Annað slysið á tveimur mánuðum

Ekið var á tvo unga drengi í Laugarneshverfi í dag, en fyrir um mánuði var keyrt á barn á sama stað og á sama tíma dags, um klukkan tvö síðdegis. Um er að ræða gangbraut á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar í Laugarneshverfinu. Annar drengjanna var á hjóli, en báðir sluppu þeir við mikla áverka. Sjónarvottur segir foreldra í hverfinu lengi hafa krafist úrbóta.

<span>77</span>
03:52

Vinsælt í flokknum Fréttir