Innlent

Um­fangs­mikil lögregluaðgerð við Gler­ár­götu á Akur­eyri

Agnar Már Másson skrifar
Sjá mátti hið minnsta fjóra merkta lögreglu bíla og að minnsta kosti einn ómerktan á vettvangi á níunda tímanum í kvöld.
Sjá mátti hið minnsta fjóra merkta lögreglu bíla og að minnsta kosti einn ómerktan á vettvangi á níunda tímanum í kvöld. Aðsend

Lögreglan réðst í umfangsmikla aðgerð á Akureyri í kvöld þegar fjöldi lögreglumanna stöðvuðu og handtóku ökumann við Glerárgötu.

Ekki hefur náðst í lögregluna á Akureyri vegna málsins en aðgerðin átti sér stað á níunda tímanum í kvöld. 

Á myndefni sem Vísir fékk afhent mátti sjá hið minnsta fjóra merkta lögreglubíla og einn ómerktan á vettvangi. Sjónarvottur lýsir því að lögregla hafi dregið fólk úr bílnum. 

Veistu meira um málið? Þú getur sent okkur fréttaskot hér eða sent okkur skilaboð á ritstjorn@visir.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×