Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Kristján Már Unnarsson skrifar 11. desember 2025 21:51 Mokað í gegnum snjóflóð sem fallið hafði á þjóðveginn um Súðavíkurhlíð. Vísir Miklar vegabætur er ráðgerðar á Vestfjörðum á næstu fimmtán árum, þar á meðal þrenn ný jarðgöng, samkvæmt nýbirtri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá verður Bíldudalur tengdur Dynjandisheiði með bundnu slitlagi. Í fréttum Sýnar mátti sjá veginn um Súðavíkurhlíð á milli Ísafjarðar og Súðavíkur en hann er jafnframt hluti Djúpvegar. Jarðgöng til að leysa af þennan kafla eru núna komin í annað til þriðja sæti í forgangsröðina ásamt Fjarðagöngum á Austurlandi. „Það er grjóthrun og snjóflóðahætta á veginum. Stórhættulegur vegur,“ segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra í viðtali sem sjá má hér: Nokkrar mislangar jarðgangaleiðir koma til greina milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar en ætla má að framkvæmdir gætu hafist árið 2030. „Súðavík myndi þá nánast verða eins og hverfi á Ísafirði eða Skutulsfirði. Það er bara örstutt á milli. Og þetta gæti leitt til sameiningar sveitarfélaga. Frábær höfn í Súðavík,“ segir ráðherrann. Nokkrir valkostir koma til greina við val á jarðgangaleið.grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Í Vesturbyggð eru jarðgöng undir fjallvegina Mikladal og Hálfdán í fjórða sæti en þar gætu gangnaboranir hafist eftir áratug. „Það er mikið fiskeldi þar og uppgangur og gríðarlega mikilvægt að þetta sveitarfélag, Vesturbyggð, að það séu þá góðar samgöngur milli Bíldudals, Tálknafjarðar og Patreksfjarðar. Mjög mikilvægt,“ segir Eyjólfur. Tvenn jarðgöng eru áformuð í Vesturbyggð.grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Bíldudalsvegur í sunnanverðum Arnarfirði fær einnig brautargengi. „Við ætlum að fara núna sem allra fyrst í veginn af Dynjandisheiði niður í suðurfirði Arnarfjarðar.“ Frá Bíldudalsvegi á leiðinni úr Trostansfirði upp á Dynjandisheiði.Egill Aðalsteinsson Þetta er 29 kílómetra langur vegarkafli milli Bíldudalsflugvallar og gatnamóta við Helluskarð á Dynjandisheiði. Verkið á að vinna í áföngum til ársins 2035. „Þegar Dynjandisheiði er búin þá verður hafist handa að gera veginn niður í Trostansfjörð.“ Fyrirhugað er að endurbyggingu Bíldudalsvegar verði skipt niður á tvö tímabil.grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Tvenn önnur jarðgöng á Vestfjörðum, undir Gemlufallsheiði og Klettsháls, komast á lista yfir jarðgangakosti til nánari skoðunar. Klettsháls er núna sá fjallvegur þjóðvegakerfisins á jarðgangalistanum sem býr við flesta lokunardaga að jafnaði á ári. En væri þá rökréttara að hann kæmist framar í röðina? „Hann er allavegana ekki í topp fjögur. Hann er á listanum yfir ellefu jarðgöng sem við ætlum að skoða nánar,“ svarar ráðherrann. Horft af veginum um Klettsháls niður í Kollafjörð.Egill Aðalsteinsson Þá fær uppbygging vegarins yfir Veiðileysuháls á Ströndum fjárveitingu á árunum 2031 til 2035. „Það verður farið í Hvalárvirkjun vonandi sem fyrst. Það er mjög mikilvægt að fara í vegbætur þar,“ segir Eyjólfur Ármannsson. Hér má sjá það helsta sem áformað er að gera í nýbyggingu vega á landinu: Jarðgöng á Íslandi Samgönguáætlun Samgöngur Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Reykhólahreppur Árneshreppur Umferðaröryggi Snjóflóð á Íslandi Fiskeldi Sjókvíaeldi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Biðin eftir jarðgöngum óásættanleg Bæjarstjóri Ísafjarðar segir óásættanlegt að biðin eftir jarðgöngum á milli Súðavíkur og bæjarins verði líklega um tuttugu ár eins og staðan er nú. Ítrekað hafi þurft að loka veginum um Súðavíkurhlíð í vetur vegna snjóflóða og ótrúlegt sé að ekki hafi orðið stórslys. 4. mars 2024 22:17 Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. 6. janúar 2021 23:19 Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar. 23. desember 2020 23:37 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Í fréttum Sýnar mátti sjá veginn um Súðavíkurhlíð á milli Ísafjarðar og Súðavíkur en hann er jafnframt hluti Djúpvegar. Jarðgöng til að leysa af þennan kafla eru núna komin í annað til þriðja sæti í forgangsröðina ásamt Fjarðagöngum á Austurlandi. „Það er grjóthrun og snjóflóðahætta á veginum. Stórhættulegur vegur,“ segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra í viðtali sem sjá má hér: Nokkrar mislangar jarðgangaleiðir koma til greina milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar en ætla má að framkvæmdir gætu hafist árið 2030. „Súðavík myndi þá nánast verða eins og hverfi á Ísafirði eða Skutulsfirði. Það er bara örstutt á milli. Og þetta gæti leitt til sameiningar sveitarfélaga. Frábær höfn í Súðavík,“ segir ráðherrann. Nokkrir valkostir koma til greina við val á jarðgangaleið.grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Í Vesturbyggð eru jarðgöng undir fjallvegina Mikladal og Hálfdán í fjórða sæti en þar gætu gangnaboranir hafist eftir áratug. „Það er mikið fiskeldi þar og uppgangur og gríðarlega mikilvægt að þetta sveitarfélag, Vesturbyggð, að það séu þá góðar samgöngur milli Bíldudals, Tálknafjarðar og Patreksfjarðar. Mjög mikilvægt,“ segir Eyjólfur. Tvenn jarðgöng eru áformuð í Vesturbyggð.grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Bíldudalsvegur í sunnanverðum Arnarfirði fær einnig brautargengi. „Við ætlum að fara núna sem allra fyrst í veginn af Dynjandisheiði niður í suðurfirði Arnarfjarðar.“ Frá Bíldudalsvegi á leiðinni úr Trostansfirði upp á Dynjandisheiði.Egill Aðalsteinsson Þetta er 29 kílómetra langur vegarkafli milli Bíldudalsflugvallar og gatnamóta við Helluskarð á Dynjandisheiði. Verkið á að vinna í áföngum til ársins 2035. „Þegar Dynjandisheiði er búin þá verður hafist handa að gera veginn niður í Trostansfjörð.“ Fyrirhugað er að endurbyggingu Bíldudalsvegar verði skipt niður á tvö tímabil.grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Tvenn önnur jarðgöng á Vestfjörðum, undir Gemlufallsheiði og Klettsháls, komast á lista yfir jarðgangakosti til nánari skoðunar. Klettsháls er núna sá fjallvegur þjóðvegakerfisins á jarðgangalistanum sem býr við flesta lokunardaga að jafnaði á ári. En væri þá rökréttara að hann kæmist framar í röðina? „Hann er allavegana ekki í topp fjögur. Hann er á listanum yfir ellefu jarðgöng sem við ætlum að skoða nánar,“ svarar ráðherrann. Horft af veginum um Klettsháls niður í Kollafjörð.Egill Aðalsteinsson Þá fær uppbygging vegarins yfir Veiðileysuháls á Ströndum fjárveitingu á árunum 2031 til 2035. „Það verður farið í Hvalárvirkjun vonandi sem fyrst. Það er mjög mikilvægt að fara í vegbætur þar,“ segir Eyjólfur Ármannsson. Hér má sjá það helsta sem áformað er að gera í nýbyggingu vega á landinu:
Jarðgöng á Íslandi Samgönguáætlun Samgöngur Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Reykhólahreppur Árneshreppur Umferðaröryggi Snjóflóð á Íslandi Fiskeldi Sjókvíaeldi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Biðin eftir jarðgöngum óásættanleg Bæjarstjóri Ísafjarðar segir óásættanlegt að biðin eftir jarðgöngum á milli Súðavíkur og bæjarins verði líklega um tuttugu ár eins og staðan er nú. Ítrekað hafi þurft að loka veginum um Súðavíkurhlíð í vetur vegna snjóflóða og ótrúlegt sé að ekki hafi orðið stórslys. 4. mars 2024 22:17 Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. 6. janúar 2021 23:19 Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar. 23. desember 2020 23:37 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Biðin eftir jarðgöngum óásættanleg Bæjarstjóri Ísafjarðar segir óásættanlegt að biðin eftir jarðgöngum á milli Súðavíkur og bæjarins verði líklega um tuttugu ár eins og staðan er nú. Ítrekað hafi þurft að loka veginum um Súðavíkurhlíð í vetur vegna snjóflóða og ótrúlegt sé að ekki hafi orðið stórslys. 4. mars 2024 22:17
Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. 6. janúar 2021 23:19
Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar. 23. desember 2020 23:37
Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent