Myndbandaspilari er að hlaða.
Ofurparið Saga og Villi bjóða heim!
Flotta listaparið Saga Sigurðardóttir og Vilhelm Anton Jónsson eða Saga Sig og Villi naglbítur eins og þau eru oftast kölluð, buðu Völu Matt heim í íbúð þeirra í 101 þar sem þau hafa verið smám saman að gera íbúðina að sinni með því til dæmis að mála parketið á gólfinu. Og þau endurnýta falleg klassísk húsgögn og plöntur eru um alla íbúð sem Villi sér um að halda á lífi af einstakri alúð. Þau eru ótrúlega fjölhæf og þekkt fyrir tónlist, ljósmyndun, sjónvarpsþætti, kvikmyndir, leikstjórn og nú málaralist sem þau stunda af mikilli ástríðu á sameiginlegri vinnustofu. Vala fékk að skoða íbúðina og einnig ævintýralega vinnustofu þeirra.