Torfbæir Íslendinga merk byggingarlist

Torfbæir Íslendinga og baðstofan eru kannski merkasta framlag norðurhjarans til heimsmenningarinnar, segir Hannes Lárusson myndlistarmaður í þættinum „Um land allt“. Sjálfur ólst hann upp í torfbæ skammt utan við Selfoss, að Austur-Meðalholtum í Flóa. Þar hefur hann opnað menningarsetrið „Íslenski bærinn“ þar sem þessum séríslenska byggingararfi eru gerð skil. Þvert á þá viðteknu hugmynd að torfbæir hafi verið fátækleg og vond hús segir Hannes að þeir hafi verið hlý og rúmgóð hýbýli, sem Íslendingar geti verið stoltir af.

11364
33:38

Vinsælt í flokknum Um land allt