Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. desember 2025 15:39 Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Anton Brink Menntamálaráðherra bað skólameistara afsökunar á fundi sínum með Skólameistarafélagi Íslands nú í morgun vegna orðræðu um skólameistara í kjölfar frétta af því að skipunartími skólameistara verði ekki framlengdur hér eftir. Þá hét hann frekara samráði um fyrirhugaðar breytingar á framhaldsskólastigi. Þetta segir Helga Kristín Kolbeins formaður Skólameistarafélags Íslands í samtali við Vísi. Hún segir fundinn hafa verið góðan og að ráðherra hafi viðurkennt að óvissan væri orðin of mikil. Skýringar hans vegna málanna voru þó ekki nógu skýrar að mati Helgu sem segir afar óljóst hvernig nákvæmlega stendur til að breyta framhaldsskólakerfinu og hvers vegna skipunartími skólameistaranna Ársæls Guðmundssonar og Árna Ólasonar hafi ekki verið framlengdir. „Þetta var mjög góður fundur en maður er enn að melta,“ segir Helga Kristín sem segir enga lausn í sjónmáli á málinu. Ráðherra kynnti í september breytingar á framhaldsskólastigi með innleiðingu svokallaðra svæðisskrifstofa. Helga segir enn ekki ljóst hvað muni felast í þeim breytingum, hvort nýjar skrifstofur muni þýða að skrifstofur skólanna verði lagðar niður og svo framvegis. Þá sæti það furðu að ráðherra vísi til þess að ákvörðun um skipunartíma skólameistara hafi verið tekin á faglegum forsendum, en engar faglegar forsendur hafi verið gefnar á fundinum. Heyra má á Helgu að skólameistarar séu enn í lausu lofti þrátt fyrir fund með ráðherra. Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla fékk þær upplýsingar í lok nóvember að staða hans yrði auglýst og skipunartími hans því ekki framlengdur, líkt og venja er um fimm ár. Sakaði hann ráðherra í kjölfarið um að gera það af pólitískum ástæðum en ráðherra hefur sagt skipunartíma ekki framlengdan vegna fyrirhugaðra breytinga á menntaskólakerfinu og að þar séu allir skólameistarar undir. Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mál skólameistara Borgarholtsskóla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum segist hafa heyrt í útvarpsfréttum í dag að til stæði að auglýsa stöðu hans. Hann segir leikrit í gangi en hann sé ekki farinn að gráta. Of mikið sé að gera í skólanum. 5. desember 2025 17:24 Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. 5. desember 2025 12:27 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Þetta segir Helga Kristín Kolbeins formaður Skólameistarafélags Íslands í samtali við Vísi. Hún segir fundinn hafa verið góðan og að ráðherra hafi viðurkennt að óvissan væri orðin of mikil. Skýringar hans vegna málanna voru þó ekki nógu skýrar að mati Helgu sem segir afar óljóst hvernig nákvæmlega stendur til að breyta framhaldsskólakerfinu og hvers vegna skipunartími skólameistaranna Ársæls Guðmundssonar og Árna Ólasonar hafi ekki verið framlengdir. „Þetta var mjög góður fundur en maður er enn að melta,“ segir Helga Kristín sem segir enga lausn í sjónmáli á málinu. Ráðherra kynnti í september breytingar á framhaldsskólastigi með innleiðingu svokallaðra svæðisskrifstofa. Helga segir enn ekki ljóst hvað muni felast í þeim breytingum, hvort nýjar skrifstofur muni þýða að skrifstofur skólanna verði lagðar niður og svo framvegis. Þá sæti það furðu að ráðherra vísi til þess að ákvörðun um skipunartíma skólameistara hafi verið tekin á faglegum forsendum, en engar faglegar forsendur hafi verið gefnar á fundinum. Heyra má á Helgu að skólameistarar séu enn í lausu lofti þrátt fyrir fund með ráðherra. Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla fékk þær upplýsingar í lok nóvember að staða hans yrði auglýst og skipunartími hans því ekki framlengdur, líkt og venja er um fimm ár. Sakaði hann ráðherra í kjölfarið um að gera það af pólitískum ástæðum en ráðherra hefur sagt skipunartíma ekki framlengdan vegna fyrirhugaðra breytinga á menntaskólakerfinu og að þar séu allir skólameistarar undir.
Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mál skólameistara Borgarholtsskóla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum segist hafa heyrt í útvarpsfréttum í dag að til stæði að auglýsa stöðu hans. Hann segir leikrit í gangi en hann sé ekki farinn að gráta. Of mikið sé að gera í skólanum. 5. desember 2025 17:24 Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. 5. desember 2025 12:27 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum segist hafa heyrt í útvarpsfréttum í dag að til stæði að auglýsa stöðu hans. Hann segir leikrit í gangi en hann sé ekki farinn að gráta. Of mikið sé að gera í skólanum. 5. desember 2025 17:24
Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. 5. desember 2025 12:27