Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar 9. janúar 2026 09:01 Það er ljóst að breytingar í leikskólakerfinu eru óumflýjanlegar. En áður en rætt er um gjaldskrár, opnunartíma eða skipulagsbreytingar þurfum við að staldra við og spyrja okkur: Hvert erum við eiginlega að stefna sem samfélag? Ef nútímasamfélag á að þýða að við gleymum grunnþörfum barna, þá er það samfélag á rangri leið. Í umræðunni um leikskólamál er sífellt vísað í hugmyndir um „nútímasamfélag“ og „jafnrétti“. En ef þetta á að vera nútíminn – samfélag þar sem grunnþarfir barna eru settar til hliðar – þá erum við ekki að þróast áfram, heldur aftur á bak. Það er óásættanlegt að slagorð séu látin ganga framar velferð þeirra sem minnst geta varið sig. Þarfir barna eru ekki samningsatriði. Þau þurfa öryggi, ró og fullorðna sem hafa tíma til að sinna þeim. Í dag er það einfaldlega ekki hægt. Deildir eru undirmannaðar, álagið er mikið -Þetta er ekki faglegt umhverfi – þetta er neyðarástand. Samt er talað um jafnrétti eins og það réttlæti allt. En hvar er jafnréttið fyrir börnin? Fyrir starfsfólkið sem brennur út? Það er hræsni að tala um jafnrétti á meðan kerfið sjálft stendur og fellur á því að börn séu látin aðlagast aðstæðum sem eru þeim ekki til heilla. Ef við viljum raunverulegar lausnir, þá verðum við að byrja á því sem skiptir mestu máli: að lengja fæðingarorlof. Það myndi bæði minnka álag á leikskólakerfið og tryggja að börn fái þann tíma með foreldrum sínum sem þau raunverulega þurfa á fyrstu og viðkvæmustu árum lífsins. Að minnka daglega vistun barna í leikskóla niður væri líka skref í rétta átt. Það myndi bæta líðan barna, létta á starfsfólki og færa kerfið nær því sem raunhæft og heilbrigt er. Það er ekki hægt að tala um nútímasamfélag eða jafnrétti á meðan við gleymum þeim sem þurfa mest á okkur að halda. Ef við ætlum að byggja upp heilbrigt leikskólakerfi, þá verðum við að hætta að fegra stöðuna og byrja að laga hana. Höfundur er deildarstjóri í leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ljóst að breytingar í leikskólakerfinu eru óumflýjanlegar. En áður en rætt er um gjaldskrár, opnunartíma eða skipulagsbreytingar þurfum við að staldra við og spyrja okkur: Hvert erum við eiginlega að stefna sem samfélag? Ef nútímasamfélag á að þýða að við gleymum grunnþörfum barna, þá er það samfélag á rangri leið. Í umræðunni um leikskólamál er sífellt vísað í hugmyndir um „nútímasamfélag“ og „jafnrétti“. En ef þetta á að vera nútíminn – samfélag þar sem grunnþarfir barna eru settar til hliðar – þá erum við ekki að þróast áfram, heldur aftur á bak. Það er óásættanlegt að slagorð séu látin ganga framar velferð þeirra sem minnst geta varið sig. Þarfir barna eru ekki samningsatriði. Þau þurfa öryggi, ró og fullorðna sem hafa tíma til að sinna þeim. Í dag er það einfaldlega ekki hægt. Deildir eru undirmannaðar, álagið er mikið -Þetta er ekki faglegt umhverfi – þetta er neyðarástand. Samt er talað um jafnrétti eins og það réttlæti allt. En hvar er jafnréttið fyrir börnin? Fyrir starfsfólkið sem brennur út? Það er hræsni að tala um jafnrétti á meðan kerfið sjálft stendur og fellur á því að börn séu látin aðlagast aðstæðum sem eru þeim ekki til heilla. Ef við viljum raunverulegar lausnir, þá verðum við að byrja á því sem skiptir mestu máli: að lengja fæðingarorlof. Það myndi bæði minnka álag á leikskólakerfið og tryggja að börn fái þann tíma með foreldrum sínum sem þau raunverulega þurfa á fyrstu og viðkvæmustu árum lífsins. Að minnka daglega vistun barna í leikskóla niður væri líka skref í rétta átt. Það myndi bæta líðan barna, létta á starfsfólki og færa kerfið nær því sem raunhæft og heilbrigt er. Það er ekki hægt að tala um nútímasamfélag eða jafnrétti á meðan við gleymum þeim sem þurfa mest á okkur að halda. Ef við ætlum að byggja upp heilbrigt leikskólakerfi, þá verðum við að hætta að fegra stöðuna og byrja að laga hana. Höfundur er deildarstjóri í leikskóla.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun