Innlent

Þrjú er­lend her- og varð­skip í Reykja­vík

Samúel Karl Ólason skrifar
Tvö af skipunum þremur við bryggju í Reykjavík.
Tvö af skipunum þremur við bryggju í Reykjavík. Vísir/Bjarni

Þremur her- og varðskipum hefur verið siglt í höfn í Reykjavík í dag. Tvö skipanna eru frá Danmörku og það þriðja frá Frakklandi.

Eitt skipanna er danska varðskipið Thetis, en það hefur verið á svæðinu kringum Ísland um nokkurt skeið. Meðal annars hefur áhöfn þess æft með starfsmönnum Landhelgisgæslunnar.

Þá voru gerðar æfingar sem snerust meðal annars um viðbrögð við leka í lest Freyju. Einnig voru æfð viðbrögð við slysi og segir á vef LHG að æfingarnar hafi gengið mjög vel.

Danskir sjóliðar.Vísir/Bjarni

Þyrluáhöfn skipsins lenti fyrr í vikunni við skýli Landhelgisgæslu Íslands þar sem George Kr. Lárusson, forstjóri, heilsaði upp á þá.

Á Facebooksíðu LHG kemur fram að flugstjóri þyrlu Thetis sé íslenskur en sá hefur verið í danska flughernum í nokkur ár.

Danska freigátan HDMS Peter Willemoes kom einnig til hafnar í Reykjavík í dag.

Þriðja skipið er svo frönsk freigáta sem heitir Bretagne. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er skipið hér með leyfi íslenskra stjórnvalda og hefur frönskum skipum reglulega verið siglt til hafnar hér á landi á undanförnum áratugum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×