RAX Augnablik - Systkinin á Knarrarnesi

Í eyjunni Knarrarnesi á Mýrum bjuggu systkinin Guðríður Jóna, kölluð Stella, Erlendur, Eiríkur, og Guðmundur. Foreldrar þeirra töldu að svæðið yrði miðstöð skipasiglinga í framtíðinni og lögðu hart að systkinunum að flytja ekki burt úr eyjunni. Þau bjuggu á Knarrarnesi alla sína tíð þar til þau fluttust eitt af öðru á dvalarheimili. Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson var eitt sinn á ferð ásamt Árna Johnsen, sem þá var blaðamaður, og fór út í eyjuna og heyrði sögu systkinanna og myndaði lífið á Knarrarnesi.

18661
06:23

Vinsælt í flokknum RAX Augnablik