Innlent

Lög­reglan lýsir eftir Andra Snæ

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Andri Snær.
Andri Snær.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Andra Snæ Kristinssyni.

Andri er 35 ára en ekkert hefur spurst til hans frá því síðastliðinn þriðjudag, 20. janúar. 

Andri Snær er rauðhærður með skegg, um 180 cm á hæð og rúmlega 80 kg. Hann er talinn vera í ljósbláum strigaskóm, svörtum Adidas buxum með hvítum röndum á hliðinni og Zo-on úlpu líklega án loðkraga.

Þau sem vita um eða verða varir við Andra Snæ eru beðin að hringja strax í 112. Ábendingar má senda á netfangið 1809@lrh.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×