Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar 5. desember 2025 07:32 Ef ég hækka yfirdráttinn minn hef ég meira ráðstöfunarfé um stund – en tekjur mínar hafa ekki hækkað. Skuldadagurinn kemur alltaf. Þá þarf ég að borga lánið til baka og þá lækka ráðstöfunartekjurnar mínar. Þetta er nákvæmlega staðan í Hafnarfirði enn eitt árið. Í vikunni samþykkti meirihluti bæjarstjórnar fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir árið 2026, þá síðustu á þessu kjörtímabili. Meirihlutinn hefur í fjögur ár lýst rekstri bæjarins sem ábyrgum og stöðugum. Ég er ósammála. Reksturinn er í raun sá veikasti á öllu höfuðborgarsvæðinu. Rekstur þarf að skila afgangi – ekki lántökum Hver einasti rekstur, hvort sem það er heimili, fyrirtæki eða sveitarfélag, verður að skila nægum afgangi til að standa undir afborgunum af skuldum. Ef afborganir ársins eru 2,5 milljarðar þarf afgangurinn að vera að minnsta kosti 2,5 milljarðar. Annars þarf að taka lán. Mælikvarðinn sem skiptir máli er handbært fé frá rekstri – hvað er eftir þegar búið er að greiða allan reglulegan kostnað af reglulegum tekjum. Þetta er sú tala sem segir hvað reksturinn skilar til afborgana og fjárfestinga. Samtals hefur reksturinn skilað á kjörtímabilnu 670 milljónum í mínus. Það hefur þurft að taka 670 milljónir að láni fyrir launum. Þá eru eftir afborganir lána á kjörtímabilinu: 8,89 milljarðar. Samanlagt hefur þurft að taka 9.5 milljarða króna að láni til að greiða afborganir lána og laun. Þetta er slík upphæð að ég á erfitt með að ná utan um hana. En þetta jafngildir 6,5 milljónum á dag, 272 þúsund krónur á tímann, eða 4.500 krónur á mínútu – alla daga, allan sólarhringinn, allt kjörtímabilið. Glansmynd byggð á hálfsannleika Bæjarstjóri lýsir þessum árangri svona:„Hafnarfjarðarbær hefur byggt upp ábyrgan rekstur sem skilar stöðugleika, fyrirsjáanleika og svigrúmi.“ Ég deili ekki þessari sýn. Ástæðan er einföld: Glansmynd meirihlutans byggir á því að horft er á rekstrarreikning A- og B-hluta þar sem ýmsum tekjum er komið fyrir sem ekki eiga heima í grunnrekstrinum. Tekjur eru blásnar út til að fegra myndina. En sjóðstreymið segir aðra sögu og allt sem segja þarf. Þar sést skýrt að halli grunnrekstrarins hefur verið falinn með peningum sem eiga ekki að fara í reksturinn: lóðasölu og gatnagerðargjöldum. Þetta eru peningar sem eru innheimtir til að standa undir fjárfestingum í innviðum – ekki til að reka skóla, greiða laun eða fjármagna félagsþjónustu. Í raun hefur Hafnarfjörður verið að taka lán hjá framtíðaríbúum bæjarins. Þetta er frestuð skattheimta Að taka lán til að borga af eldri lánum og launum er ekkert annað en frestuð skattheimta. Hún fellur á íbúa bæjarins síðar – sérstaklega þegar verðtryggð lán fara að bíta. Það mun gerast eftir að þeir sem bera ábyrgð á þessari fjármálastjórn eru hættir og þurfa ekki að horfast í augu við afleiðingarnar. Og staðan heldur áfram að versna: Árið 2027 þarf að taka 1,5 milljarða í lán til að brúa rekstrarbilið. Árið 2028 þarf að taka 1,3 milljarða til viðbótar. Það er hægt að snúa þessu við Þrátt fyrir alvarlega stöðu er til lausn og við byrjum á því að hætta að taka lán til að borga lán. Rekstur þarf að byggjast á raunverulegum tekjum og skýrri forgangsröðun. Það er hægt að snúa þessari þróun við, en aðeins með því að horfast í augu við stöðuna eins og hún er – ekki eins og meirihlutinn vill sýna hana. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Ef ég hækka yfirdráttinn minn hef ég meira ráðstöfunarfé um stund – en tekjur mínar hafa ekki hækkað. Skuldadagurinn kemur alltaf. Þá þarf ég að borga lánið til baka og þá lækka ráðstöfunartekjurnar mínar. Þetta er nákvæmlega staðan í Hafnarfirði enn eitt árið. Í vikunni samþykkti meirihluti bæjarstjórnar fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir árið 2026, þá síðustu á þessu kjörtímabili. Meirihlutinn hefur í fjögur ár lýst rekstri bæjarins sem ábyrgum og stöðugum. Ég er ósammála. Reksturinn er í raun sá veikasti á öllu höfuðborgarsvæðinu. Rekstur þarf að skila afgangi – ekki lántökum Hver einasti rekstur, hvort sem það er heimili, fyrirtæki eða sveitarfélag, verður að skila nægum afgangi til að standa undir afborgunum af skuldum. Ef afborganir ársins eru 2,5 milljarðar þarf afgangurinn að vera að minnsta kosti 2,5 milljarðar. Annars þarf að taka lán. Mælikvarðinn sem skiptir máli er handbært fé frá rekstri – hvað er eftir þegar búið er að greiða allan reglulegan kostnað af reglulegum tekjum. Þetta er sú tala sem segir hvað reksturinn skilar til afborgana og fjárfestinga. Samtals hefur reksturinn skilað á kjörtímabilnu 670 milljónum í mínus. Það hefur þurft að taka 670 milljónir að láni fyrir launum. Þá eru eftir afborganir lána á kjörtímabilinu: 8,89 milljarðar. Samanlagt hefur þurft að taka 9.5 milljarða króna að láni til að greiða afborganir lána og laun. Þetta er slík upphæð að ég á erfitt með að ná utan um hana. En þetta jafngildir 6,5 milljónum á dag, 272 þúsund krónur á tímann, eða 4.500 krónur á mínútu – alla daga, allan sólarhringinn, allt kjörtímabilið. Glansmynd byggð á hálfsannleika Bæjarstjóri lýsir þessum árangri svona:„Hafnarfjarðarbær hefur byggt upp ábyrgan rekstur sem skilar stöðugleika, fyrirsjáanleika og svigrúmi.“ Ég deili ekki þessari sýn. Ástæðan er einföld: Glansmynd meirihlutans byggir á því að horft er á rekstrarreikning A- og B-hluta þar sem ýmsum tekjum er komið fyrir sem ekki eiga heima í grunnrekstrinum. Tekjur eru blásnar út til að fegra myndina. En sjóðstreymið segir aðra sögu og allt sem segja þarf. Þar sést skýrt að halli grunnrekstrarins hefur verið falinn með peningum sem eiga ekki að fara í reksturinn: lóðasölu og gatnagerðargjöldum. Þetta eru peningar sem eru innheimtir til að standa undir fjárfestingum í innviðum – ekki til að reka skóla, greiða laun eða fjármagna félagsþjónustu. Í raun hefur Hafnarfjörður verið að taka lán hjá framtíðaríbúum bæjarins. Þetta er frestuð skattheimta Að taka lán til að borga af eldri lánum og launum er ekkert annað en frestuð skattheimta. Hún fellur á íbúa bæjarins síðar – sérstaklega þegar verðtryggð lán fara að bíta. Það mun gerast eftir að þeir sem bera ábyrgð á þessari fjármálastjórn eru hættir og þurfa ekki að horfast í augu við afleiðingarnar. Og staðan heldur áfram að versna: Árið 2027 þarf að taka 1,5 milljarða í lán til að brúa rekstrarbilið. Árið 2028 þarf að taka 1,3 milljarða til viðbótar. Það er hægt að snúa þessu við Þrátt fyrir alvarlega stöðu er til lausn og við byrjum á því að hætta að taka lán til að borga lán. Rekstur þarf að byggjast á raunverulegum tekjum og skýrri forgangsröðun. Það er hægt að snúa þessari þróun við, en aðeins með því að horfast í augu við stöðuna eins og hún er – ekki eins og meirihlutinn vill sýna hana. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar