Ísland í dag - Það eru allir jafnir á sundfötunum
Íslendingar virðast elska góð æði. Allavega er hægt að nefna fjölmörg æði sem hafa gripið landann í gegnum tíðina. Fyrir nokkrum árum voru allir í crossfit, núna virðast allir vera hlaupandi. Annar hver maður á AirFryer, allir smökkuðu Dubai súkkulaðið og núna eru flestir duglegir að taka steinefni og sölt. Nýjasta æðið til að grípa þjóðina er að gusa sig vel og vandlega í fargufum sem hafa sprottið upp eins og gorkúlur víðast hvar. Tómas Arnar fékk að upplifa gusu ritúal ásamt helstu gusuðum Rjúkandi fargufu en einnig ræddi hann við Hafdísi Hrund Gísladóttur sem kom fyrst með fargufumenningi til landsins.