Hringvegurinn í sundur við Jökulsá
Gífurlegt vatn er í Jökulsá í Lóni, austan við Höfn og fór vegurinn þar í sundur í morgun. Einn bíll var yfirgefinn í vatninu í morgun. Gunnlaugur Ólafsson tók meðfylgjandi myndbönd á vettvangi í morgun en hann segist aldrei hafa séð eins mikið vatn í ánni.