Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2025 23:55 Stjórn FTT spyr sérstaklega út í grínþættina Vesen, sem eru sýndir af Símanum en framleiddir af SagaFilm og hvort tónlistin í þeim hafi verið búin til af gervigreind. Vísir/Vilhelm Stjórn Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) sendi í dag bréf á Símann og Sagafilm þar sem spurt var út í notkun gervigreindartónlistar í kvikmyndum og sjónvarpsefni. Sérstaklega hvað varðar notkun gervigreindar sem byggir tónlist sína á verkum í höfundarétti. Í yfirlýsingu sem birt var á Facebook í kvöld segir stjórn FTT að mörgum spurningum sé ósvarað varðandi uppruna slíkrar tónlistar og þar að auki grafi notkun hennar í sjónvarpi undan viðkvæmu starfsumhverfi höfunda og hljóðfæraleikara. Stjórnin spyr sérstaklega út í grínþættina Vesen, sem eru sýndir af Símanum en framleiddir af SagaFilm og hvort tónlistin í þeim hafi verið búin til af gervigreind. Sé svo, vill stjórnin vita hvort það sé „yfirlýst stefna eða markmið“ hjá forsvarsmönnum fyrirtækjanna að draga úr aðkomu tónhöfunda að nýju íslensku efni og hvort búið sé að setja siðareglur um notkun gervigreindar. Þá spyr stjórn FTT einnig hvort forsvarsmenn Símans telji réttlætanlegt að sýna þætti sem „nýta tónlist, sem unnin er á því dökkgráa svæði sem spunagreindin byggir á“ og hvort forsvarsmönnum SagaFilm finnist „réttlætanlegt að stytta ykkur listræna leið með slíkri notkun“. „Allt eru þetta spurningar sem gott væri að fá svör við sem fyrst, en við hjá FTT teljum að brýn þörf sé á að setja siða- og umgengnisreglur um notkun gervigreindartónlistar,“ segir stjórnin. Stór hópur þekktra rithöfunda hefur höfðað mál gegn OpenAI, fyrirtækinu sem á ChatGPT, á þeim grunni að mállíkanið hafi verið þjálfað á höfundarréttarvörðu efni þeirra og annarra. Margir aðrir hópar hafa höfðað sambærileg mál gegn tæknifyrirtækjum. Forsvarsmenn OpenAI og annarra fyrirtækja sem hafa þróað mállíkön eins og ChatGPT hafa haldið því fram að notkun á slíku efni til að þjálfa gervigreind sé ekki brot á höfundarrétti, í Bandaríkjunum allvega. Bíó og sjónvarp Síminn Gervigreind Tónlist Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Sjá meira
Í yfirlýsingu sem birt var á Facebook í kvöld segir stjórn FTT að mörgum spurningum sé ósvarað varðandi uppruna slíkrar tónlistar og þar að auki grafi notkun hennar í sjónvarpi undan viðkvæmu starfsumhverfi höfunda og hljóðfæraleikara. Stjórnin spyr sérstaklega út í grínþættina Vesen, sem eru sýndir af Símanum en framleiddir af SagaFilm og hvort tónlistin í þeim hafi verið búin til af gervigreind. Sé svo, vill stjórnin vita hvort það sé „yfirlýst stefna eða markmið“ hjá forsvarsmönnum fyrirtækjanna að draga úr aðkomu tónhöfunda að nýju íslensku efni og hvort búið sé að setja siðareglur um notkun gervigreindar. Þá spyr stjórn FTT einnig hvort forsvarsmenn Símans telji réttlætanlegt að sýna þætti sem „nýta tónlist, sem unnin er á því dökkgráa svæði sem spunagreindin byggir á“ og hvort forsvarsmönnum SagaFilm finnist „réttlætanlegt að stytta ykkur listræna leið með slíkri notkun“. „Allt eru þetta spurningar sem gott væri að fá svör við sem fyrst, en við hjá FTT teljum að brýn þörf sé á að setja siða- og umgengnisreglur um notkun gervigreindartónlistar,“ segir stjórnin. Stór hópur þekktra rithöfunda hefur höfðað mál gegn OpenAI, fyrirtækinu sem á ChatGPT, á þeim grunni að mállíkanið hafi verið þjálfað á höfundarréttarvörðu efni þeirra og annarra. Margir aðrir hópar hafa höfðað sambærileg mál gegn tæknifyrirtækjum. Forsvarsmenn OpenAI og annarra fyrirtækja sem hafa þróað mállíkön eins og ChatGPT hafa haldið því fram að notkun á slíku efni til að þjálfa gervigreind sé ekki brot á höfundarrétti, í Bandaríkjunum allvega.
Bíó og sjónvarp Síminn Gervigreind Tónlist Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Sjá meira