skoðun 25. janúar 2021 17:01
Fjörutíu prósent ánægð með störf ríkisstjórnarinnar Tæplega fjörutíu prósent landsmanna segjast ánægð með störf ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir eðlilegt að stuðningur dali nú þegar betur efnaghagskrísan eftir faraldurinn sé farin að bíta. Innlent 25. janúar 2021 12:58