Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 4. desember 2025 07:01 Hugverkaiðnaður, þessi fjölbreytti og kraftmikli iðnaður, hefur á fáum árum orðið einn af burðarásum íslensks útflutnings. Sterkur og fjölbreyttur útflutningur er forsenda þess að við getum áfram byggt upp og viðhaldið góðum lífskjörum á Íslandi. Fyrir lítið hagkerfi eru þetta því ekki lítil tíðindi og lykilatriði til að tryggja áframhaldandi verðmætasköpun og þar með sterk lífskjör í landinu. Hugverkaiðnaður hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu árum en útflutningstekjur greinarinnar hafa tvöfaldast á aðeins fimm árum og voru 309 milljarðar króna á síðasta ári. Og við vitum að þetta er aðeins upphafið. 18.000 störf og fer hratt fjölgandi Samtök iðnaðarins telja að þessi fjórða stoð þjóðarbúsins geti orðið sú stærsta áður en þessi áratugur er á enda. Ef rétt er á málum haldið gætu útflutningstekjur greinarinnar orðið allt að 640 milljarðar árið 2029. Rúmlega 18.000 manns starfa í tækni- og hugverkaiðnaði í dag og á næstu árum geta orðið til þúsundir nýrra háframleiðnistarfa sem skila þjóðinni bæði verðmætum og tækifærum.Þetta er ekki heppni. Þetta er árangur sem byggir á markvissri stefnu og skýrri framtíðarsýn. Fjárfesting í rannsóknum og þróun lykilatriði Grunnurinn að íslenskum hugverkaiðnaði er fjárfesting í rannsóknum og þróun, öflugir skattahvatar, sterkt menntakerfi og fjármögnunarumhverfi sem styður nýsköpun. Vöxtur hugverkaiðnaðar sýnir með skýrum hætti hvað stefna, umgjörð og stuðningur stjórnvalda geta skilað í raunverulegum verðmætum. Ekki aðeins í tekjum fyrir þjóðarbúið sem hægt er að nýta til þess að byggja upp öflugt velferðarkerfi heldur einnig í spennandi störfum fyrir unga sem aldna sem hafa í dag möguleika á að starfa hvar sem er í heiminum. Á undanförnum árum hafa greinarhöfundar fengið að vinna þétt með öflugum hópi fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði innan Samtaka iðnaðarins – allt frá fyrirtækjum í tölvuleikjaiðnaði, hugbúnaðarþróun og menntatækni yfir í líftækni, lyfjaþróun og lækningatækjaframleiðslu. Við höfum séð hvernig fyrirtæki geta margfaldað útflutningstekjur sínar á örfáum árum, þó oftast eftir mjög krefjandi uppbyggingartímabil, á sama tíma og þau byggja upp störf, þekkingu og alþjóðlega stöðu. Það er ótrúlegt að sjá hvað gerist þegar rétt umgjörð, kröftugt samtal og hugrekki mætast. Þéttum raðirnar Í dag fer fram ársfundur Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins, þar sem félagsmenn í tækni- og hugverkaiðnaði móta næstu skref. Það hefur sjaldan verið mikilvægara. Því að þrátt fyrir að íslenskur hugverkaiðnaður skíni skært eru blikur á lofti í alþjóðaviðskiptum, tollastríð hefur áhrif á útflutning, birgðakeðjur sem fyrir örfáum árum þóttu sjálfsagðar eru brotnar upp og óvissan veldur óstöðugleika á mörkuðum. Þá skiptir sköpum að þétta raðir fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði enn frekar og hvetja stjórnvöld áfram, með skýrum tillögum að öflugra starfsumhverfi fyrirtækja, til að skapa skilyrði hér á landi þar sem fyrirtæki í þessum iðnaði geta blómstrað.Ársfundurinn er vettvangur fyrir stærsta samtal greinarinnar – þar sem félagsmenn Samtaka iðnaðarins í tækni- og hugverkaiðnaði móta saman sýn og stefnu og leggja grunn að tækifærum sem geta á jákvæðan hátt umbreytt íslensku hagkerfi til framtíðar í þágu samfélagsins alls. Greinahöfundar eru viðskiptastjórar á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins þar sem þær sinna málefnum hugverkaiðnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Sjá meira
Hugverkaiðnaður, þessi fjölbreytti og kraftmikli iðnaður, hefur á fáum árum orðið einn af burðarásum íslensks útflutnings. Sterkur og fjölbreyttur útflutningur er forsenda þess að við getum áfram byggt upp og viðhaldið góðum lífskjörum á Íslandi. Fyrir lítið hagkerfi eru þetta því ekki lítil tíðindi og lykilatriði til að tryggja áframhaldandi verðmætasköpun og þar með sterk lífskjör í landinu. Hugverkaiðnaður hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu árum en útflutningstekjur greinarinnar hafa tvöfaldast á aðeins fimm árum og voru 309 milljarðar króna á síðasta ári. Og við vitum að þetta er aðeins upphafið. 18.000 störf og fer hratt fjölgandi Samtök iðnaðarins telja að þessi fjórða stoð þjóðarbúsins geti orðið sú stærsta áður en þessi áratugur er á enda. Ef rétt er á málum haldið gætu útflutningstekjur greinarinnar orðið allt að 640 milljarðar árið 2029. Rúmlega 18.000 manns starfa í tækni- og hugverkaiðnaði í dag og á næstu árum geta orðið til þúsundir nýrra háframleiðnistarfa sem skila þjóðinni bæði verðmætum og tækifærum.Þetta er ekki heppni. Þetta er árangur sem byggir á markvissri stefnu og skýrri framtíðarsýn. Fjárfesting í rannsóknum og þróun lykilatriði Grunnurinn að íslenskum hugverkaiðnaði er fjárfesting í rannsóknum og þróun, öflugir skattahvatar, sterkt menntakerfi og fjármögnunarumhverfi sem styður nýsköpun. Vöxtur hugverkaiðnaðar sýnir með skýrum hætti hvað stefna, umgjörð og stuðningur stjórnvalda geta skilað í raunverulegum verðmætum. Ekki aðeins í tekjum fyrir þjóðarbúið sem hægt er að nýta til þess að byggja upp öflugt velferðarkerfi heldur einnig í spennandi störfum fyrir unga sem aldna sem hafa í dag möguleika á að starfa hvar sem er í heiminum. Á undanförnum árum hafa greinarhöfundar fengið að vinna þétt með öflugum hópi fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði innan Samtaka iðnaðarins – allt frá fyrirtækjum í tölvuleikjaiðnaði, hugbúnaðarþróun og menntatækni yfir í líftækni, lyfjaþróun og lækningatækjaframleiðslu. Við höfum séð hvernig fyrirtæki geta margfaldað útflutningstekjur sínar á örfáum árum, þó oftast eftir mjög krefjandi uppbyggingartímabil, á sama tíma og þau byggja upp störf, þekkingu og alþjóðlega stöðu. Það er ótrúlegt að sjá hvað gerist þegar rétt umgjörð, kröftugt samtal og hugrekki mætast. Þéttum raðirnar Í dag fer fram ársfundur Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins, þar sem félagsmenn í tækni- og hugverkaiðnaði móta næstu skref. Það hefur sjaldan verið mikilvægara. Því að þrátt fyrir að íslenskur hugverkaiðnaður skíni skært eru blikur á lofti í alþjóðaviðskiptum, tollastríð hefur áhrif á útflutning, birgðakeðjur sem fyrir örfáum árum þóttu sjálfsagðar eru brotnar upp og óvissan veldur óstöðugleika á mörkuðum. Þá skiptir sköpum að þétta raðir fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði enn frekar og hvetja stjórnvöld áfram, með skýrum tillögum að öflugra starfsumhverfi fyrirtækja, til að skapa skilyrði hér á landi þar sem fyrirtæki í þessum iðnaði geta blómstrað.Ársfundurinn er vettvangur fyrir stærsta samtal greinarinnar – þar sem félagsmenn Samtaka iðnaðarins í tækni- og hugverkaiðnaði móta saman sýn og stefnu og leggja grunn að tækifærum sem geta á jákvæðan hátt umbreytt íslensku hagkerfi til framtíðar í þágu samfélagsins alls. Greinahöfundar eru viðskiptastjórar á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins þar sem þær sinna málefnum hugverkaiðnaðar.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun