Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Jakob Bjarnar skrifar 14. janúar 2026 09:04 Tíu dagar til stefnu og bíða líklega fáir spenntari eftir því hvernig fer en formaðurinn sjálfur sem fylgist með á bak við tjöldin. Vísir/HjaltiFreyr Samfylkingin hefur samkvæmt síðustu alþingiskosningum og skoðanakönnunum verið stærsti flokkur Íslands á landsvísu. Eftir að Kristrún Frostadóttir formaður flokksins tók við stjórnartaumum virðist ekkert lát á vinsældunum hans. En hvað má ráða í komandi prófkjöri Samfylkingarinnar í borginni? Þar virðist ýmislegt rekast á annars horn. Vísir ræddi við ýmsa sérfræðinga sem þekkja vel til í íslenskri pólitík og ekki síst Samfylkingarinnar. Kristrún er nú af mörgum þeirra talin vilja byggja brú til hægri, sem svo gæti sagt sitt um ríkisstjórnarsamstarfið, og að framboð Péturs Marteinssonar, veitingamanns og fyrrverandi knattspyrnukappa, í oddvitasæti sé liður í þessu. En þar virðist allflókinn þankagangur búa að baki. Pétur Marteinsson veitingamaður sækist eftir fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí og býður sig þar með fram á móti Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra. Prófkjör flokksins fer fram 24. janúar en þar takast á tvær fylkingar: Eldri Samfylkingararmur sem Heiða fer fyrir, hér eftir kallaður „vinstri armur“ flokksins, og svo hin nýja Samfylking sem Kristrún boðar og hefur notið ómældra vinsælda íslenskra kjósenda. En um leið hefur sú stefna skapað talsverða reiði á vinstri væng stjórnmálanna og víst að þar eru menn að safna vopnum sínum. En þeir geta lítið sagt meðan skipstjórinn aflar atkvæða. Að Kristrún vilji nýtt blóð Óopinbert leyndarmál er að Kristrún, ásamt vinstri hendi sinni Ólafi Kjaran Árnasyni aðstoðarmanni sínum og þeirri hægri: Jóhanni Páli Jóhannssyni umhverfis- og orkumálaráðherra, hefur talið að breyta þurfi um forystu í borginni. Hún átti viðræður við Pétur áður en hann steig fram og tilkynnti framboð sitt. Kristrún játti því í Kryddsíld á gamlársdag að hafa rætt við Pétur en sagðist líka hafa rætt við Heiðu Björgu. Hún svaraði því ekki með beinum hætti hvaða skilaboð hún hefði sent borgarstjóranum á fundi þeirra. Heiða Björg neitar að láta völd sín af hendi, í það minnsta ekki þegjandi, og má telja tíðindum sæta að framboði sé teflt fram gegn sitjandi borgarstjóra. Þykir mörgum sérstaklega komið fram við traustan félagsmann til lengri tíma, ekki síst eftir að endurheimt forystuna í borginni á ný með sameiningu fimm flokka eftir að Einar Þorsteinsson sleit óvart meirihlutasamstarfinu eftir misheppnaðan gjörning. Síðan þá hefur Heiða leitt meirihluta sem til að byrja með var kenndur við Kryddpíurnar þó fjarað hafi undan því nafni. Skopmyndateiknarar fylgjast vel með og Halldór birti nýlega þessa mynd á Vísi. Hann segist hafa heyrt þá sögu af Pétri að eitt sinn hafi Eiður Smári farið út á lífið með John Terry og Frank Lampard í London. Eiður tók félaga sinn Pétur Marteinsson með. Var þar margt skrafað en Pétur vildi helst bara tala um borgarskipulagsmál. Nokkru síðar spiluðu Íslendingar landsleik við Englendinga og mættust þá félagarnir í leikmannaganginum. Terry og Lampard göptu af undrun þegar þeir sáu Pétur og kölluðu „Social-Pete!" Þeir höfðu þá enga hugmynd um að Pétur væri knattspyrnumaður.vísir/Halldór En þó að Heiða vinni slaginn við Pétur er ekki þar með sagt að hún verði borgarstjóri eftir kosningar. Kristrún og hennar ráðgjafar að reyna að reikna út hvað verður. Samkvæmt skoðanakönnunum er Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkurinn í Reykjavík, mælist með 31 prósenta fylgi en Samfylkingin 25,5 prósent. Í borginni er tveggja turna tal en ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið; allt snýst um hverjir vilja vinna með hverjum. Ýmislegt hefur gengið á í borginni undanfarin ár undir forystu Samfylkingarinnar. Þar hefur hún farið með völd í um þrjátíu ár með hléum. Flokkurinn hefur talað fyrir þéttingu byggðar, almenningssamgöngum sem hefur mælst misvel fyrir eftir hverfum borgarinnar og sumir kjósa að kalla aðför að einkabílnum. Hið svokallaða Braggamál má jafnframt nefna sem erfitt mál borgarinnar. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar komst að þeirri niðurstöðu að borgarstjórn hefði ekki haft nægt eftirlit til að tryggja að uppbygging bragga í Nauthólsvík færi fram innan marka samþykktra fjárheimilda. Og þegar Græna gímaldið birtist öllum að óvörum í Mjóddinni féll mönnum allur ketill í eld. Þá virðist engin lausn í sjónmáli á umtöluðum mönnunarvanda í leikskólavanda í borginni. Dagur grátt leikinn við umskiptin Mörgum þótti Kristrún leika Dag B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóra, grátt á sínum tíma þegar hann söðlaði um, hætti sem borgarstjóri og færði sig yfir í landsmálin. Hann er einn reyndasti stjórnmálamaður landsins en fékk ekki hlýjar móttökur og lítinn frama innan þingflokks Samfylkingarinnar. Þótti mörgum fram hjá honum gengið til að mynda þegar valinn var þingflokksformaður. Berlegast kom þetta í ljós þegar faðir Dags, Eggert Gunnarsson dýralæknir, stakk niður penna eftir umdeild einkaskilaboð Kristrúnar til Grafarvogsbúa nokkurs þar sem hún hafði sagt Dag aukaleikara. „Á móti þessu fólki er Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn þrátt fyrir gífurlega pólitíska reynslu, yfirburða þekkingu og síðast en ekki síst einstaka hæfileika til þess að vinna með fólki. Já, það er margt skrítið í …“ skrifaði Eggert við það tækifæri. Pétur hefur hins vegar talað um Dag sem yfirburðamann í pólitíkinni, líkti honum við Alex Fergusson, sigursælan knattspyrnustjóra Manchester United, og að það væri ekki einfalt mál að taka við af slíkum manni. Fyrst pabbinn og svo bróðirinn Kristrún fór nýlega í athyglisvert viðtal við Heimildina þar sem hún sagðist skynja spennu innan flokksins vegna borgarstjórnarmálefnanna. Hún hafnar því þó að flokkadrættir séu innan Samfylkingarinnar sem sé hugsuð sem breiðfylking. Það sem hins vegar gerði allt brjálað var það sem hún sagði um Miðflokkinn; að Samfylkingin og hann gætu náð saman um útlendingamálin. „Ég held að það liggi alveg fyrir. Það þarf ekki annað en að skoða þau mál sem eru að fara í gegnum þingið. Það sem ég hef hins vegar gert athugasemd við er eðli málflutningsins. Það er stundum verið að tengja saman þætti sem eru eðlisólíkir. Flóttamenn til dæmis eru ekki sami hópur og efnahagslegir innflytjendur. Það þarf að vera hægt að aðgreina þetta.“ Miðflokkurinn er hins vegar geislavirkur innan vinstri arms Samfylkingarinnar og bróðir Dags, Gauti B. Eggertsson hagfræðingur, var meðal þeirra sem stakk niður penna. Gauti, sem ekki er bara bróðir Dags heldur jafnframt helsti ráðgjafi, sagðist orðlaus en tók svo til óspilltra málanna; við að fordæma þessi orð Kristrúnar af miklum móð. Meint brúargerð Kristrúnar til hægri Allt þetta skiptir máli þegar reynt er að rýna í hvað er að gerast innan Samfylkingarinnar og þá borgarinnar. Fréttamaður Sýnar náði tali af Kristrúnu eftir ríkisstjórnarfund í gær og spurði hana almennt út í stöðuna í borginni. „Ég er mjög ánægð að við séum með virkt prófkjör. Það eru auðvitað kostir og gallar sem fylgja því að vera með svona flokksval. Stundum getur verið auðveldara að stilla bara upp en stundum getur það líka verið erfiðara. Þetta vekur auðvitað athygli bæði á okkar frambjóðendum, á flokknum, þetta knýr fólk í málefnalega umræðu,“ sagði Kristrún um stöðuna í Reykjavík. „Ég veit ekki betur en að þau hafi bara staðið sig vel í umræðum sín á milli og þetta styrkir flokkinn að mínu mati að við sjáum nýtt fólk líka koma inn og við sjáum þau sem eru fyrir á fleti taka umræðuna við þá sem eru að koma nýir og ferskir inn í flokkinn.“ Einn þaulvanur stjórnmálamaður á vinstri væng sagði í samtali við Vísi að hann teldi viðtal Kristrúnar við Heimildina ekki hafa hjálpað Pétri mikið. En allt hangir þetta saman. Það sem hins vegar fólk reynir að rýna í er að allt sem Kristrún gerir er „kalkúlerað“. Þessi sami álitsgjafi telur einsýnt að Kristrún sé með þessu að byggja brú til hægri. En það sé ekkert endilega samstarf með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, sem þykir nokkuð óútreiknanlegur, sem fyrir Kristrúnu vakir. Samstarf við Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Sjálfstæðisflokksins, myndi hins vegar ganga snurðulaust. Og ef til vill hangi það á spýtunni. Þetta megi svo sjá speglast í mögulegu samstarfi Péturs og Hildar Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni. Allt þetta eru möguleikar sem talið er að Kristrún líti til. Reynsluleysi Péturs setur strik í reikninginn Margvíslegir örðugleikar steðja að þeim sem í oddvitaslag standa og reynsluleysi Péturs á stjórnmálasviðinu gæti reynst honum erfitt. Yfirvofandi framboð hans var verst geymda leyndarmál landsins í upphafi árs en ómögulegt reyndist að ná í hann. Hann tilkynnti loks framboð sitt uppáklæddur í sjónvarpsviðtali við RÚV. Myndir af honum í viðtalinu höfðu verið birtar á samfélagsmiðlum áður en efni viðtalsins sjálft birtist í sjónvarpi allra landsmanna. Í viðtalinu við Ríkisútvarpið vafðist honum svo tunga um tönn og sagðist í framboði fyrir Sjálfst… Samfylkinguna og að framboð hans væri ekki til höfuðs Heiðu?! Veltu þá margir fyrir sér tengingu Péturs við Sjálfstæðisflokkinn þar sem var á árum áður á framboðslista. En Pétur virðist fljótur að læra og í Silfrinu á mánudagskvöld, þar sem þau Heiða mættust, var hann kominn á ról. Þá hefur Pétur opnað kosningaskrifstofu sína í næsta húsi við skrifstofu ungra jafnaðarmanna svo hæg eru heimatökin að opna samtal við yngri kjósendur flokksins. Ýmsar brekkur fyrir Heiðu Sagan segir að ákall um endurnýjun í borgarstjórn megi öðrum þræði rekja til framgöngu Heiðu. Af henni fer tvennum sögum úr Ráðhúsinu og ber starfsfólk henni þar misvel söguna. En hún þykir afar fær stjórnmálamaður. Um það vitnar til að mynda valdabarátta sem fram fór innan Samtaka íslenskra sveitarfélaga þar sem hún hafði betur gegn Rósu Guðbjartsdóttur þingmanni Sjálfstæðisflokksins, þá bæjarstjóri í Hafnarfirði, um formennskuna. En á móti kemur að ýmsar staðhæfingar hennar þykja skjóta skökku við, eins og sú að Pétur hafi verið lengur í stjórnmálum en hún. Heiða er að ljúka sínu fjórða kjörtímabili og því þriðja sem aðalmaður í borgarstjórn. Hún hefur verið formaður velferðarráðs í tvö kjörtímabil og nú borgarstjóri! Auk þess þykir rannsókn lögfræðinga borgarinnar á lögmæti framboðs Péturs vegna lóðahagsmuna í Skerjafirði ekki koma vel út fyrir Heiðu, þó hún þvertaki fyrir að hafa sigað lögmönnum sínum á Pétur. Þá má geta þess að ákall um breytingar á borgarstjórnarliði Samfylkingarinnar ganga ekki alveg upp þegar fyrir liggur að það verða veruleg umskipti. Af fimm fulltrúm hætta þrír. Dagur er eins og áður segir farinn í landsmálin, Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi hefur gefið það út að hann sé hættur, Sabine Leskopf hefur gefið það út að hún verði ekki í framboði og er reyndar hætt í flokknum og Guðný Maja Riba gefur ekki kost á sér. En hér er spurt um foringjann. Ómögulegt að spá fyrir um niðurstöðu Eitt af því sem erfitt reynist fyrir Heiðu að skauta fram hjá er að í nýlegri könnun Maskínu eru aðeins tvö prósent sem sjá hana fyrir sér sem næsta borgarstjóra. Þetta lýsir ekki miklum pólitískum þokka. Í Silfrinu lýsti hún því yfir að þetta væri mjög „skemmtileg“ könnun og margir nefndu ýmsa til sögunnar, en könnunin væri jafnframt afar skrítin? Eftir því sem Vísir kemst næst liggur niðurstaðan hvergi nærri ljós fyrir og stefnir í gríðarlega spennandi kosningar. Að baki Heiðu Bjargar er eiginmaður hennar Hrannar B. Arnarsson sem þykir ákaflega öflugur og þjálfaður kafbátur í kosningum. „Ég myndi ekki vanmeta þá vél sem þau hjón eru,“ sagði einn heimildamaður Vísis. Þetta snýst sem sagt ekki eingöngu um baráttu milli tveggja fylkinga innan Samfylkingarinnar, né heldur það hvort Kristrún sé búin að reikna út næstu skref fyrir flokkinn, heldur fer þetta einnig eftir því hvernig frambjóðendur orka á kjósendur í prófkjöri Samfylkingarinnar laugardaginn 24. þessa mánaðar eða eftir tíu daga. Fréttaskýringar Reykjavík Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Vísir ræddi við ýmsa sérfræðinga sem þekkja vel til í íslenskri pólitík og ekki síst Samfylkingarinnar. Kristrún er nú af mörgum þeirra talin vilja byggja brú til hægri, sem svo gæti sagt sitt um ríkisstjórnarsamstarfið, og að framboð Péturs Marteinssonar, veitingamanns og fyrrverandi knattspyrnukappa, í oddvitasæti sé liður í þessu. En þar virðist allflókinn þankagangur búa að baki. Pétur Marteinsson veitingamaður sækist eftir fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí og býður sig þar með fram á móti Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra. Prófkjör flokksins fer fram 24. janúar en þar takast á tvær fylkingar: Eldri Samfylkingararmur sem Heiða fer fyrir, hér eftir kallaður „vinstri armur“ flokksins, og svo hin nýja Samfylking sem Kristrún boðar og hefur notið ómældra vinsælda íslenskra kjósenda. En um leið hefur sú stefna skapað talsverða reiði á vinstri væng stjórnmálanna og víst að þar eru menn að safna vopnum sínum. En þeir geta lítið sagt meðan skipstjórinn aflar atkvæða. Að Kristrún vilji nýtt blóð Óopinbert leyndarmál er að Kristrún, ásamt vinstri hendi sinni Ólafi Kjaran Árnasyni aðstoðarmanni sínum og þeirri hægri: Jóhanni Páli Jóhannssyni umhverfis- og orkumálaráðherra, hefur talið að breyta þurfi um forystu í borginni. Hún átti viðræður við Pétur áður en hann steig fram og tilkynnti framboð sitt. Kristrún játti því í Kryddsíld á gamlársdag að hafa rætt við Pétur en sagðist líka hafa rætt við Heiðu Björgu. Hún svaraði því ekki með beinum hætti hvaða skilaboð hún hefði sent borgarstjóranum á fundi þeirra. Heiða Björg neitar að láta völd sín af hendi, í það minnsta ekki þegjandi, og má telja tíðindum sæta að framboði sé teflt fram gegn sitjandi borgarstjóra. Þykir mörgum sérstaklega komið fram við traustan félagsmann til lengri tíma, ekki síst eftir að endurheimt forystuna í borginni á ný með sameiningu fimm flokka eftir að Einar Þorsteinsson sleit óvart meirihlutasamstarfinu eftir misheppnaðan gjörning. Síðan þá hefur Heiða leitt meirihluta sem til að byrja með var kenndur við Kryddpíurnar þó fjarað hafi undan því nafni. Skopmyndateiknarar fylgjast vel með og Halldór birti nýlega þessa mynd á Vísi. Hann segist hafa heyrt þá sögu af Pétri að eitt sinn hafi Eiður Smári farið út á lífið með John Terry og Frank Lampard í London. Eiður tók félaga sinn Pétur Marteinsson með. Var þar margt skrafað en Pétur vildi helst bara tala um borgarskipulagsmál. Nokkru síðar spiluðu Íslendingar landsleik við Englendinga og mættust þá félagarnir í leikmannaganginum. Terry og Lampard göptu af undrun þegar þeir sáu Pétur og kölluðu „Social-Pete!" Þeir höfðu þá enga hugmynd um að Pétur væri knattspyrnumaður.vísir/Halldór En þó að Heiða vinni slaginn við Pétur er ekki þar með sagt að hún verði borgarstjóri eftir kosningar. Kristrún og hennar ráðgjafar að reyna að reikna út hvað verður. Samkvæmt skoðanakönnunum er Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkurinn í Reykjavík, mælist með 31 prósenta fylgi en Samfylkingin 25,5 prósent. Í borginni er tveggja turna tal en ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið; allt snýst um hverjir vilja vinna með hverjum. Ýmislegt hefur gengið á í borginni undanfarin ár undir forystu Samfylkingarinnar. Þar hefur hún farið með völd í um þrjátíu ár með hléum. Flokkurinn hefur talað fyrir þéttingu byggðar, almenningssamgöngum sem hefur mælst misvel fyrir eftir hverfum borgarinnar og sumir kjósa að kalla aðför að einkabílnum. Hið svokallaða Braggamál má jafnframt nefna sem erfitt mál borgarinnar. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar komst að þeirri niðurstöðu að borgarstjórn hefði ekki haft nægt eftirlit til að tryggja að uppbygging bragga í Nauthólsvík færi fram innan marka samþykktra fjárheimilda. Og þegar Græna gímaldið birtist öllum að óvörum í Mjóddinni féll mönnum allur ketill í eld. Þá virðist engin lausn í sjónmáli á umtöluðum mönnunarvanda í leikskólavanda í borginni. Dagur grátt leikinn við umskiptin Mörgum þótti Kristrún leika Dag B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóra, grátt á sínum tíma þegar hann söðlaði um, hætti sem borgarstjóri og færði sig yfir í landsmálin. Hann er einn reyndasti stjórnmálamaður landsins en fékk ekki hlýjar móttökur og lítinn frama innan þingflokks Samfylkingarinnar. Þótti mörgum fram hjá honum gengið til að mynda þegar valinn var þingflokksformaður. Berlegast kom þetta í ljós þegar faðir Dags, Eggert Gunnarsson dýralæknir, stakk niður penna eftir umdeild einkaskilaboð Kristrúnar til Grafarvogsbúa nokkurs þar sem hún hafði sagt Dag aukaleikara. „Á móti þessu fólki er Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn þrátt fyrir gífurlega pólitíska reynslu, yfirburða þekkingu og síðast en ekki síst einstaka hæfileika til þess að vinna með fólki. Já, það er margt skrítið í …“ skrifaði Eggert við það tækifæri. Pétur hefur hins vegar talað um Dag sem yfirburðamann í pólitíkinni, líkti honum við Alex Fergusson, sigursælan knattspyrnustjóra Manchester United, og að það væri ekki einfalt mál að taka við af slíkum manni. Fyrst pabbinn og svo bróðirinn Kristrún fór nýlega í athyglisvert viðtal við Heimildina þar sem hún sagðist skynja spennu innan flokksins vegna borgarstjórnarmálefnanna. Hún hafnar því þó að flokkadrættir séu innan Samfylkingarinnar sem sé hugsuð sem breiðfylking. Það sem hins vegar gerði allt brjálað var það sem hún sagði um Miðflokkinn; að Samfylkingin og hann gætu náð saman um útlendingamálin. „Ég held að það liggi alveg fyrir. Það þarf ekki annað en að skoða þau mál sem eru að fara í gegnum þingið. Það sem ég hef hins vegar gert athugasemd við er eðli málflutningsins. Það er stundum verið að tengja saman þætti sem eru eðlisólíkir. Flóttamenn til dæmis eru ekki sami hópur og efnahagslegir innflytjendur. Það þarf að vera hægt að aðgreina þetta.“ Miðflokkurinn er hins vegar geislavirkur innan vinstri arms Samfylkingarinnar og bróðir Dags, Gauti B. Eggertsson hagfræðingur, var meðal þeirra sem stakk niður penna. Gauti, sem ekki er bara bróðir Dags heldur jafnframt helsti ráðgjafi, sagðist orðlaus en tók svo til óspilltra málanna; við að fordæma þessi orð Kristrúnar af miklum móð. Meint brúargerð Kristrúnar til hægri Allt þetta skiptir máli þegar reynt er að rýna í hvað er að gerast innan Samfylkingarinnar og þá borgarinnar. Fréttamaður Sýnar náði tali af Kristrúnu eftir ríkisstjórnarfund í gær og spurði hana almennt út í stöðuna í borginni. „Ég er mjög ánægð að við séum með virkt prófkjör. Það eru auðvitað kostir og gallar sem fylgja því að vera með svona flokksval. Stundum getur verið auðveldara að stilla bara upp en stundum getur það líka verið erfiðara. Þetta vekur auðvitað athygli bæði á okkar frambjóðendum, á flokknum, þetta knýr fólk í málefnalega umræðu,“ sagði Kristrún um stöðuna í Reykjavík. „Ég veit ekki betur en að þau hafi bara staðið sig vel í umræðum sín á milli og þetta styrkir flokkinn að mínu mati að við sjáum nýtt fólk líka koma inn og við sjáum þau sem eru fyrir á fleti taka umræðuna við þá sem eru að koma nýir og ferskir inn í flokkinn.“ Einn þaulvanur stjórnmálamaður á vinstri væng sagði í samtali við Vísi að hann teldi viðtal Kristrúnar við Heimildina ekki hafa hjálpað Pétri mikið. En allt hangir þetta saman. Það sem hins vegar fólk reynir að rýna í er að allt sem Kristrún gerir er „kalkúlerað“. Þessi sami álitsgjafi telur einsýnt að Kristrún sé með þessu að byggja brú til hægri. En það sé ekkert endilega samstarf með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, sem þykir nokkuð óútreiknanlegur, sem fyrir Kristrúnu vakir. Samstarf við Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Sjálfstæðisflokksins, myndi hins vegar ganga snurðulaust. Og ef til vill hangi það á spýtunni. Þetta megi svo sjá speglast í mögulegu samstarfi Péturs og Hildar Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni. Allt þetta eru möguleikar sem talið er að Kristrún líti til. Reynsluleysi Péturs setur strik í reikninginn Margvíslegir örðugleikar steðja að þeim sem í oddvitaslag standa og reynsluleysi Péturs á stjórnmálasviðinu gæti reynst honum erfitt. Yfirvofandi framboð hans var verst geymda leyndarmál landsins í upphafi árs en ómögulegt reyndist að ná í hann. Hann tilkynnti loks framboð sitt uppáklæddur í sjónvarpsviðtali við RÚV. Myndir af honum í viðtalinu höfðu verið birtar á samfélagsmiðlum áður en efni viðtalsins sjálft birtist í sjónvarpi allra landsmanna. Í viðtalinu við Ríkisútvarpið vafðist honum svo tunga um tönn og sagðist í framboði fyrir Sjálfst… Samfylkinguna og að framboð hans væri ekki til höfuðs Heiðu?! Veltu þá margir fyrir sér tengingu Péturs við Sjálfstæðisflokkinn þar sem var á árum áður á framboðslista. En Pétur virðist fljótur að læra og í Silfrinu á mánudagskvöld, þar sem þau Heiða mættust, var hann kominn á ról. Þá hefur Pétur opnað kosningaskrifstofu sína í næsta húsi við skrifstofu ungra jafnaðarmanna svo hæg eru heimatökin að opna samtal við yngri kjósendur flokksins. Ýmsar brekkur fyrir Heiðu Sagan segir að ákall um endurnýjun í borgarstjórn megi öðrum þræði rekja til framgöngu Heiðu. Af henni fer tvennum sögum úr Ráðhúsinu og ber starfsfólk henni þar misvel söguna. En hún þykir afar fær stjórnmálamaður. Um það vitnar til að mynda valdabarátta sem fram fór innan Samtaka íslenskra sveitarfélaga þar sem hún hafði betur gegn Rósu Guðbjartsdóttur þingmanni Sjálfstæðisflokksins, þá bæjarstjóri í Hafnarfirði, um formennskuna. En á móti kemur að ýmsar staðhæfingar hennar þykja skjóta skökku við, eins og sú að Pétur hafi verið lengur í stjórnmálum en hún. Heiða er að ljúka sínu fjórða kjörtímabili og því þriðja sem aðalmaður í borgarstjórn. Hún hefur verið formaður velferðarráðs í tvö kjörtímabil og nú borgarstjóri! Auk þess þykir rannsókn lögfræðinga borgarinnar á lögmæti framboðs Péturs vegna lóðahagsmuna í Skerjafirði ekki koma vel út fyrir Heiðu, þó hún þvertaki fyrir að hafa sigað lögmönnum sínum á Pétur. Þá má geta þess að ákall um breytingar á borgarstjórnarliði Samfylkingarinnar ganga ekki alveg upp þegar fyrir liggur að það verða veruleg umskipti. Af fimm fulltrúm hætta þrír. Dagur er eins og áður segir farinn í landsmálin, Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi hefur gefið það út að hann sé hættur, Sabine Leskopf hefur gefið það út að hún verði ekki í framboði og er reyndar hætt í flokknum og Guðný Maja Riba gefur ekki kost á sér. En hér er spurt um foringjann. Ómögulegt að spá fyrir um niðurstöðu Eitt af því sem erfitt reynist fyrir Heiðu að skauta fram hjá er að í nýlegri könnun Maskínu eru aðeins tvö prósent sem sjá hana fyrir sér sem næsta borgarstjóra. Þetta lýsir ekki miklum pólitískum þokka. Í Silfrinu lýsti hún því yfir að þetta væri mjög „skemmtileg“ könnun og margir nefndu ýmsa til sögunnar, en könnunin væri jafnframt afar skrítin? Eftir því sem Vísir kemst næst liggur niðurstaðan hvergi nærri ljós fyrir og stefnir í gríðarlega spennandi kosningar. Að baki Heiðu Bjargar er eiginmaður hennar Hrannar B. Arnarsson sem þykir ákaflega öflugur og þjálfaður kafbátur í kosningum. „Ég myndi ekki vanmeta þá vél sem þau hjón eru,“ sagði einn heimildamaður Vísis. Þetta snýst sem sagt ekki eingöngu um baráttu milli tveggja fylkinga innan Samfylkingarinnar, né heldur það hvort Kristrún sé búin að reikna út næstu skref fyrir flokkinn, heldur fer þetta einnig eftir því hvernig frambjóðendur orka á kjósendur í prófkjöri Samfylkingarinnar laugardaginn 24. þessa mánaðar eða eftir tíu daga.
Fréttaskýringar Reykjavík Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira