Nokkur hundruð lítrum af díselolíu stolið
Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausna í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóra fyrirtækisins hefur olíu fyrir rúmlega eina milljón króna verið stolið það sem af er ári, en hann segist telja sama hóp hafa verið að verki í nokkur skipti.