Innlent

Kol­brúnu Berg­þórs sagt upp á Mogganum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Kolbrún Bergþórsdóttir hefur starfað hjá Morgunblaðinu undanfarin ár.
Kolbrún Bergþórsdóttir hefur starfað hjá Morgunblaðinu undanfarin ár. Vísir/Lýður Valberg

Kolbrúnu Bergþórsdóttur blaðamanni, gagnrýnanda og pistlahöfundi hefur verið sagt upp störfum hjá Morgunblaðinu. Hún staðfestir þetta í samtali við Vísi.

Áður hefur verið greint frá því að Víði Sigurðssyni fréttastjóra íþróttadeildar Morgunblaðsins og mbl.is hafi verið sagt upp störfum hjá Árvakri útgáfufélagi blaðsins. Vísir hefur ekki náð tali af stjórnendum vegna málsins. 

Kolbrún hefur starfað á miðlinum síðan í janúar 2023 og skrifað pistla í blaðið og greinar í sunnudagsblað Moggans. Kolbrún hefur starfað við blaðamennsku í meira en 25 ár, starfað á Fréttablaðinu, Morgunblaðinu áður og DV svo fátt eitt sé nefnt. Þá þekkja landsmenn hana vel af skjánum þar sem hún hefur verið fastagestur í bókmenntaþættinum Kiljunni um árabil.

Kolbrún er einn þekktasti pistlahöfundur landsins og vekja pistlar hennar gjarnan landsathygli. Þannig hafa nýlegir pistlar hennar um Sjálfstæðisflokkinn sem dæmi vakið gríðarlega athygli og sagði Kolbrún við Vísi í apríl að hún væri vön því að standa á sínu á ritstjórnargólfi Morgunblaðsins.


Tengdar fréttir

„Auðvitað lét ég hann heyra það“

Andrés Magnússon fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins vildi eiga orð við Kolbrúnu Bergþórsdóttur, gagnrýnanda hjá RÚV, blaðamann og pistlahöfund þess sama blaðs en þar fór hann í geitarhús að leita ullar.

Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn

„Þetta er dálítið eins og með vinstrimennina sem gátu aldrei komið sér saman um nokkurn hlut,“ segir Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður og samfélagsrýnir um þá stöðu sem komin er upp innan Sjálfstæðisflokksins.

Kolbrún Bergþórs snýr aftur á Moggann

Kolbrún Bergþórsdóttir, rithöfundur og bókagagnrýnandi, mun hefja störf á ný á Morgunblaðinu. Kolbrún var sagt upp á Fréttablaðinu síðasta sumar vegna skipulagsbreytinga og hagræðingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×