Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. desember 2025 21:01 Kristrún Frostadóttir hefur verið forsætisráðherra í eitt ár og nokkra daga. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir ekki ganga til lengdar að ein og sama manneskjan gegni mörgum ráðherraembættum í einu. Ríkisráð fundaði í dag en leiðtogar stjórnarflokkanna segjast mjög sáttir við sitt fyrsta ár í ríkisstjórn. Aðeins níu ráðherrar af ellefu mættu til áramótafundar ríkisráðs í forföllum tveggja ráðherra Flokks fólksins. Inga Sæland sagði í gær að ekkert hafi verið ákveðið um mannabreytingar í ríkisstjórn og svo varð heldur ekki í dag, og hún því enn þrefaldur ráðherra. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki ásættanlegt til lengri tíma að sami einstaklingurinn gegni mörgum veigamiklum ráðherraembættum á sama tíma. „Ekki til lengri tíma en þetta er skammur tími núna. Við erum í þeirri stöðu að innviðaráðherra er að vera viðstaddur fæðingu barns síns, ætlar að vera í burtu í örfáar vikur og kemur svo til baka seinni hlutann í janúar. Síðan erum við bara því miður í þeirri stöðu að einn ráðherra þurfti að bregða sér frá vegna veikinda,“ segir Kristrún. Von sé á að Eyjólfur Ármannsson snúi aftur til starfa að fullu um mánaðamótin janúar, febrúar og bilið þar til þá verði brúað. „En ég auðvitað veit ekki nákvæmlega stöðuna á mennta- og barnamálaráðherra. Hann er tiltölulega nýútskrifaður af sjúkrahúsi og svo þurfum við bara að taka stöðuna núna á næstu dögum,“ svarar Kristrún, spurð hve lengi hún geri ráð fyrir að staðan verði þessi. Ríkisráð kom saman á áramótafundi á Bessastöðum í dag.Vísir/Vilhelm Hugsjónin blómstri og verkin tali Nú er liðið eitt ár og nokkrir dagar síðan ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins tók við völdum, en leiðtogar stjórnarflokkanna segjast allar ánægðar með hvernig til tókst á þessu fyrsta ári í ríkisstjórn. „Ég held að fólkið okkar muni bara sannarlega sjá það að við munum standa við okkar fyrirheit. Hugsjónin okkar heldur áfram að blómstra og verkin okkar halda áfram að tala,“ segir Inga Sæland. Inga Sæland var hress á Bessastöðum í dag.Vísir/Vilhelm „Það eru gríðarstór skref sem hafa verið tekin á þessu ári. Við erum búin að fara úr stöðnun yfir í bjartari framtíð, og ríkisstjórn sem er óhrædd að taka ákvarðanir þó að þær kunni að vera óvinsælar þá er framtíðin mjög björt,“ segir Þorgerður. „Við höfum náð að klára heilmikið sem var í stjórnarsáttmálanum á sviði velferðarmála, húsnæðismála og fleiri krítíska þætti sem snúa að ríkisfjármálunum þannig að þetta er gott fyrsta ár,“ segir Kristrún. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er sátt við sitt eftir ár í embætti utanríkisráðherra.Vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Forseti Íslands Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Halla Tómasdóttir Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Aðeins níu ráðherrar af ellefu mættu til áramótafundar ríkisráðs í forföllum tveggja ráðherra Flokks fólksins. Inga Sæland sagði í gær að ekkert hafi verið ákveðið um mannabreytingar í ríkisstjórn og svo varð heldur ekki í dag, og hún því enn þrefaldur ráðherra. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki ásættanlegt til lengri tíma að sami einstaklingurinn gegni mörgum veigamiklum ráðherraembættum á sama tíma. „Ekki til lengri tíma en þetta er skammur tími núna. Við erum í þeirri stöðu að innviðaráðherra er að vera viðstaddur fæðingu barns síns, ætlar að vera í burtu í örfáar vikur og kemur svo til baka seinni hlutann í janúar. Síðan erum við bara því miður í þeirri stöðu að einn ráðherra þurfti að bregða sér frá vegna veikinda,“ segir Kristrún. Von sé á að Eyjólfur Ármannsson snúi aftur til starfa að fullu um mánaðamótin janúar, febrúar og bilið þar til þá verði brúað. „En ég auðvitað veit ekki nákvæmlega stöðuna á mennta- og barnamálaráðherra. Hann er tiltölulega nýútskrifaður af sjúkrahúsi og svo þurfum við bara að taka stöðuna núna á næstu dögum,“ svarar Kristrún, spurð hve lengi hún geri ráð fyrir að staðan verði þessi. Ríkisráð kom saman á áramótafundi á Bessastöðum í dag.Vísir/Vilhelm Hugsjónin blómstri og verkin tali Nú er liðið eitt ár og nokkrir dagar síðan ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins tók við völdum, en leiðtogar stjórnarflokkanna segjast allar ánægðar með hvernig til tókst á þessu fyrsta ári í ríkisstjórn. „Ég held að fólkið okkar muni bara sannarlega sjá það að við munum standa við okkar fyrirheit. Hugsjónin okkar heldur áfram að blómstra og verkin okkar halda áfram að tala,“ segir Inga Sæland. Inga Sæland var hress á Bessastöðum í dag.Vísir/Vilhelm „Það eru gríðarstór skref sem hafa verið tekin á þessu ári. Við erum búin að fara úr stöðnun yfir í bjartari framtíð, og ríkisstjórn sem er óhrædd að taka ákvarðanir þó að þær kunni að vera óvinsælar þá er framtíðin mjög björt,“ segir Þorgerður. „Við höfum náð að klára heilmikið sem var í stjórnarsáttmálanum á sviði velferðarmála, húsnæðismála og fleiri krítíska þætti sem snúa að ríkisfjármálunum þannig að þetta er gott fyrsta ár,“ segir Kristrún. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er sátt við sitt eftir ár í embætti utanríkisráðherra.Vísir/Vilhelm
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Forseti Íslands Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Halla Tómasdóttir Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira