Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Lovísa Arnardóttir skrifar 9. desember 2025 09:59 Hulda Þórisdóttir segir áhyggjuefni að reiðum færslum sé frekar hampað en gleðilegum færslum á samfélagsmiðlum. Vísir/Vilhelm Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálasálfræði við Háskóla Íslands, segir fólk yfirleitt missa getuna til að vera yfirvegað og eiga í samræðum þegar það er reitt. Hún segir áhyggjuefni að á samfélagsmiðlum séu færslur sem veki upp reiði líklegri til að koma upp í fréttaveituna. Hulda var til viðtals um reiði á samfélagsmiðlum í Bítinu á Bylgjunni í tilefni af því að orðið bræðibeita, á ensku ragebait, var valið orð ársins hjá Oxford-orðabókinni. Hugtakið vísar til þess að reita fólk viljandi til reiði. Í umfjöllun Oxford-orðabókarinnar um valið sagði að sérfræðingar þeirra hefðu tekið eftir aukinni notkun orðsins í samfélagslegri umræðu. Notkun orðsins hafði þrefaldast á síðustu tólf mánuðum. Í umfjöllun segir að orðið hafi fyrst verið notað í færslu á Usenet árið 2002 til að lýsa ákveðinni tegund viðbragða ökumanna þegar annar ökumaður blikkar ljósum til að biðja um að komast fram úr. Orðið hafi frá þeim tíma þróast yfir í netslangur sem var notað til að lýsa tístum sem fóru á flug og nú sé það notað til að lýsa efni og færslum sem eru hannaðar til að vekja reiði með því að vera pirrandi, móðgandi eða ýta vísvitandi undir sundrungu. Hulda segist ekki endilega sérfræðingur í hugtakinu sjálfu en hún skilji vel hvaða áhrif það hafi á samfélagsmiðlum. „Bræðibeita er einfaldlega að egna fólk til eða að reita fólk til reiði með einhverju athæfi og þú getur auðvitað gert það utan samfélagsmiðla, en þetta er hugtak sem hefur öðlast einhvern styrk út frá samfélagsmiðlum og þú notar þá til þess að reita fólk til reiði á samfélagsmiðlum,“ segir hún. Hún segir orðið þó til í tvenns konar skilningi. Annars vegar sé það í saklausri merkingu þar sem aðeins er verið að pota í einhvern eða pirra og unglingar tali um að bræðibeita í gríni. „En það sem ég hef haft meiri áhuga á er hvernig samfélagsmiðlar eru nánast hannaðir til þess að ýta undir áhrifamátt bræðibeitna. Það er að segja einhverjar færslur á netinu sem vekja reiði eru margfalt áhrifameiri heldur en flestar aðrar týpur af innleggjum.“ Reiðar færslur vegi þyngra en glaðlegar færslur Hulda segir það þannig alveg vitað mál að algóritminn á Facebook hefur lengst af verið stilltur þannig að færslur sem vekja reiði vegi allt að fimm sinnum þyngra í algóritmanum heldur en færslur sem vekja gleði. „Algóritminn er bæði meðvitað byggður upp þannig en það er líka þannig að ef maður ýtir á reiða karlinn undir færslu frekar en glaða, þá vegur það mun þyngra, það ýtir færslunni ofar.“ Hulda segir mannfólk byggt þannig að við veitum neikvæðu áreiti meiri athygli en öðru. „Það er svokölluð neikvæðniskekkja sem er rækilega innbyggð í okkur. Hún tengist meðal annars óttanum og þegar við upplifum reiði þá beinist hún yfirleitt gegn einhverjum. Það er eitthvað sem reitir okkur til reiði. Við upplifum ósanngirni. Það er einhver sem gerði eitthvað sem okkur þykir ósanngjarnt og þá verður okkur mjög í mun um að leiðrétta málið, beinum reiðinni okkar að einhverjum,“ segir Hulda og þá missi fólk oft getuna til þess að vera yfirvegað og eiga í raunverulegu samtali. Bæði fólk og bottar Hulda segir bræðibeitur geta verið lagðar fyrir af venjulegu fólki, nettröllum eða bottum sem hafi verið forritaðir til að vita hvað reitir fólk til reiði. „Þetta er algjörlega til þess fallið að tvístra,“ segir Hulda og að þegar fólk er reitt vaki ekki fyrir því vilji fyrir samræðu heldur vilji fólk einfaldlega sýna öðrum fram á það hversu eða hvernig þau höfðu rangt fyrir sér. „Þannig að þetta skapar engan grundvöll fyrir hlustun eða samtali, bara einhverri svona einræðu frá mér til þín. Til að sýna þér nú hvernig málið er í pottinn búið.“ Hulda segir að þó svo að þetta samtal eigi sér stað á samfélagsmiðlum þá geti þetta smitast í raunheimum. Það sé samt sem áður staðreynd að fólk hagi sér öðruvísi í raunheimum en í netheimum og hagi samskiptum sínum einnig með öðrum hætti. Þegar fólk tali saman augliti til auglitis sé líklegra að það geti lesið vísbendingar í viðbrögðum og andlitsfalli fólks auk þess sem það er auðveldara að skynja grín og afleiðingar orða sinna. „Það er ekki endilega víst að við flytjum þetta með okkur, en raunin er sú að það að að tjá reiði, ef við upplifum reiði, ef við upplifum ósanngirni, að að tjá reiði losar ákveðin boðefni í heilanum. Það er ákveðin losun sem fylgir því. Þetta er líka líffræðilegt. Okkur finnst það gott, ef við erum mjög reið, að láta einhvern heyra það.“ Hulda segir það þannig líka byggt inn í okkur og þess vegna oft erfitt að eiga við. Hvað varðar almenna reiði í umræðu og í samfélaginu telur Hulda að þó svo að umræðan verði oft erfið á samfélagsmiðlum endurspegli það ekki endilega viðhorf þjóðarinnar. Þeir séu í raun mjög fáir sem eru að tjá reiði sína miðað við hversu fjölmenn þjóðin er. Langflestir sitji hjá og segi ekki neitt. Reiðin sé raunverulega ekki svo mikil „Vegna þess að þeir eru ekki svona reiðir eða kjósa að gera það ekki. En það náttúrulega heyrist lang, langhæst í þeim sem eru reiðir og fjölmiðlafólk er náttúrulega mikið á samfélagsmiðlum. Það sér rosalega mikið þetta reiða fólk. Þannig að ég held að þið kannski haldið að landinn sé reiðari en hann er. En þetta er nú bara svona getgáta hér í morgunsárið,“ segir Hulda. Hún segir hættulegt að algóritminn haldi slíku efni frekar að fólki en öðru efni. Það skapi bergmálshella og ýki hugmyndir um „við og þið“ og sé þannig gott verkfæri til að auka á skautun. „Þar sem að hún er fyrir er þetta algjör olía á þann eld,“ segir hún og að samfélagsmiðlar græði oft meira á því að halda þessum færslum frekar að fólki því það sé meiri þátttaka á þeim en öðrum. Hún segir bottana, eða stýrðu aðgangana, oft sérstaklega gerða til að ýta undir upplýsingaóreiðu. „Það er akkúrat það sem þeir gera. Þeir setja inn færslur sem að vekja upp reiði, sem eru ósanngjarnar, sem ganga of langt og vekja reiði í garð hinna. Ef ég er mjög áfram í liði rauðra þá kyndir það undir reiði mína á bláum. Þannig að þetta er notað auðvitað alveg óspart hvort sem þetta er gert af meðvitaðri sálfræði eða bara búið að læra af reynslunni.“ Samfélagsmiðlar Bítið Geðheilbrigði Tækni Fjölmiðlar Upplýsingatækni Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Sjá meira
Hugtakið vísar til þess að reita fólk viljandi til reiði. Í umfjöllun Oxford-orðabókarinnar um valið sagði að sérfræðingar þeirra hefðu tekið eftir aukinni notkun orðsins í samfélagslegri umræðu. Notkun orðsins hafði þrefaldast á síðustu tólf mánuðum. Í umfjöllun segir að orðið hafi fyrst verið notað í færslu á Usenet árið 2002 til að lýsa ákveðinni tegund viðbragða ökumanna þegar annar ökumaður blikkar ljósum til að biðja um að komast fram úr. Orðið hafi frá þeim tíma þróast yfir í netslangur sem var notað til að lýsa tístum sem fóru á flug og nú sé það notað til að lýsa efni og færslum sem eru hannaðar til að vekja reiði með því að vera pirrandi, móðgandi eða ýta vísvitandi undir sundrungu. Hulda segist ekki endilega sérfræðingur í hugtakinu sjálfu en hún skilji vel hvaða áhrif það hafi á samfélagsmiðlum. „Bræðibeita er einfaldlega að egna fólk til eða að reita fólk til reiði með einhverju athæfi og þú getur auðvitað gert það utan samfélagsmiðla, en þetta er hugtak sem hefur öðlast einhvern styrk út frá samfélagsmiðlum og þú notar þá til þess að reita fólk til reiði á samfélagsmiðlum,“ segir hún. Hún segir orðið þó til í tvenns konar skilningi. Annars vegar sé það í saklausri merkingu þar sem aðeins er verið að pota í einhvern eða pirra og unglingar tali um að bræðibeita í gríni. „En það sem ég hef haft meiri áhuga á er hvernig samfélagsmiðlar eru nánast hannaðir til þess að ýta undir áhrifamátt bræðibeitna. Það er að segja einhverjar færslur á netinu sem vekja reiði eru margfalt áhrifameiri heldur en flestar aðrar týpur af innleggjum.“ Reiðar færslur vegi þyngra en glaðlegar færslur Hulda segir það þannig alveg vitað mál að algóritminn á Facebook hefur lengst af verið stilltur þannig að færslur sem vekja reiði vegi allt að fimm sinnum þyngra í algóritmanum heldur en færslur sem vekja gleði. „Algóritminn er bæði meðvitað byggður upp þannig en það er líka þannig að ef maður ýtir á reiða karlinn undir færslu frekar en glaða, þá vegur það mun þyngra, það ýtir færslunni ofar.“ Hulda segir mannfólk byggt þannig að við veitum neikvæðu áreiti meiri athygli en öðru. „Það er svokölluð neikvæðniskekkja sem er rækilega innbyggð í okkur. Hún tengist meðal annars óttanum og þegar við upplifum reiði þá beinist hún yfirleitt gegn einhverjum. Það er eitthvað sem reitir okkur til reiði. Við upplifum ósanngirni. Það er einhver sem gerði eitthvað sem okkur þykir ósanngjarnt og þá verður okkur mjög í mun um að leiðrétta málið, beinum reiðinni okkar að einhverjum,“ segir Hulda og þá missi fólk oft getuna til þess að vera yfirvegað og eiga í raunverulegu samtali. Bæði fólk og bottar Hulda segir bræðibeitur geta verið lagðar fyrir af venjulegu fólki, nettröllum eða bottum sem hafi verið forritaðir til að vita hvað reitir fólk til reiði. „Þetta er algjörlega til þess fallið að tvístra,“ segir Hulda og að þegar fólk er reitt vaki ekki fyrir því vilji fyrir samræðu heldur vilji fólk einfaldlega sýna öðrum fram á það hversu eða hvernig þau höfðu rangt fyrir sér. „Þannig að þetta skapar engan grundvöll fyrir hlustun eða samtali, bara einhverri svona einræðu frá mér til þín. Til að sýna þér nú hvernig málið er í pottinn búið.“ Hulda segir að þó svo að þetta samtal eigi sér stað á samfélagsmiðlum þá geti þetta smitast í raunheimum. Það sé samt sem áður staðreynd að fólk hagi sér öðruvísi í raunheimum en í netheimum og hagi samskiptum sínum einnig með öðrum hætti. Þegar fólk tali saman augliti til auglitis sé líklegra að það geti lesið vísbendingar í viðbrögðum og andlitsfalli fólks auk þess sem það er auðveldara að skynja grín og afleiðingar orða sinna. „Það er ekki endilega víst að við flytjum þetta með okkur, en raunin er sú að það að að tjá reiði, ef við upplifum reiði, ef við upplifum ósanngirni, að að tjá reiði losar ákveðin boðefni í heilanum. Það er ákveðin losun sem fylgir því. Þetta er líka líffræðilegt. Okkur finnst það gott, ef við erum mjög reið, að láta einhvern heyra það.“ Hulda segir það þannig líka byggt inn í okkur og þess vegna oft erfitt að eiga við. Hvað varðar almenna reiði í umræðu og í samfélaginu telur Hulda að þó svo að umræðan verði oft erfið á samfélagsmiðlum endurspegli það ekki endilega viðhorf þjóðarinnar. Þeir séu í raun mjög fáir sem eru að tjá reiði sína miðað við hversu fjölmenn þjóðin er. Langflestir sitji hjá og segi ekki neitt. Reiðin sé raunverulega ekki svo mikil „Vegna þess að þeir eru ekki svona reiðir eða kjósa að gera það ekki. En það náttúrulega heyrist lang, langhæst í þeim sem eru reiðir og fjölmiðlafólk er náttúrulega mikið á samfélagsmiðlum. Það sér rosalega mikið þetta reiða fólk. Þannig að ég held að þið kannski haldið að landinn sé reiðari en hann er. En þetta er nú bara svona getgáta hér í morgunsárið,“ segir Hulda. Hún segir hættulegt að algóritminn haldi slíku efni frekar að fólki en öðru efni. Það skapi bergmálshella og ýki hugmyndir um „við og þið“ og sé þannig gott verkfæri til að auka á skautun. „Þar sem að hún er fyrir er þetta algjör olía á þann eld,“ segir hún og að samfélagsmiðlar græði oft meira á því að halda þessum færslum frekar að fólki því það sé meiri þátttaka á þeim en öðrum. Hún segir bottana, eða stýrðu aðgangana, oft sérstaklega gerða til að ýta undir upplýsingaóreiðu. „Það er akkúrat það sem þeir gera. Þeir setja inn færslur sem að vekja upp reiði, sem eru ósanngjarnar, sem ganga of langt og vekja reiði í garð hinna. Ef ég er mjög áfram í liði rauðra þá kyndir það undir reiði mína á bláum. Þannig að þetta er notað auðvitað alveg óspart hvort sem þetta er gert af meðvitaðri sálfræði eða bara búið að læra af reynslunni.“
Samfélagsmiðlar Bítið Geðheilbrigði Tækni Fjölmiðlar Upplýsingatækni Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Sjá meira