Fótbolti

Mbappé-sýningin heldur á­fram hjá Real Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eduardo Camavinga og Kylian Mbappe fagna öðru marki Real Madrid í kvöld.
Eduardo Camavinga og Kylian Mbappe fagna öðru marki Real Madrid í kvöld. EPA/JAVIER ZORRILLA

Franski framherjinn Kylian Mbappé var áfram í markastuði í kvöld þegar Real Madrid sótti þrjú stig til Baskalands í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Real Madrid vann 3-0 útisigur á Athletic Club Bilbao og minnkaði forskot Barelona á toppnum í eitt stig.

Mbappé hefur skorað grimmt það sem af er þessu tímabili og hann kom Real í 1-0 á sjöundu mínútu. Hann tók laglega við hárri fyrirgjöf frá Trent Alexander-Arnold og afgreiddi hana glæsilega í netið.

Þremur mínútum fyrir hálfleik lagði Mbappé síðan upp mark fyrir Eduardo Camavinga sem skallaði inn fyrirgjöf franska framherjans.

Mbappé innsiglaði sigurinn með þriðja markinu, og öðru marki sínu, þegar hann kom Real í 3-0 á 59. mínútu. Hann fékk boltann frá Alvaro Carreras og skoraði af löngu færi.

Þessi tvö mörk Mbappé þýða að hann er þegar kominn með sextán deildarmörk og fjórar stoðsendingar í fimmtán leikjum.

Hann hefur skorað tvöfalt fleiri mörk en næstu menn á markalistanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×