Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar 8. desember 2025 13:00 Framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar, eins og hún birtist í fjármálaáætlun 2026-2029, er að landsmenn skuli eiga kost á bestu mögulegu heilsu og að heilbrigðisþjónusta í landinu sé á heimsmælikvarða. Þetta eru stór orð og traustvekjandi fyrir okkur hjá Krabbameinsfélaginu sem vitum að spá okkar um 63% jafna og þétta fjölgun krabbameinstilvika til ársins 2045 mun reyna mikið á heilbrigðiskerfið. Markmið ríkisstjórnarinnar eru greinilega engin uppgjöf heldur þvert á móti sókn fram á við. Framfarir í greiningu og meðferð krabbameina eru talsverðar þó við vildum að þær væru enn meiri. Á tíu ára tímabili hefur hlutfall karla sem eru á lífi fimm árum eftir að hafa greinst með krabbamein hækkað úr rúmum 69% í tæp 75% og sambærilegt hlutfall kvenna hækkað úr rúmum 67% í 73%. Þetta eru meðaltalstölur, hlutfallið er mjög mismunandi eftir því hvaða krabbamein á í hlut og þrátt fyrir þessar miklu framfarir eru krabbamein enn orsök flestra ótímabærra dauðsfalla fólks hér á landi. Markmið okkar hjá Krabbameinsfélaginu er skýrt; að fleiri lifi sem bestu lífi, með og eftir krabbamein. Þjóðin stendur þétt að baki félaginu með þetta markmið. Til að það náist er lykilatriði að fólki bjóðist besta mögulega heilbrigðisþjónusta á hverjum tíma. Hingað til hefur árangur hér á landi staðist ágætlega samanburð við hin Norðurlöndin en blikur eru á lofti. Forstjóri Landspítala lýsti því í ítarlegri umsögn um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2026 að rúman milljarð vanti í fjárveitingar til leyfisskyldra lyfja. Í umsögninni kemur fram að engin ný leyfisskyld lyf hafi verið samþykkt hér á landi á þessu ári og verði ekki heldur árið 2026 nema breyting verði á fjárveitingunni. Þetta eru að stórum hluta krabbameinslyf. Mikil þróun er í krabbameinslyfjum en Íslendingar eru að dragast aftur úr öðrum Norðurlandaþjóðum varðandi innleiðingu þeirra. Það er auðvitað grafalvarlegt og þýðir að fólki hér á landi býðst ekki besta mögulega meðferð. Afleiðingin getur verið að við höfum ekki sömu lífshorfur eða lífsgæði og einstaklingar í sömu stöðu í nágrannalöndunum og rímar hvorki við sýn stjórnvalda um að fólk hér á landi geti lifað við sem besta heilsu né að það fái notið heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða. Fjölga verður línuhröðlum fyrir geislameðferð Fyrr á árinu var mikil umræða um aðgengi fólks með krabbamein að geislameðferð. Allir sem komu að þeirri umræðu lýstu áhyggjum af stöðunni, fólk með krabbamein, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisráðherra, sem lýsti vandanum sem hluta af stórri innviðaskuld í heilbrigðiskerfinu. Með því að senda ákveðna hópa erlendis til geislameðferðar og með yfirvinnu starfsfólks, sem gerir kleift að bjóða meðferð fram á kvöld og um helgar, hefur verið komið í veg fyrir að bið eftir geislameðferð lengist enn frekar. Það eru hins vegar augljóslega ekki lausnir til frambúðar. Til þess þarf að fjölga sérhæfðu starfsfólki og línuhröðlum og koma upp aðstöðu fyrir þá. Enn eru það einstaklingar sem þurfa nauðsynlega meðferð og þeirra fjölskyldur sem eiga mest undir. Viðbótarbið eftir nauðsynlegri þjónustu getur dregið úr batahorfum, veldur áhyggjum og ótta, og lengir veikindatímabil. Að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu erlendis veldur viðbótarálagi sem ætti að vera óþarft nema við sjaldgæfum sjúkdómum. Þessi staða samræmist heldur ekki sýn stjórnvalda um bestu heilsu landsmanna og er talsvert frá heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða. Það eru bæði vonbrigði og mikið áhyggjuefni fyrir þá rúmlega 2.000 einstaklinga sem greinast með krabbamein á hverju ári og fjölskyldur þeirra að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2026 og eftir aðra umræðu fjárlaga er hvorki brugðist við þörf fyrir aukin fjárframlög vegna leyfisskyldra lyfja né nauðsynlegra aðgerða til að tryggja fólki geislameðferð. Við þessu verður einfaldlega að bregðast. Við hjá Krabbameinsfélaginu biðlum til þingmanna að tryggja fjárveitingar í fjárlögum ársins 2026 þannig að við hér á landi getum fengið krabbameinsþjónustu á heimsmælikvarða, hvort sem hún er lyfja- eða geislameðferð og þannig búið við bestu heilsu. Lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar, eins og hún birtist í fjármálaáætlun 2026-2029, er að landsmenn skuli eiga kost á bestu mögulegu heilsu og að heilbrigðisþjónusta í landinu sé á heimsmælikvarða. Þetta eru stór orð og traustvekjandi fyrir okkur hjá Krabbameinsfélaginu sem vitum að spá okkar um 63% jafna og þétta fjölgun krabbameinstilvika til ársins 2045 mun reyna mikið á heilbrigðiskerfið. Markmið ríkisstjórnarinnar eru greinilega engin uppgjöf heldur þvert á móti sókn fram á við. Framfarir í greiningu og meðferð krabbameina eru talsverðar þó við vildum að þær væru enn meiri. Á tíu ára tímabili hefur hlutfall karla sem eru á lífi fimm árum eftir að hafa greinst með krabbamein hækkað úr rúmum 69% í tæp 75% og sambærilegt hlutfall kvenna hækkað úr rúmum 67% í 73%. Þetta eru meðaltalstölur, hlutfallið er mjög mismunandi eftir því hvaða krabbamein á í hlut og þrátt fyrir þessar miklu framfarir eru krabbamein enn orsök flestra ótímabærra dauðsfalla fólks hér á landi. Markmið okkar hjá Krabbameinsfélaginu er skýrt; að fleiri lifi sem bestu lífi, með og eftir krabbamein. Þjóðin stendur þétt að baki félaginu með þetta markmið. Til að það náist er lykilatriði að fólki bjóðist besta mögulega heilbrigðisþjónusta á hverjum tíma. Hingað til hefur árangur hér á landi staðist ágætlega samanburð við hin Norðurlöndin en blikur eru á lofti. Forstjóri Landspítala lýsti því í ítarlegri umsögn um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2026 að rúman milljarð vanti í fjárveitingar til leyfisskyldra lyfja. Í umsögninni kemur fram að engin ný leyfisskyld lyf hafi verið samþykkt hér á landi á þessu ári og verði ekki heldur árið 2026 nema breyting verði á fjárveitingunni. Þetta eru að stórum hluta krabbameinslyf. Mikil þróun er í krabbameinslyfjum en Íslendingar eru að dragast aftur úr öðrum Norðurlandaþjóðum varðandi innleiðingu þeirra. Það er auðvitað grafalvarlegt og þýðir að fólki hér á landi býðst ekki besta mögulega meðferð. Afleiðingin getur verið að við höfum ekki sömu lífshorfur eða lífsgæði og einstaklingar í sömu stöðu í nágrannalöndunum og rímar hvorki við sýn stjórnvalda um að fólk hér á landi geti lifað við sem besta heilsu né að það fái notið heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða. Fjölga verður línuhröðlum fyrir geislameðferð Fyrr á árinu var mikil umræða um aðgengi fólks með krabbamein að geislameðferð. Allir sem komu að þeirri umræðu lýstu áhyggjum af stöðunni, fólk með krabbamein, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisráðherra, sem lýsti vandanum sem hluta af stórri innviðaskuld í heilbrigðiskerfinu. Með því að senda ákveðna hópa erlendis til geislameðferðar og með yfirvinnu starfsfólks, sem gerir kleift að bjóða meðferð fram á kvöld og um helgar, hefur verið komið í veg fyrir að bið eftir geislameðferð lengist enn frekar. Það eru hins vegar augljóslega ekki lausnir til frambúðar. Til þess þarf að fjölga sérhæfðu starfsfólki og línuhröðlum og koma upp aðstöðu fyrir þá. Enn eru það einstaklingar sem þurfa nauðsynlega meðferð og þeirra fjölskyldur sem eiga mest undir. Viðbótarbið eftir nauðsynlegri þjónustu getur dregið úr batahorfum, veldur áhyggjum og ótta, og lengir veikindatímabil. Að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu erlendis veldur viðbótarálagi sem ætti að vera óþarft nema við sjaldgæfum sjúkdómum. Þessi staða samræmist heldur ekki sýn stjórnvalda um bestu heilsu landsmanna og er talsvert frá heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða. Það eru bæði vonbrigði og mikið áhyggjuefni fyrir þá rúmlega 2.000 einstaklinga sem greinast með krabbamein á hverju ári og fjölskyldur þeirra að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2026 og eftir aðra umræðu fjárlaga er hvorki brugðist við þörf fyrir aukin fjárframlög vegna leyfisskyldra lyfja né nauðsynlegra aðgerða til að tryggja fólki geislameðferð. Við þessu verður einfaldlega að bregðast. Við hjá Krabbameinsfélaginu biðlum til þingmanna að tryggja fjárveitingar í fjárlögum ársins 2026 þannig að við hér á landi getum fengið krabbameinsþjónustu á heimsmælikvarða, hvort sem hún er lyfja- eða geislameðferð og þannig búið við bestu heilsu. Lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun