Eldur kviknaði í tveimur bátum í Bolungarvíkurhöfn
Eldur kviknaði í tveimur bátum í Bolungarvíkurhöfn í dag. Annar bátanna, Einar Hálfdán, er ónýtur eftir brunann en utan í honum lá stálbáturinn Ragnar Þorsteinsson, en eldur barst einnig í hann, og útlit fyrir að tjón á honum sé einnig umtalsvert.