Innlent

Var að horfa á þátt í far­símanum á meðan hann ók

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fimm gistu fangageymslur í morgun.
Fimm gistu fangageymslur í morgun. Vísir/Ívar Fannar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi eða nótt tvö einstaklinga, sem brutu sér leið inn í íbúð í miðborginni og komu sér þar fyrir. Þá eru tveir aðrir grunaðir um líkamsárás í miðbænum en það mál er í rannsókn.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar.

Lögregla rannsakar einnig þjófnað í fataverslun í miðborginni og rúðubrot í heimahúsi í póstnúmerinu 109. Tilkynnt var um umferðarslys í Kópavogi en engin slys urðu á fólki.

Nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni, meðal annars ökumaður sem reyndist vera að horfa á þátt í farsímanum sínum, á meðan hann ók.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×