Innlent

Konan enn þungt haldin

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Talið er að eldurinn hafi kviknaði í stofu íbúðarinnar.
Talið er að eldurinn hafi kviknaði í stofu íbúðarinnar. Vísir/Bjarni Einarsson

Kona liggur enn þungt haldin eftir að eldur kviknaði í íbúð hennar við Vatnsholt í Reykjanesbæ á sunnudagskvöld. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir eldsupptök enn ekki liggja fyrir. Rannsókn lögreglu miði vel.

„Það er unnið að því að taka skýrslur af fólki sem býr í húsinu og útiloka aðra þætti. Þótt það séu ekki grunsemdir um neitt annað en bara til að útiloka alla möguleika,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði lögreglunnar á Suðurnesjum.

Eldur kviknaði í fjölbýlishúsi við Vatnsholt í Reykjanesbæ á sunnudagskvöld. Allir íbúar hússins nema áðurnefnd kona náðu að komast út úr húsinu þegar þau urðu vör við eldinn. Slökkviliðið bjargaði konunni úr íbúðinni en sjö hundar drápust þar sem þeir urðu eftir inni.

Sjá nánar: „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“

Ein kona var inni í íbúðinni þegar eldurinn kviknaði. Slökkviliðsmenn náðu konunni út en hún er enn talin vera í lífshættu. Henni er haldið sofandi á Landspítalanum.

Eldsupptök liggja ekki fyrir en unnið er að rannsókn málsins. Eldurinn virðist hafa kviknað í stofu íbúðarinnar að sögn Jóns Halldórs. 


Tengdar fréttir

Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjöl­býlis­húsi

Eldur kviknaði í fjölbýlishúsi við Vatnsholt í Reykjanesbæ í kvöld. Einn var í húsinu þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang og var fluttur með sjúkrabíl til Reykavíkur. Fimmtán aðrir íbúar komust út og er búið að slökkva eldinn. 

Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans

Sextán manns leituðu aðstoðar Rauða krossins í Reykjanesbæ í gærkvöldi vegna eldsvoðans í fjölbýlishúsi við Vatnsholt í bænum í nótt. Ein fjölskylda var aðstoðuð með gistingu vegna brunans.

Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni

Íbúa í fjölbýlishúsi við Vatnsholt í Reykjanesbæ er haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans eftir eldsvoða sem kom upp í íbúð í húsinu í gærkvöldi. Sjö hundar drápust í eldsvoðanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×