Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar 11. desember 2025 07:30 Endalausar bommertur Flokks fólksins þar sem þingmönnum og ráðherrum flokksins virðist ómögulegt að skilja ábyrgðina sem fylgir nýfengnu valdi sínu hefur vissulega gert Kristrúnu Frostadóttur og ríkisstjórn hennar erfitt fyrir á þessu fyrsta starfsári. Hjá flokki fólksins er einn ráðherra farinn vegna hneykslismáls, annar ráðherra sagðist hafa ítök í lögreglunni þegar skór voru í rangri hillu, tveir skólastjórar reknir í kjölfarið á því, fjölmiðlar sagðir flytja falsfréttir með þeim afleiðingum að styrkir til þeirra voru lækkaðir og jarðgöng slegin af því ráðherra las ekki skýrslu sem hann pantaði sjálfur. Fleira var það nú ekki. Þetta er þó ekki stóra vandamál Kristrúnar Frostadóttur. Vandamál hennar og Samfylkingarinnar eru vörusvikin við þjóðina sem hún lofaði að hækka ekki skattana á. „Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk,“ sagði Kristrún í kosningabaráttunni en hækkaði svo skatta á sjávarútveg, ferðaþjónustuna, farartæki og hjón sem nýta samsköttun, allt í samstarfi við Viðreisn. Það er alveg sama í hvaða búning markaðsstofa Samfylkingarinnar setur þessar skattahækkanir eða hversu mörg orð eru skrifuð. Það sáu allir hvað gerðist síðasta föstudag þegar skattar voru hækkaðir í fyrstu fjárlögum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um 25 milljarða. Sama dag kaus ríkisstjórnin gegn 32 milljarða skattalækkunartillögum Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin spyr reglulega hvað hún geti gert fyrir fólkið í daglega lífinu og segist vera „í vinnunni fyrir þig“ á meðan Viðreisn segist „Láta verkin tala“. Flott slagorð en hverju skila þau þegar þessir tveir flokkar hafa gleymt öllu sem sagt var um skattahækkanir í kosningabaráttunni og ætla nú að ráðast á buddur fólks og fyrirtækja. Ef þessir flokkar vilja virkilega gera eitthvað fyrir fólkið í daglega lífinu væri það að standa við gefin loforð um að hækka ekki skatta. Flokkur fólksins er bara hluti af vandamálinu og hefur meiri áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið en þjóðina alla. Það að segja eitt og gera annað með skattahækkanir er það sem hefur raunveruleg áhrif á hið daglega líf. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Endalausar bommertur Flokks fólksins þar sem þingmönnum og ráðherrum flokksins virðist ómögulegt að skilja ábyrgðina sem fylgir nýfengnu valdi sínu hefur vissulega gert Kristrúnu Frostadóttur og ríkisstjórn hennar erfitt fyrir á þessu fyrsta starfsári. Hjá flokki fólksins er einn ráðherra farinn vegna hneykslismáls, annar ráðherra sagðist hafa ítök í lögreglunni þegar skór voru í rangri hillu, tveir skólastjórar reknir í kjölfarið á því, fjölmiðlar sagðir flytja falsfréttir með þeim afleiðingum að styrkir til þeirra voru lækkaðir og jarðgöng slegin af því ráðherra las ekki skýrslu sem hann pantaði sjálfur. Fleira var það nú ekki. Þetta er þó ekki stóra vandamál Kristrúnar Frostadóttur. Vandamál hennar og Samfylkingarinnar eru vörusvikin við þjóðina sem hún lofaði að hækka ekki skattana á. „Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk,“ sagði Kristrún í kosningabaráttunni en hækkaði svo skatta á sjávarútveg, ferðaþjónustuna, farartæki og hjón sem nýta samsköttun, allt í samstarfi við Viðreisn. Það er alveg sama í hvaða búning markaðsstofa Samfylkingarinnar setur þessar skattahækkanir eða hversu mörg orð eru skrifuð. Það sáu allir hvað gerðist síðasta föstudag þegar skattar voru hækkaðir í fyrstu fjárlögum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um 25 milljarða. Sama dag kaus ríkisstjórnin gegn 32 milljarða skattalækkunartillögum Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin spyr reglulega hvað hún geti gert fyrir fólkið í daglega lífinu og segist vera „í vinnunni fyrir þig“ á meðan Viðreisn segist „Láta verkin tala“. Flott slagorð en hverju skila þau þegar þessir tveir flokkar hafa gleymt öllu sem sagt var um skattahækkanir í kosningabaráttunni og ætla nú að ráðast á buddur fólks og fyrirtækja. Ef þessir flokkar vilja virkilega gera eitthvað fyrir fólkið í daglega lífinu væri það að standa við gefin loforð um að hækka ekki skatta. Flokkur fólksins er bara hluti af vandamálinu og hefur meiri áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið en þjóðina alla. Það að segja eitt og gera annað með skattahækkanir er það sem hefur raunveruleg áhrif á hið daglega líf. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar