Óskiljanlegt að ekki sé búið að kalla saman þjóðaröryggisráð
Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það óskiljanlegt með öllu að ekki sé búið að kalla saman þjóðaröryggisráð Íslands í ljósi drónaumferðar yfir flugvöllum í Danmörku. Síðast í gærkvöldi var tveimur drónum flogið yfir herflugvöll á Jótlandi.