Innlent

Pall­borðið: Síðasta ein­vígið

Bjarki Sigurðsson skrifar
Heiða Björg Hilmisdóttir og Pétur Marteinsson mætast í Pallborðinu klukkan 13.
Heiða Björg Hilmisdóttir og Pétur Marteinsson mætast í Pallborðinu klukkan 13. Vísir

Klukkan 13 mætast Heiða Björg Hilmisdóttir og Pétur Marteinsson, sem bæði sækjast eftir oddvitasæti Samfylkingarinnar í borginni, í Pallborðinu á Vísi. Þetta er í síðasta sinn sem oddvitaframbjóðendurnir mætast fyrir prófkjörið sem fer fram á morgun.

Heiða tók sæti í borgarstjórn árið 2015 og svo við embætti borgarstjóra í febrúar 2025. Pétur hefur komið víða við á sínum starfsferli, var lengst af atvinnumaður í fótbolta en síðustu ár hefur hann komið að þróun uppbyggingarsvæða og rekið nokkur fyrirtæki. 

Hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Þá er fólk hvatt til að senda inn spurningar til frambjóðenda fyrir klukkan 12:45 á netfangið bjarkisig@syn.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×