„Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Jón Þór Stefánsson skrifar 28. desember 2025 18:55 Fundur Selenskíjs og Trumps í Mar-a-Lago er hafinn. Getty Vólódímír Selenskíj Úkraínuforseti er mættur á fund Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á heimili þess síðarnefnda í Mar-a-Lago í Flórída. Áður en fundurinn hófst ræddu forsetarnir tveir stuttlega við blaðamenn. Þar sagðist Trump telja bæði Selenskíj og Vladímír Pútín Rússlandsforseta vilja semja um firð. Hann sagðist jafnframt halda að hægt væri að ná samningum hratt. „Við verðum að gera samning. Við verðum að klára þetta af. Það er of mikið af fólki að láta lífið. Ég held að báðir forsetar vilji semja. Við trúum því,“ sagði Trump. Þá þakkaði Selenskíj Trump verulega fyrir að bjóða honum á heimili sitt í Flórída og funda með honum. Trump telur að hægt sé að ná samningum um stríðslok bráðlega.Getty „Ég held að við séum með drög að samning sem er góður fyrir Úkraínu, góður fyrir alla. Það er mjög mikilvægt. Það er ekkert mikilvægara […] Okkur hefur tekist að stöðva átta stríð, en þetta er það erfiðasta. En við ætlum að ljúka þessu. Við munum eiga frábæran fund í dag,“ sagði Trump sem ítrekaði hversu mikilvægt væri að semja um stríðslok. „Ef við semjum ekki þá mun þetta halda áfram um langa hríð. Annað hvort tekur þetta sinn enda eða heldur lengi áfram, þá munu milljónir í viðbót deyja, milljónir, og enginn vill það.“ Trump sagði jafnframt að Selenskíj hefði lagt hart af sér, hann væri hugrakkur líkt og þjóð hans. „Mjög sjaldan hefur þjóð þurft að fara í gegnum þetta,“ sagði Trump. Trump átti símafund með Pútín fyrr í dag, og sagðist munu heyra aftur í honum að fundi sínum og Selenskíjs loknum. „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið.“ Trump sagði að í samningi um stríðslok myndu felast öryggisráðstafanir. Evrópuþjóðir myndu eiga mikinn þátt í að viðhalda þeim, sagði Trump og hrósaði í kjölfarið Evrópuleiðtogum hástert. „Þetta er allt frábært fólk. Ég held að ég geti fullyrt það. Það er enginn af þeim slæmur. Þau vilja öll ljúka þessu og þau styðja það að þessi fundur fari fram.“ Hann tók jafnframt fram að þeir myndu ræða við Evrópuleiðtoga að fundinum loknum. Bandaríkin Úkraína Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Áður en fundurinn hófst ræddu forsetarnir tveir stuttlega við blaðamenn. Þar sagðist Trump telja bæði Selenskíj og Vladímír Pútín Rússlandsforseta vilja semja um firð. Hann sagðist jafnframt halda að hægt væri að ná samningum hratt. „Við verðum að gera samning. Við verðum að klára þetta af. Það er of mikið af fólki að láta lífið. Ég held að báðir forsetar vilji semja. Við trúum því,“ sagði Trump. Þá þakkaði Selenskíj Trump verulega fyrir að bjóða honum á heimili sitt í Flórída og funda með honum. Trump telur að hægt sé að ná samningum um stríðslok bráðlega.Getty „Ég held að við séum með drög að samning sem er góður fyrir Úkraínu, góður fyrir alla. Það er mjög mikilvægt. Það er ekkert mikilvægara […] Okkur hefur tekist að stöðva átta stríð, en þetta er það erfiðasta. En við ætlum að ljúka þessu. Við munum eiga frábæran fund í dag,“ sagði Trump sem ítrekaði hversu mikilvægt væri að semja um stríðslok. „Ef við semjum ekki þá mun þetta halda áfram um langa hríð. Annað hvort tekur þetta sinn enda eða heldur lengi áfram, þá munu milljónir í viðbót deyja, milljónir, og enginn vill það.“ Trump sagði jafnframt að Selenskíj hefði lagt hart af sér, hann væri hugrakkur líkt og þjóð hans. „Mjög sjaldan hefur þjóð þurft að fara í gegnum þetta,“ sagði Trump. Trump átti símafund með Pútín fyrr í dag, og sagðist munu heyra aftur í honum að fundi sínum og Selenskíjs loknum. „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið.“ Trump sagði að í samningi um stríðslok myndu felast öryggisráðstafanir. Evrópuþjóðir myndu eiga mikinn þátt í að viðhalda þeim, sagði Trump og hrósaði í kjölfarið Evrópuleiðtogum hástert. „Þetta er allt frábært fólk. Ég held að ég geti fullyrt það. Það er enginn af þeim slæmur. Þau vilja öll ljúka þessu og þau styðja það að þessi fundur fari fram.“ Hann tók jafnframt fram að þeir myndu ræða við Evrópuleiðtoga að fundinum loknum.
Bandaríkin Úkraína Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila