Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. desember 2025 22:40 Guðmundur Ingi Kristinsson hefur verið menntamálaráðherra síðan í mars. Vísir/Anton Brink Óvíst er hvort Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra muni snúa aftur til starfa í menntamálaráðuneytið eftir að veikindaleyfi hans nú lýkur. Hann er á leið í opna hjartaskurðaðgerð og tíminn þarf að leiða í ljós hvernig bataferli hans verður. Þetta sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins í Silfrinu í Ríkisútvarpinu í kvöld. Áður hefur verið greint frá því að Guðmundur Ingi væri í tímabundnu veikindaleyfi þar sem hann mun gangast undir hjartaaðgerð. Varamaður hefur tekið hans stað á þingi. Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu þar sem tilkynnt var um veikindaleyfið sagði að gert væri ráð fyrir því að aðgerðin myndi tryggja ráðherranum fullan bata til lengri tíma og að hann myndi snúa aftur til starfa í kjölfarið. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sinnir tímabundið starfi mennta- og barnamálaráðherra. Allir formenn flokka á þingi mættu í Silfrið í kvöld og þar barst talið að menntamálum. Þið eruð með menntamálin og þennan stóra mikilvæga málaflokk og Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra er í veikindaleyfi, við óskum honum auðvitað góðs bata, en reiknarðu með honum aftur í ráðuneytið þegar hann snýr til baka? „Ég ætla bara að senda batakveðjur til Guðmundar sem fer í aðgerð núna þann 18. desember næstkomandi. Hann er að fara í opna hjartaskurðaðgerð og það þarf að skipta um hjartaloku eða eitthvað slíkt sem ég kann ekki alveg frá að segja,“ sagði Inga Sæland. „En ég vil nú bara sjá til hvernig framvindan verður þar, það veit enginn hvernig það fer. Einstaklingar þurfa að fara í endurhæfingu, mislanga og annað slíkt eftir slíka aðgerð þannig við óskum Guðmundi alls hins besta bara og bíðum eftir því að hann verði sprækur sem lækur.“ Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Þetta sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins í Silfrinu í Ríkisútvarpinu í kvöld. Áður hefur verið greint frá því að Guðmundur Ingi væri í tímabundnu veikindaleyfi þar sem hann mun gangast undir hjartaaðgerð. Varamaður hefur tekið hans stað á þingi. Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu þar sem tilkynnt var um veikindaleyfið sagði að gert væri ráð fyrir því að aðgerðin myndi tryggja ráðherranum fullan bata til lengri tíma og að hann myndi snúa aftur til starfa í kjölfarið. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sinnir tímabundið starfi mennta- og barnamálaráðherra. Allir formenn flokka á þingi mættu í Silfrið í kvöld og þar barst talið að menntamálum. Þið eruð með menntamálin og þennan stóra mikilvæga málaflokk og Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra er í veikindaleyfi, við óskum honum auðvitað góðs bata, en reiknarðu með honum aftur í ráðuneytið þegar hann snýr til baka? „Ég ætla bara að senda batakveðjur til Guðmundar sem fer í aðgerð núna þann 18. desember næstkomandi. Hann er að fara í opna hjartaskurðaðgerð og það þarf að skipta um hjartaloku eða eitthvað slíkt sem ég kann ekki alveg frá að segja,“ sagði Inga Sæland. „En ég vil nú bara sjá til hvernig framvindan verður þar, það veit enginn hvernig það fer. Einstaklingar þurfa að fara í endurhæfingu, mislanga og annað slíkt eftir slíka aðgerð þannig við óskum Guðmundi alls hins besta bara og bíðum eftir því að hann verði sprækur sem lækur.“
Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira