„Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar 22. desember 2025 09:02 Enhanced Games, eða „Steraleikarnir“ ef svo mætti kalla þá munu að öllum líkindum fara fram í Las Vegas í Bandaríkjunum í maí 2026. Eins og staðan er núna munu alls 50 íþróttamenn keppa í sundi, frjálsum íþróttum og lyftingum. Tilgangur þessa pistils er þó ekki að auglýsa viðburðinn ókeypis, heldur að skrifa niður nokkra punkta sem eru umhugsunarverðir varðandi þessa leika. Keppendur mega nota frammistöðubætandi efni sem eru bönnuð í öllum íþróttum. Ekki verður lyfjaprófað á leikunum. „Læknisskoðun“ fyrir keppni kemur í stað lyfjaprófa. Skipuleggjendur leikana hafa notað fjárhagslega hvata til þess að laða að þátttakendur enda lofa þeir að greiða keppendum mun meira en þeir myndu annars fá eða hafa nokkurn tímann fengið keppandi undir sínum alþjóðasamböndum í hefðbundnum íþróttakeppnum (heimsmeistaramótum, Ólympíuleikum o.s.frv.). Sennilega er eitthvað til í því, og er það efni í aðra umræðu. En er þá eitthvað að því að fagna þessari nýju viðbót í bransann? Skoðum þetta aðeins. Hvað þýðir „læknisskoðun“ fyrir keppni? Jú, það þýðir að læknir metur ástand keppenda og segir til um hvort viðkomandi muni fá að keppa eða ekki. Þannig að undirbúningstímabil keppenda snýst ekki bara um að æfa, heldur að stunda lyfjamisnotkun upp að því marki að það „standist“ læknisskoðun, sem enginn veit hvað þýðir enn sem komið er (6 mánuðum fyrir keppni), en að öllum líkindum að minnsta kosti það að keppandi sé ekki í augljósri lífshættu fyrir eða á meðan keppni stendur. Í stuttu máli þyrfti að skoða og meta hvort að líffærastarfsemi og hormónakerfi væru undir of miklu álagi eða í ójafnvægi en ekki hafa verið gefnir út neinir læknisfræðilegir þröskuldar ennþá. Það er þó fullkomnlega eðlilegt, þar sem að í fyrsta lagi veit enginn hverjir þeir eiga að vera, og í öðru lagi snýst þetta verkefni eingöngu um peninga – sem drífur vitleysuna áfram. Stærsti gallinn við „Steraleikana“ er sá að það er ekki hægt að stunda lyfjamisnotkun á áhættulausan eða öruggan hátt. Mjög algengt er að aukaverkanir komi í ljós (löngu) eftir að notkun er hætt, og geta þær verið óafturkræfar. Skjótur gróði, en langtímakostnaður sem er á þeim tíma ósýnilegur. Það kallast á íslensku skammgóður vermir. „En læknirinn sagði að þetta væri í lagi?“ Læknisskoðun væri í þessu tilfelli ætlað að meta ástand dagsins (þó það sé takmörkunum háð), en hún kemur ekki í veg fyrir framtíðarskaða. Annar stór galli við keppnina er að börn og unglingar munu horfa á hana og þar snýst þetta ekki bara um íþróttaárangur, en það er þannig í dag að líkamsímynd unglinga hefur líklega aldrei verið verri í sögunni. Stanslaus samanburður í gegnum sjónræna samanburðarvél sem kallast snjallsími á stóran þátt í því. Ungir strákar sjá daglega líkama sem eru líffræðilega óraunhæfir án lyfjamisnotkunar og allt í einu munu nokkrir slíkir keppa að því að setja „heimsmet“ í íþróttum og munu fá mikla athygli fyrir. Eftirfarandi eru skilaboð sem „Steraleikarnir“ geta skilið eftir sig í hugum ungs fólks, hvort sem það er í íþróttum eða ekki: Líkaminn er ekki nóg – það þarf að betrumbæta hann með efnum sem eru bönnuð í öllum íþróttum og hættuleg heilsu manna. Náttúruleg mörk eru vandamál (sem er opinber afstaða eigenda keppninnar). Lyfjamisnotkun er lausnin við því. Lyfjamisnotkun og óraunhæfir líkamar verða verðlaunaðir á „Steraleikunum“. Að stytta sér leið að árangri verður samþykkt. Það mun setja pening í vasa nokkurra einstaklinga en sá jafnframt fleiri fræjum í höfuð ungs fólks um að þau séu aldrei nógu „fullkomin“. Höfundur er framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands / Anti-Doping Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steraleikarnir Lyf Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Enhanced Games, eða „Steraleikarnir“ ef svo mætti kalla þá munu að öllum líkindum fara fram í Las Vegas í Bandaríkjunum í maí 2026. Eins og staðan er núna munu alls 50 íþróttamenn keppa í sundi, frjálsum íþróttum og lyftingum. Tilgangur þessa pistils er þó ekki að auglýsa viðburðinn ókeypis, heldur að skrifa niður nokkra punkta sem eru umhugsunarverðir varðandi þessa leika. Keppendur mega nota frammistöðubætandi efni sem eru bönnuð í öllum íþróttum. Ekki verður lyfjaprófað á leikunum. „Læknisskoðun“ fyrir keppni kemur í stað lyfjaprófa. Skipuleggjendur leikana hafa notað fjárhagslega hvata til þess að laða að þátttakendur enda lofa þeir að greiða keppendum mun meira en þeir myndu annars fá eða hafa nokkurn tímann fengið keppandi undir sínum alþjóðasamböndum í hefðbundnum íþróttakeppnum (heimsmeistaramótum, Ólympíuleikum o.s.frv.). Sennilega er eitthvað til í því, og er það efni í aðra umræðu. En er þá eitthvað að því að fagna þessari nýju viðbót í bransann? Skoðum þetta aðeins. Hvað þýðir „læknisskoðun“ fyrir keppni? Jú, það þýðir að læknir metur ástand keppenda og segir til um hvort viðkomandi muni fá að keppa eða ekki. Þannig að undirbúningstímabil keppenda snýst ekki bara um að æfa, heldur að stunda lyfjamisnotkun upp að því marki að það „standist“ læknisskoðun, sem enginn veit hvað þýðir enn sem komið er (6 mánuðum fyrir keppni), en að öllum líkindum að minnsta kosti það að keppandi sé ekki í augljósri lífshættu fyrir eða á meðan keppni stendur. Í stuttu máli þyrfti að skoða og meta hvort að líffærastarfsemi og hormónakerfi væru undir of miklu álagi eða í ójafnvægi en ekki hafa verið gefnir út neinir læknisfræðilegir þröskuldar ennþá. Það er þó fullkomnlega eðlilegt, þar sem að í fyrsta lagi veit enginn hverjir þeir eiga að vera, og í öðru lagi snýst þetta verkefni eingöngu um peninga – sem drífur vitleysuna áfram. Stærsti gallinn við „Steraleikana“ er sá að það er ekki hægt að stunda lyfjamisnotkun á áhættulausan eða öruggan hátt. Mjög algengt er að aukaverkanir komi í ljós (löngu) eftir að notkun er hætt, og geta þær verið óafturkræfar. Skjótur gróði, en langtímakostnaður sem er á þeim tíma ósýnilegur. Það kallast á íslensku skammgóður vermir. „En læknirinn sagði að þetta væri í lagi?“ Læknisskoðun væri í þessu tilfelli ætlað að meta ástand dagsins (þó það sé takmörkunum háð), en hún kemur ekki í veg fyrir framtíðarskaða. Annar stór galli við keppnina er að börn og unglingar munu horfa á hana og þar snýst þetta ekki bara um íþróttaárangur, en það er þannig í dag að líkamsímynd unglinga hefur líklega aldrei verið verri í sögunni. Stanslaus samanburður í gegnum sjónræna samanburðarvél sem kallast snjallsími á stóran þátt í því. Ungir strákar sjá daglega líkama sem eru líffræðilega óraunhæfir án lyfjamisnotkunar og allt í einu munu nokkrir slíkir keppa að því að setja „heimsmet“ í íþróttum og munu fá mikla athygli fyrir. Eftirfarandi eru skilaboð sem „Steraleikarnir“ geta skilið eftir sig í hugum ungs fólks, hvort sem það er í íþróttum eða ekki: Líkaminn er ekki nóg – það þarf að betrumbæta hann með efnum sem eru bönnuð í öllum íþróttum og hættuleg heilsu manna. Náttúruleg mörk eru vandamál (sem er opinber afstaða eigenda keppninnar). Lyfjamisnotkun er lausnin við því. Lyfjamisnotkun og óraunhæfir líkamar verða verðlaunaðir á „Steraleikunum“. Að stytta sér leið að árangri verður samþykkt. Það mun setja pening í vasa nokkurra einstaklinga en sá jafnframt fleiri fræjum í höfuð ungs fólks um að þau séu aldrei nógu „fullkomin“. Höfundur er framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands / Anti-Doping Iceland.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar