Innlent

Maðurinn sem fannst látinn var um fer­tugt

Atli Ísleifsson skrifar
Untitled-3525 (1)
Vísir/Einar

Maðurinn sem fannst látinn í heimahúsi á Kársnesi í Kópavogi í gærmorgun var um fertugt. Ekki er ljóst með hvaða hætti andlátið bar að, en rannsókn málsins er í fullum gangi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að tilkynning um meðvitundarlausan karlmann í heimahúsi í Kópavogi hafi borist á ellefta tímanum í gærmorgun. 

Lögregla hélt rakleiðis á vettvang, en maðurinn, sem var um fertugt, reyndist látinn er að var komið. 

Í frétt Vísis í gær kom fram að maðurinn hafi fundist í þriggja íbúða fjölbýlishúsi á Kársnesi, en tæknideild lögreglu var þar að störfum stóran hluta dagsins í gær.

„Ekki er ljóst með hvaða hætti andlátið bar að, en rannsókn málsins er í fullum gangi. Skýrslutökur stóðu yfir í gær og er framhaldið í dag, en enginn er í haldi vegna málsins.

Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu,“ segir í tilkynningunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×