Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. desember 2025 12:16 Freyr fékk að líta guld spjald fyrir mótmæli við rauðu spjaldi. sýn skjáskot Eftir frábært gengi í Evrópudeildinni hingað til á tímabilinu varð norska liðið Brann fyrir slæmum skelli í gærkvöldi. Liðið missti mann af velli í fyrri hálfleik, Freyr Alexandersson fékk að líta gult spjald og aðdáendur gestaliðsins reyndu að hjóla í heimamenn. Brann hafði unnið alla þrjá heimaleikina í Evrópudeildinni áður en liðið tók á móti Fenerbahce í gærkvöldi og tapaði 4-0. Brann lenti undir snemma og varð síðan manni færri þegar Eivind Helland reif niður sóknarmann sem var að sleppa inn fyrir vörnina. Helland fékk rautt spjald fyrir og þjálfari liðsins, Freyr Alexandersson, uppskar gult spjald fyrir að mótmæla dómnum. „Þetta var ódýrt rautt spjald. Mjög ódýrt“ sagði Freyr í viðtali við Viaplay eftir leik. „Þetta er hrokafullur dómari. Ég er ekki hrifinn af því. Ég fékk gult spjald fyrir að sýna honum ekki nægilega virðingu“ sagði Freyr svo um gula spjaldið sem hann fékk en atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Brann fékk rautt og Freyr fékk gult Eftir leik gerðu stuðningsmenn Fenerbahce tilraun til að stökkva yfir girðingu og ráðast á stuðningsmenn heimaliðsins Brann, talið er að það sé vegna fána sem var veifað í stúkunni og fór fyrir brjóstið á Tyrkjunum. Fenerbahce menn náðu þó ekki lengra en að lögreglu og öryggisgæslunni sem víggirtu stuðningsmenn Brann. Málið verður rannsakað en framkvæmdastjóri Brann segir myndbandsupptökur of óskýrar til að fara í manngreiningu og líklega muni engum vera refsað. Norski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Sjá meira
Brann hafði unnið alla þrjá heimaleikina í Evrópudeildinni áður en liðið tók á móti Fenerbahce í gærkvöldi og tapaði 4-0. Brann lenti undir snemma og varð síðan manni færri þegar Eivind Helland reif niður sóknarmann sem var að sleppa inn fyrir vörnina. Helland fékk rautt spjald fyrir og þjálfari liðsins, Freyr Alexandersson, uppskar gult spjald fyrir að mótmæla dómnum. „Þetta var ódýrt rautt spjald. Mjög ódýrt“ sagði Freyr í viðtali við Viaplay eftir leik. „Þetta er hrokafullur dómari. Ég er ekki hrifinn af því. Ég fékk gult spjald fyrir að sýna honum ekki nægilega virðingu“ sagði Freyr svo um gula spjaldið sem hann fékk en atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Brann fékk rautt og Freyr fékk gult Eftir leik gerðu stuðningsmenn Fenerbahce tilraun til að stökkva yfir girðingu og ráðast á stuðningsmenn heimaliðsins Brann, talið er að það sé vegna fána sem var veifað í stúkunni og fór fyrir brjóstið á Tyrkjunum. Fenerbahce menn náðu þó ekki lengra en að lögreglu og öryggisgæslunni sem víggirtu stuðningsmenn Brann. Málið verður rannsakað en framkvæmdastjóri Brann segir myndbandsupptökur of óskýrar til að fara í manngreiningu og líklega muni engum vera refsað.
Norski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Sjá meira