Erlent

Þriðja málið gegn Trump fellt niður

Agnar Már Másson skrifar
Saksóknarinn sagði ákvörðun sína ekki byggja á stjórnmálaskoðunum, heldur á trú sinni og skilningi á lögunum.
Saksóknarinn sagði ákvörðun sína ekki byggja á stjórnmálaskoðunum, heldur á trú sinni og skilningi á lögunum. AP/Alex Brandon

Dómari í Georgíufylki í Bandaríkjunum hefur látið niður falla síðustu lögsóknina sem eftir stóð gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta. Málið sneri að meintum tilraunum hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020.

Þetta er þriðja sakamálið gegn Trump sem er látið niður falla frá því að hann var endurkjörinn. 

Málið var fyrst lagt fram af hálfu Fanni Willis hérðassaksóknara, sem var síðan vikið úr málinu vegna óhæfis.

Pete Skandalakis, sem tók við málinu af Willis, upplýsti Scott McAfee, dómara í Fultonsýslu, í gær að hann myndi ekki halda mállinu áfram og dómarinn lét svo málið niður falla í dag.

„Samkvæmt mínu sérfræðilega áliti er borgurum Georgíu enginn greiði gerður með því að halda áfram með þetta mál að fullu í fimm eða tíu ár í viðbót,“ skrifaði Skandalakis og bætti við að hann væri að binda enda á málið til að þjóna „hagsmunum réttlætis“.

„Sanngjarn og óhlutdrægur saksóknari hefur bundið enda á þennan löghernað,“ er haft eftir lögmanni forsetans í frétt BBC. 

Trump var gefið að sök að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020, þegar Demókratinn Joe Biden bar sigur úr býtum. Trump hefur nú hefur náðað yfir 75 einstaklinga sem voru sagðir hafa átt þátt í aðgerðum til að freista þess að snúa niðurstöðum forsetakosninganna árið 2020.

Fjöldi samherja hans voru einnig sakborningar í málinu, þar á meðal Rudy Giuliani, fyrrverandi lögmaður Trumps, og Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins.

Skandalakis saksóknari sagði ákvörðun sína ekki byggja á stjórnmálaskoðunum heldur a „trú minni og skilningi mínum á lögunum.“


Tengdar fréttir

Ákærur gegn Comey og James felldar niður

Bandarískur dómari felldi í gær niður ákærurnar gegn þeim James Comey, fyrrverandi yfirmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og Letitia James, ríkissaksóknara New York. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að saksóknarinn sem ákærði þau, sem er fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi verið skipaður í embætti með ólöglegum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×