Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 19. janúar 2026 08:00 Eitt af mikilvægustu verkefnum íslensks samfélags er að tryggja að öll börn fái tækifæri til að stunda menntun og ná árangri í faglegu og öruggu umhverfi. Ég trúi því heilshugar að öll börn geti náð árangri í námi ef við gerum væntingar til þeirra og þau fá verkefni og stuðning við hæfi frá heimili og skóla. Á síðastliðnum árum hefur námsárangur íslenskra barna versnað í samanburði við fyrri árganga og önnur lönd í PISA mælingum. Á sama tíma hefur verið skortur á samræmdum könnunarprófum sem varpa reglulega ljósi á stöðu skólakerfisins. Þetta er alvarleg staða sem segir okkur að við erum ekki að ná ásættanlegum árangri í þessu lykilverkefni samfélagsins. Við þessar aðstæður hafa margir stígið inn í umræðuna með einfaldar lausnir á flóknum vandamálum sem þeir eru vissir um að bjargi íslenska menntakerfinu. „Ef við myndum bara kenna með þessum hætti, taka upp gömlu samræmdu prófin við lok grunnskóla eða nota aðra aðferð við lestrarkennslu þá væru engin vandamál. Umræðan um menntamál hefur samhliða þessu harðnað og færst í skotgrafir. Annars vegar er því haldið fram að allt sé í ólestri, hins vegar að enginn raunverulegur vandi sé til staðar. Hvorug afstaðan leiðir til lausna. Til að ná árangri verðum við að viðurkenna að vandi sé til staðar, án þess að ýkja vandann eða horfa fram hjá því sem vel er gert í íslensku menntakerfi. „Allar aðferðir virka einhvers staðar en engin aðferð virkar alls staðar“ Þessa góðu setningu heyrði ég í heimsókn allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í hollenska menntamálaráðuneytið og sat hún mjög eftir þegar ég hlustaði á sérfræðinga ráðuneytisins kynna menntakerfi Hollands. Hollenska kerfið er að mörgu leyti frábrugðið því íslenska. Skólar eru reknir af sjálfstæðum stjórnum og þar er lítil miðstýring. Megináhersla menntastefnu þeirra er á grunnfærni, að lesa, reikna og skrifa. Við lok grunnskóla, þegar nemendur eru 12 ára, taka þeir landspróf sem er notað til að flokka nemendur í ólíka skóla eftir getu og hvað kerfið telur líklegt að nemendur geti náð langt í námi. Þrátt fyrir hversu ólík kerfin eru milli landa þá eru Hollendingar að glíma við sömu vandamál og við. Námsárangur er að dragast saman, lesskilningur að minnka og kennaraskortur er að aukast. Það er því mikilvægt að mínu mati að við gerum okkur grein fyrir því að menntakerfið er samofið samfélaginu okkar og áskoranir kerfisins eru flóknar og kalla á víðtækari lausnir en að breyta einstakri kennsluaðferð. Sóknin framundan byggir á gögnum Til að færa umræðuna úr skotgröfum og yfir í uppbyggilega sókn er nauðsynlegt að byggja á skýrum og áreiðanlegum gögnum um stöðu menntakerfisins, frekar en upphrópunum eða einstökum sjónarmiðum. Alþingi samþykkti síðastliðið vor lög um Matsferil, samræmd könnunarpróf sem jafnframt eru öflug mælitæki í höndum kennara og verða lögð fyrir í öllum grunnskólum landsins. Markmiðið er að fá skýrari mynd af stöðu nemenda og framförum þeirra og skapa grundvöll fyrir markvissan stuðning og verkefni við hæfi. Samhliða þessu er verið að byggja upp stafrænt umhverfi fyrir kennara og starfsfólk skóla sem kallast Mín Miðstöð og mun halda utan um alla helstu þætti skólastarfsins í einu stafrænu viðmóti. Umhverfinu má líkja við Ísland.is fyrir skólasamfélagið og þar verður haldið utan um upplýsingar um nemendur í sameiginlegum gagnagrunni, auk námsefnis og námsmats þannig að upplýsingar fylgi barninu og enginn glatist á milli kerfa. Markmið þessa verkefnis er að fylgjast með stöðu skólakerfisins með reglubundnum og áreiðanlegum hætti, greina hvað gengur vel og hvar áskoranir liggja svo hægt sé að bregðast tímanlega við með stuðningi við nemendur og skóla. Með þessu skapast í fyrsta sinn í langan tíma raunverulegt tækifæri til að ræða íslenskt skólakerfi á grundvelli raungagna, styðja markvisst við skólaþróun, efla námsgagnagerð og tryggja að nemendur og kennarar hafi aðgang að þeim verkfærum sem nauðsynleg eru til að ná árangri. Sameinumst um markmiðin og gerum kröfu um árangur Við gerum þá kröfu til íslenska menntakerfisins að öll börn, óháð stöðu eða stétt, fái tækifæri til að ná árangri í öruggu og faglegu umhverfi. Til þess að ná því markmiði þurfa stjórnvöld að hlusta á fagfólkið og styðja við það með námsgögnum, námsmati og þeim stuðningi sem þarf til að mæta ólíkum þörfum nemenda. Við þurfum að trúa því að allir nemendur geti bætt árangur sinn og við eigum að gera þær kröfur á nemendur. Það á bæði við um nemendur sem skara fram úr og þurfa auknar áskoranir og þá nemendur sem þurfa aukinn stuðning. Foreldrar þurfa einnig að vera virkir þátttakendur í námi barna sinna enda berum við ábyrgð á þroska barnanna okkar og velferð. Við eigum að ætlast til þess að börnin okkar sinni náminu vel og við eigum að hjálpa þeim enda erum við í einstakri stöðu til að aðstoða þau með þá þætti sem þeim finnst erfitt að ná tökum á í skólanum. Að mennta börnin okkar er samstarfsverkefni þar sem engin ein aðferð virkar á alla og enginn einn aðili ber alla ábyrgðina. Ef við hins vegar tökum höndum saman og sköpum aðstæður þar sem nemendur fá verkefni og stuðning við hæfi þá munum við ná árangri í íslensku menntakerfi, árangri sem leggur grunn að bættri líðan og sterkara samfélagi til framtíðar. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Eitt af mikilvægustu verkefnum íslensks samfélags er að tryggja að öll börn fái tækifæri til að stunda menntun og ná árangri í faglegu og öruggu umhverfi. Ég trúi því heilshugar að öll börn geti náð árangri í námi ef við gerum væntingar til þeirra og þau fá verkefni og stuðning við hæfi frá heimili og skóla. Á síðastliðnum árum hefur námsárangur íslenskra barna versnað í samanburði við fyrri árganga og önnur lönd í PISA mælingum. Á sama tíma hefur verið skortur á samræmdum könnunarprófum sem varpa reglulega ljósi á stöðu skólakerfisins. Þetta er alvarleg staða sem segir okkur að við erum ekki að ná ásættanlegum árangri í þessu lykilverkefni samfélagsins. Við þessar aðstæður hafa margir stígið inn í umræðuna með einfaldar lausnir á flóknum vandamálum sem þeir eru vissir um að bjargi íslenska menntakerfinu. „Ef við myndum bara kenna með þessum hætti, taka upp gömlu samræmdu prófin við lok grunnskóla eða nota aðra aðferð við lestrarkennslu þá væru engin vandamál. Umræðan um menntamál hefur samhliða þessu harðnað og færst í skotgrafir. Annars vegar er því haldið fram að allt sé í ólestri, hins vegar að enginn raunverulegur vandi sé til staðar. Hvorug afstaðan leiðir til lausna. Til að ná árangri verðum við að viðurkenna að vandi sé til staðar, án þess að ýkja vandann eða horfa fram hjá því sem vel er gert í íslensku menntakerfi. „Allar aðferðir virka einhvers staðar en engin aðferð virkar alls staðar“ Þessa góðu setningu heyrði ég í heimsókn allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í hollenska menntamálaráðuneytið og sat hún mjög eftir þegar ég hlustaði á sérfræðinga ráðuneytisins kynna menntakerfi Hollands. Hollenska kerfið er að mörgu leyti frábrugðið því íslenska. Skólar eru reknir af sjálfstæðum stjórnum og þar er lítil miðstýring. Megináhersla menntastefnu þeirra er á grunnfærni, að lesa, reikna og skrifa. Við lok grunnskóla, þegar nemendur eru 12 ára, taka þeir landspróf sem er notað til að flokka nemendur í ólíka skóla eftir getu og hvað kerfið telur líklegt að nemendur geti náð langt í námi. Þrátt fyrir hversu ólík kerfin eru milli landa þá eru Hollendingar að glíma við sömu vandamál og við. Námsárangur er að dragast saman, lesskilningur að minnka og kennaraskortur er að aukast. Það er því mikilvægt að mínu mati að við gerum okkur grein fyrir því að menntakerfið er samofið samfélaginu okkar og áskoranir kerfisins eru flóknar og kalla á víðtækari lausnir en að breyta einstakri kennsluaðferð. Sóknin framundan byggir á gögnum Til að færa umræðuna úr skotgröfum og yfir í uppbyggilega sókn er nauðsynlegt að byggja á skýrum og áreiðanlegum gögnum um stöðu menntakerfisins, frekar en upphrópunum eða einstökum sjónarmiðum. Alþingi samþykkti síðastliðið vor lög um Matsferil, samræmd könnunarpróf sem jafnframt eru öflug mælitæki í höndum kennara og verða lögð fyrir í öllum grunnskólum landsins. Markmiðið er að fá skýrari mynd af stöðu nemenda og framförum þeirra og skapa grundvöll fyrir markvissan stuðning og verkefni við hæfi. Samhliða þessu er verið að byggja upp stafrænt umhverfi fyrir kennara og starfsfólk skóla sem kallast Mín Miðstöð og mun halda utan um alla helstu þætti skólastarfsins í einu stafrænu viðmóti. Umhverfinu má líkja við Ísland.is fyrir skólasamfélagið og þar verður haldið utan um upplýsingar um nemendur í sameiginlegum gagnagrunni, auk námsefnis og námsmats þannig að upplýsingar fylgi barninu og enginn glatist á milli kerfa. Markmið þessa verkefnis er að fylgjast með stöðu skólakerfisins með reglubundnum og áreiðanlegum hætti, greina hvað gengur vel og hvar áskoranir liggja svo hægt sé að bregðast tímanlega við með stuðningi við nemendur og skóla. Með þessu skapast í fyrsta sinn í langan tíma raunverulegt tækifæri til að ræða íslenskt skólakerfi á grundvelli raungagna, styðja markvisst við skólaþróun, efla námsgagnagerð og tryggja að nemendur og kennarar hafi aðgang að þeim verkfærum sem nauðsynleg eru til að ná árangri. Sameinumst um markmiðin og gerum kröfu um árangur Við gerum þá kröfu til íslenska menntakerfisins að öll börn, óháð stöðu eða stétt, fái tækifæri til að ná árangri í öruggu og faglegu umhverfi. Til þess að ná því markmiði þurfa stjórnvöld að hlusta á fagfólkið og styðja við það með námsgögnum, námsmati og þeim stuðningi sem þarf til að mæta ólíkum þörfum nemenda. Við þurfum að trúa því að allir nemendur geti bætt árangur sinn og við eigum að gera þær kröfur á nemendur. Það á bæði við um nemendur sem skara fram úr og þurfa auknar áskoranir og þá nemendur sem þurfa aukinn stuðning. Foreldrar þurfa einnig að vera virkir þátttakendur í námi barna sinna enda berum við ábyrgð á þroska barnanna okkar og velferð. Við eigum að ætlast til þess að börnin okkar sinni náminu vel og við eigum að hjálpa þeim enda erum við í einstakri stöðu til að aðstoða þau með þá þætti sem þeim finnst erfitt að ná tökum á í skólanum. Að mennta börnin okkar er samstarfsverkefni þar sem engin ein aðferð virkar á alla og enginn einn aðili ber alla ábyrgðina. Ef við hins vegar tökum höndum saman og sköpum aðstæður þar sem nemendur fá verkefni og stuðning við hæfi þá munum við ná árangri í íslensku menntakerfi, árangri sem leggur grunn að bættri líðan og sterkara samfélagi til framtíðar. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun