Kerfið hafi brugðist Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. janúar 2026 13:44 Magnús Þór og Inga Sæland. Samsett Mennta- og barnamálaráðherra vill sérstaklega líta til þeirra sem hætta í framhaldsskóla, meðal annars vegna erfiðleika með lesskilning. Hún vill koma saman öllum hagsmunaaðilum menntakerfisins saman á fund. Hún og formaður Kennarasambandsins horfa til finnsku leiðarinnar. Inga Sæland, mennta- og barnamálaráðherra, segir að kerfið hafi brugðist nemendum og kennurum skóla landsins. Hún tekur fram að umrædda kerfið, sem hún hefur áður vísað í, séu fyrrum ráðherrar og þeir sem hafa sett reglurnar um kerfið. „Með tilliti til þess að að meðaltali eru það um fjörutíu prósent barnanna okkar sem útskrifast hér með lélegan lesskilning eftir tíu ára grunnskólagöngu. Þau geta verið með tvö hundruð atkvæði á mínútu en lenda svo á vegg þegar þau fara í framhaldsskóla. Við erum með gífurlegt brottfall,“ segir Inga sem ræddi málin í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vert er að taka hér fram að samkvæmt svari Ásmundar Einars Daðasonar, þáverandi mennta- og barnamálaráðherra, við fyrirspurn árið 2022 mældist brotthvarf nýnema í framhaldsskólum 5,7 prósent skólaárið 2021-2022. Frá 2010 til 2022 mældist brotthvarfið hæst skólaárið 2014-15 (7,5 prósent) en lægst 2019-20 (4 prósent). Inga segir að hópurinn sem hverfi úr námi á framhaldsskólaárunum sé mikið áhyggjuefni bæði hennar og Magnúsar Þórs Jónssonar, formanni Kennarasambands Íslands, sem var einnig í Sprengisandi. „Við erum að glíma við vaxandi vanda í samfélaginu, félagslegan sem og líka hvað lýtur að fíknisjúkdómum barna og annað slíkt. Þannig að þetta er ábyrgð stjórnvalda, það er bara þannig. Það er kerfið, bara svo að það sé hafið yfir allan vafa. Kennarar vinna eftir þeim verkfærum sem þeim eru færð,“ segir hún. Inga kastaði sprengjum Inga tók við ráðherraembættinu í byrjun árs eftir að Guðmundur Ingi Kristinsson sagði af sér. Í kjölfar viðtala, áður en hún tók við embætti, tóku kennarar við að gagnrýna Ingu. Inga boðaði því Magnús á fund í janúar og sagðist hann hafa farið bjartari út af fundinum en inn á hann. „Inga auðvitað kastaði ákveðnum sprengjum, en við höfum hist síðan og ég held að við séum bara á ágætum tóni með það að vilja fara inn í ólík verkefni og velta við öllum steinum,“ segir Magnús. Stór verkefni séu framundan í skólakerfinu, þar á meðal að útkljá hvernig sé best að taka á móti nemendum af erlendum uppruna, sem að sögn Magnúsar eru um tuttugu prósent barna í skólakerfinu. „Þessi verkefni hafa pínulítið strandað á því, finnst okkur hjá Kennarasambandinu, að við höfum ekki farið heildstætt yfir það hvernig við ætlum að ná til lengri tíma,“ segir hann. Inga segir að hún þurfi að boða hagsmunaaðila menntakerfisins á fund yfir heila helgi til að ræða málin og samræma aðgerðir á milli skólastiga. „Þetta er risamál. Þegar er verið að tala um að hér hafi í rauninni verið að tala um að skipið hafi í rauninni verið á strand. Við Magnús ætlum að draga það á flot. Það er bara þannig.“ Aðgreindir skólar og finnski mátinn Magnús og Inga eru einnig sammála um að svokallaða finnska leiðin sé vænleg til árangurs. „Það er að engin börn eigi að dragast aftur úr. Það er skólans að aðlagast barninu en ekki öfugt. Það er til dæmis góður stuðningur inni í skólum, heildstæð nálgun, mjög mikil samvinna við foreldra, við samfélagið. Í rauninni er barnið miðpunkturinn. Þannig að nálgast einstaklinginn á hans forsendum í stað þess að okkur hætti til að vera með einstaklingana okkar í 26 til 30 manna bekkjum, talandi jafnvel tíu tungumál og enginn fær að njóta sín,“ segir Inga. Magnús minnist þess þegar hann var skólastjóri í Reykjavík og bjó til menntastefnu byggða á finnsku leiðinni undir heitinu Látum draumana rætast. „Það sem kom til dæmis í ljós hjá foreldrum var að sjálfsstyrking og félagsvitund væru þeir styrkleikar sem þau væru að kalla eftir hjá börnunum sínum. Vissulega læsi, fullt af hlutum en þessi tilfinning að tilheyra. Það er auðvitað það sem finnska leiðin hefur verið að horfa eftir,“ segir Magnús. Magnús og Inga sammælast einnig um skóla með aðgreiningu. Inga hefur áður tekið fram að slík aðgreining væri sérstaklega fyrir börn með erlendan uppruna sem kunna ekki íslensku. „Það er orðin neikvæð umræða um þetta. Þetta er skóli fyrir alla. Við viljum ekki flytja börn í önnur hverfi eða sveitarfélög. Þau eiga bara að fá þjónustu eða fá menntun í sínum heimaskóla, frá leikskóla í gegnum allt þetta. Þá verðum við einmitt að setjast yfir fjármögnunina,“ segir Magnús og bendir á að enn sé ekki komin fjármögnun fyrir þriggja ára kerfi framhaldsskólanna sem hefur verið við lýði í fleiri ár. Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Sjá meira
Inga Sæland, mennta- og barnamálaráðherra, segir að kerfið hafi brugðist nemendum og kennurum skóla landsins. Hún tekur fram að umrædda kerfið, sem hún hefur áður vísað í, séu fyrrum ráðherrar og þeir sem hafa sett reglurnar um kerfið. „Með tilliti til þess að að meðaltali eru það um fjörutíu prósent barnanna okkar sem útskrifast hér með lélegan lesskilning eftir tíu ára grunnskólagöngu. Þau geta verið með tvö hundruð atkvæði á mínútu en lenda svo á vegg þegar þau fara í framhaldsskóla. Við erum með gífurlegt brottfall,“ segir Inga sem ræddi málin í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vert er að taka hér fram að samkvæmt svari Ásmundar Einars Daðasonar, þáverandi mennta- og barnamálaráðherra, við fyrirspurn árið 2022 mældist brotthvarf nýnema í framhaldsskólum 5,7 prósent skólaárið 2021-2022. Frá 2010 til 2022 mældist brotthvarfið hæst skólaárið 2014-15 (7,5 prósent) en lægst 2019-20 (4 prósent). Inga segir að hópurinn sem hverfi úr námi á framhaldsskólaárunum sé mikið áhyggjuefni bæði hennar og Magnúsar Þórs Jónssonar, formanni Kennarasambands Íslands, sem var einnig í Sprengisandi. „Við erum að glíma við vaxandi vanda í samfélaginu, félagslegan sem og líka hvað lýtur að fíknisjúkdómum barna og annað slíkt. Þannig að þetta er ábyrgð stjórnvalda, það er bara þannig. Það er kerfið, bara svo að það sé hafið yfir allan vafa. Kennarar vinna eftir þeim verkfærum sem þeim eru færð,“ segir hún. Inga kastaði sprengjum Inga tók við ráðherraembættinu í byrjun árs eftir að Guðmundur Ingi Kristinsson sagði af sér. Í kjölfar viðtala, áður en hún tók við embætti, tóku kennarar við að gagnrýna Ingu. Inga boðaði því Magnús á fund í janúar og sagðist hann hafa farið bjartari út af fundinum en inn á hann. „Inga auðvitað kastaði ákveðnum sprengjum, en við höfum hist síðan og ég held að við séum bara á ágætum tóni með það að vilja fara inn í ólík verkefni og velta við öllum steinum,“ segir Magnús. Stór verkefni séu framundan í skólakerfinu, þar á meðal að útkljá hvernig sé best að taka á móti nemendum af erlendum uppruna, sem að sögn Magnúsar eru um tuttugu prósent barna í skólakerfinu. „Þessi verkefni hafa pínulítið strandað á því, finnst okkur hjá Kennarasambandinu, að við höfum ekki farið heildstætt yfir það hvernig við ætlum að ná til lengri tíma,“ segir hann. Inga segir að hún þurfi að boða hagsmunaaðila menntakerfisins á fund yfir heila helgi til að ræða málin og samræma aðgerðir á milli skólastiga. „Þetta er risamál. Þegar er verið að tala um að hér hafi í rauninni verið að tala um að skipið hafi í rauninni verið á strand. Við Magnús ætlum að draga það á flot. Það er bara þannig.“ Aðgreindir skólar og finnski mátinn Magnús og Inga eru einnig sammála um að svokallaða finnska leiðin sé vænleg til árangurs. „Það er að engin börn eigi að dragast aftur úr. Það er skólans að aðlagast barninu en ekki öfugt. Það er til dæmis góður stuðningur inni í skólum, heildstæð nálgun, mjög mikil samvinna við foreldra, við samfélagið. Í rauninni er barnið miðpunkturinn. Þannig að nálgast einstaklinginn á hans forsendum í stað þess að okkur hætti til að vera með einstaklingana okkar í 26 til 30 manna bekkjum, talandi jafnvel tíu tungumál og enginn fær að njóta sín,“ segir Inga. Magnús minnist þess þegar hann var skólastjóri í Reykjavík og bjó til menntastefnu byggða á finnsku leiðinni undir heitinu Látum draumana rætast. „Það sem kom til dæmis í ljós hjá foreldrum var að sjálfsstyrking og félagsvitund væru þeir styrkleikar sem þau væru að kalla eftir hjá börnunum sínum. Vissulega læsi, fullt af hlutum en þessi tilfinning að tilheyra. Það er auðvitað það sem finnska leiðin hefur verið að horfa eftir,“ segir Magnús. Magnús og Inga sammælast einnig um skóla með aðgreiningu. Inga hefur áður tekið fram að slík aðgreining væri sérstaklega fyrir börn með erlendan uppruna sem kunna ekki íslensku. „Það er orðin neikvæð umræða um þetta. Þetta er skóli fyrir alla. Við viljum ekki flytja börn í önnur hverfi eða sveitarfélög. Þau eiga bara að fá þjónustu eða fá menntun í sínum heimaskóla, frá leikskóla í gegnum allt þetta. Þá verðum við einmitt að setjast yfir fjármögnunina,“ segir Magnús og bendir á að enn sé ekki komin fjármögnun fyrir þriggja ára kerfi framhaldsskólanna sem hefur verið við lýði í fleiri ár.
Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Sjá meira