„Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Smári Jökull Jónsson skrifar 8. desember 2025 12:37 Arnór Sigurjónsson er sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Á myndinni til hægri má sjá þá Donald Trump forseta Bandaríkjanna og Marco Rubio utanríkisráðherra. Vísir/Lýður Valberg/Getty Sérfræðingur í varnar- og öryggismálum segir stöðu NATO áhyggjuefni í kjölfar útgáfu nýrrar þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna og jafnframt stórkostlegt vandamál fyrir Ísland. Evrópa og Bandaríkin eigi ekki lengur samleið í öryggismálum Evrópu. Í nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna eru stjórnvöld í Evrópu harðlega gagnrýnd. Þar segir að Bandaríkin vilji styðja bandamenn sína í að verja frelsi og öryggi Evrópu sem standi fyrir siðmenningarlegri eyðingu. Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir stefnuna lýsa vanvirðingu við Evrópu og ekki sé hægt að útiloka afskipti Bandaríkjastjórnar af kosningum líkt og gerst hafi í S-Ameríku. „Stærsta vandamálið er væntanlega það að Evrópa og Bandaríkin eiga ekki lengur samleið í öryggismálum Evrópu samkvæmt þessari nýju stefnu Bandaríkjanna. Með öðrum orðum þarf Evrópa að vera undir það búin að geta staðið á eigin fótum, bæði efnahagslega og hernaðarlega,“ sagði Arnór í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Evrópubúar ættu að hafa áhyggjur Hann telur ástæðu fyrir íbúa Evrópu að hafa áhyggjur, ekki síst Úkraínumenn. Bandaríkjamenn vilji koma á viðskiptatengslum við Rússa sem sé ómögulegt nema friður náist. „En hvernig það á að gera, það kemur ekki fram. Væntanlega á kostnað Úkraínu með, með því að gefa eftir land og ekki síst er Evrópa gagnrýnd fyrir að standa í vegi fyrir friði og hafa óraunhæfar hugmyndir um hugsanleg endalok stríðsins.“ „Og það segir sitt að Pútín forseti er mjög ánægður með þessa nýju stefnu Bandaríkjanna,“ bætir Arnór við. Arnór segir stöðu NATO áhyggjuefni en bíða þurfi eftir nýrri varnarstefnu Bandaríkjanna sem væntanleg er. Vísbendingar séu um að Bandaríkin gætu dregið sig úr mörgum af sameiginlegum ákvörðunarferlum innan bandalagsins. „Þetta er náttúrulega stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa í áratugi útvistað alfarið allar varnir landsins til annars vegar Bandaríkjanna í gegnum varnarsamninginn og hins vegar Atlantshafsbandalagsins í gegnum aðild okkar að því bandalagi.“ „Þessi stefna hefur verið góð og gild í mörg ár en það er kominn tími til þess að spyrja sig núna hvort að þetta sé skynsamlegt viðhorf gagnvart öryggi og vörnum landsins.“ Tímabært að íhuga að koma á fót íslenskum her Það sé frumskylda sérhverra sjálfstæðra og fullgildra þjóða að geta brugðist sjálf við strax áður en aðstoð berist, ef hún þá berst. „Ég hef talað fyrir því lengi að það sé tímabært fyrir íslensk stjórnvöld að íhuga alvarlega að koma á fót íslenskum her. Hann þarf ekki að vera stór en hann þarf að vera virkur og geta brugðist við óvæntum eða ófyrirséðum hættum.“ „Þetta væri þá fyrsti fyrirsvarinn fyrir því að við getum varið okkar innviði, hernaðarlega mikilvæga innviði þannig að við getum tekið á móti liðsauka ef hann kemur,“ sagði Arnór að endingu. NATO Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Utanríkismál Donald Trump Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Í nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna eru stjórnvöld í Evrópu harðlega gagnrýnd. Þar segir að Bandaríkin vilji styðja bandamenn sína í að verja frelsi og öryggi Evrópu sem standi fyrir siðmenningarlegri eyðingu. Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir stefnuna lýsa vanvirðingu við Evrópu og ekki sé hægt að útiloka afskipti Bandaríkjastjórnar af kosningum líkt og gerst hafi í S-Ameríku. „Stærsta vandamálið er væntanlega það að Evrópa og Bandaríkin eiga ekki lengur samleið í öryggismálum Evrópu samkvæmt þessari nýju stefnu Bandaríkjanna. Með öðrum orðum þarf Evrópa að vera undir það búin að geta staðið á eigin fótum, bæði efnahagslega og hernaðarlega,“ sagði Arnór í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Evrópubúar ættu að hafa áhyggjur Hann telur ástæðu fyrir íbúa Evrópu að hafa áhyggjur, ekki síst Úkraínumenn. Bandaríkjamenn vilji koma á viðskiptatengslum við Rússa sem sé ómögulegt nema friður náist. „En hvernig það á að gera, það kemur ekki fram. Væntanlega á kostnað Úkraínu með, með því að gefa eftir land og ekki síst er Evrópa gagnrýnd fyrir að standa í vegi fyrir friði og hafa óraunhæfar hugmyndir um hugsanleg endalok stríðsins.“ „Og það segir sitt að Pútín forseti er mjög ánægður með þessa nýju stefnu Bandaríkjanna,“ bætir Arnór við. Arnór segir stöðu NATO áhyggjuefni en bíða þurfi eftir nýrri varnarstefnu Bandaríkjanna sem væntanleg er. Vísbendingar séu um að Bandaríkin gætu dregið sig úr mörgum af sameiginlegum ákvörðunarferlum innan bandalagsins. „Þetta er náttúrulega stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa í áratugi útvistað alfarið allar varnir landsins til annars vegar Bandaríkjanna í gegnum varnarsamninginn og hins vegar Atlantshafsbandalagsins í gegnum aðild okkar að því bandalagi.“ „Þessi stefna hefur verið góð og gild í mörg ár en það er kominn tími til þess að spyrja sig núna hvort að þetta sé skynsamlegt viðhorf gagnvart öryggi og vörnum landsins.“ Tímabært að íhuga að koma á fót íslenskum her Það sé frumskylda sérhverra sjálfstæðra og fullgildra þjóða að geta brugðist sjálf við strax áður en aðstoð berist, ef hún þá berst. „Ég hef talað fyrir því lengi að það sé tímabært fyrir íslensk stjórnvöld að íhuga alvarlega að koma á fót íslenskum her. Hann þarf ekki að vera stór en hann þarf að vera virkur og geta brugðist við óvæntum eða ófyrirséðum hættum.“ „Þetta væri þá fyrsti fyrirsvarinn fyrir því að við getum varið okkar innviði, hernaðarlega mikilvæga innviði þannig að við getum tekið á móti liðsauka ef hann kemur,“ sagði Arnór að endingu.
NATO Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Utanríkismál Donald Trump Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira