Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. janúar 2026 06:38 Hugmyndir Trump um yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi hafa mætt mikilli andstöðu bæði í Evrópu og heima fyrir. Menn bíða nú eftir því að sjá hvernig mál þróast í vikunni; hvort hann slær af eða heldur stefnu. Getty/Tom Brenner Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um Grænland á samfélagsmiðli sínum Truth Social í morgun, eftir óvenjulanga þögn. Evrópuleiðtogar réðu ráðum sínum í gær og munu funda áfram í vikunni um viðbrögð við hótunum Trump um viðbótartolla á átta Evrópuríki. Bandaríkjaforseti sagði í færslu sinni að Atlantshafsbandalagið hefði sagt Dönum í 20 ár að þeir þyrftu að „koma rússnesku ógninni frá Grænlandi“. Því miður hefðu Danir ekki getað gert nokkurn skapaðan hlut í málinu. „Nú er tíminn og þetta verður gert!!!“ segir Trump. New York Times segir ráðamenn í Evrópu enn hallast að því að reyna frekar að ná samningum við Trump en að grípa til hefndaraðgerða á borð við tolla. Þeir eru hins vegar einhuga í afstöðu sinni í málinu; framtíð Grænlands verði aðeins ákvörðuð af Grænlendingum og Dönum. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, og Mar Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sögðu öll frá því í gær að þau hefðu rætt við Trump í síma. Öll komu afstöðu Evrópuríkjanna á framfæri en ekkert þeirra greindi frá viðbrögðum Trump. Þá hefur Hvíta húsið ekki tjáð sig um samtölin. Hugmyndir Trump og samverkamanna hans um yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi eru afar óvinsælar heima fyrir og hafa verið harðlega gagnrýndar af bæði Demókrötum og nokkrum Repúblikönum á þinginu. Gera má ráð fyrir að frumvörp til að takmarka vald forsetans til aðgerða gegn Grænlandi verði til umræðu í vikunni. Bandaríkin Grænland Danmörk Donald Trump Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Bandaríkjaforseti sagði í færslu sinni að Atlantshafsbandalagið hefði sagt Dönum í 20 ár að þeir þyrftu að „koma rússnesku ógninni frá Grænlandi“. Því miður hefðu Danir ekki getað gert nokkurn skapaðan hlut í málinu. „Nú er tíminn og þetta verður gert!!!“ segir Trump. New York Times segir ráðamenn í Evrópu enn hallast að því að reyna frekar að ná samningum við Trump en að grípa til hefndaraðgerða á borð við tolla. Þeir eru hins vegar einhuga í afstöðu sinni í málinu; framtíð Grænlands verði aðeins ákvörðuð af Grænlendingum og Dönum. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, og Mar Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sögðu öll frá því í gær að þau hefðu rætt við Trump í síma. Öll komu afstöðu Evrópuríkjanna á framfæri en ekkert þeirra greindi frá viðbrögðum Trump. Þá hefur Hvíta húsið ekki tjáð sig um samtölin. Hugmyndir Trump og samverkamanna hans um yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi eru afar óvinsælar heima fyrir og hafa verið harðlega gagnrýndar af bæði Demókrötum og nokkrum Repúblikönum á þinginu. Gera má ráð fyrir að frumvörp til að takmarka vald forsetans til aðgerða gegn Grænlandi verði til umræðu í vikunni.
Bandaríkin Grænland Danmörk Donald Trump Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila