Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Aron Guðmundsson skrifar 26. nóvember 2025 07:31 Janus Daði Smárason í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Vilhelm Gleðitíðindi bárust fyrir íslenska landsliðið í handbolta um nýliðna helgi nú þegar að styttist í Evrópumótið í janúar. Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason er mættur aftur inn á völlinn, fyrr en áætlað var, eftir að hafa rifið liðband í hné. Janus meiddist í leik með ungverska liðinu Pick Szeged undir lok september mánaðar og var gert ráð fyrir því að hann yrði frá í 10-12 vikur. Janus Daði sneri hins vegar aftur inn á völlinn á sunnudaginn síðastliðinn, sléttum átta vikum eftir að hafa meiðst, og skoraði tvö mörk í öruggum sigri Szeged. „Það er bara gott að spila, hafa verið leiðinlegar undanfarnar vikur. Að vera á hliðarlínunni, við erum óvanir því sem íþróttamenn þannig séð. Viljum helst vera með og reyna skipta máli,“ segir Janus Daði í viðtali hjá íþróttadeild Sýnar. Heppinn og glaður með að ekki hafi farið verr Janusi tókst að tileinka sér jákvætt hugarfar á meðan að endurhæfingunni stóð og að öllum líkindum spilar það stóran þátt í því að hann snýr nú fyrr til baka en vonir stóðu til. „Ég er þokkalega meðvitaður um að svona getur gerst og þá er þetta bara verkefni sem maður þarf að tækla. Svo lengi sem liðið þitt er að vinna leiki þá er þetta alltaf auðveldara en um leið og töpin gerast þá ertu kannski meira pirraður yfir því að geta ekki verið að bakka þá upp. Ég nýtti tímann bara vel í að sinna líkamana og viðhalda því sem hægt var að viðhalda. Þetta leið nú þokkalega hratt, allt í einu voru liðnar sex til sjö vikur og þokkalega stutt í þetta. Ég er bara glaður með að þurfa ekki að bíða lengur með að fara keppa.“ „Ég taldi mig bara vera nokkuð heppinn og glaður með að það fór ekki verr, var bara jákvæður yfir þessu allan tímann. Eigum við ekki að segja að það spili inn í. Að ef maður hefur nógu mikla trú á því að þetta gangi að þá taki maður betur á móti þessu. Ég er þokkalega meðvitaður um að svona getur gerst og þá er þetta bara verkefni sem maður þarf að tækla.“ Þarf að venjast því aftur að láta lemja á sér Ekkert bakslag varð í endurhæfingu Janusar og var leikur síðastliðinnar helgar, þar sem Pick Szeged vann öruggan sigur, fullkominn fyrir hann til það að snúa aftur í. „Mér líður samt núna í líkamanum eins og það sé ágúst í undirbúningstímabili. Mér er illt í bakinu og mjöðmunum, maður er að venjast því að komast í alvöru snertingu aftur og láta aðeins berja á sér. Því miður er ég í mikilli baráttu þegar ég er að spila og þarf svona kannski viku eða tvær til að komast yfir það. En annars er þetta sami takturinn, þægilegt þegar að dagleg rútína tekur við aftur því maður er eiginlega meira út í íþróttahúsi þegar að maður er meiddur, eins asnalega og það hljómar. Endalaust af tímum í einhverjum græjum. Ég er bara glaður með að sleppa við að gera það leiðinlega og fá að gera það skemmtilega núna.“ Það er oftar en ekki tekið ansi hart á Janusi DaðaVísir/Pawel Cieslikiewicz Það var einungis fyrsta kvöldið eftir meiðslin sem að Janus hafði smá áhyggjur af því hvort komandi Evrópumót, með íslenska landsliðinu í janúar væri úr sögunni. Nú hefur hann hins vegar góðan tíma til þess að undirbúa sig fyrir átökin þar. „Það er fyrsta sem maður hugsar um, þessi blessaði janúarmánuður sem maður er alltaf að bíða eftir. Svo er hann allt í einu búinn og þá er maður aftur farinn að bíða. Bara frábært að geta byrjað að æfa núna aftur á fullu, komast aftur í leikæfingu og takt. Nú er markmiðið bara að vera í toppstandi þegar að við hefjum undirbúning eftir áramót.“ Landslið karla í handbolta Ungverski handboltinn Íslendingar erlendis Handbolti EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira
Janus meiddist í leik með ungverska liðinu Pick Szeged undir lok september mánaðar og var gert ráð fyrir því að hann yrði frá í 10-12 vikur. Janus Daði sneri hins vegar aftur inn á völlinn á sunnudaginn síðastliðinn, sléttum átta vikum eftir að hafa meiðst, og skoraði tvö mörk í öruggum sigri Szeged. „Það er bara gott að spila, hafa verið leiðinlegar undanfarnar vikur. Að vera á hliðarlínunni, við erum óvanir því sem íþróttamenn þannig séð. Viljum helst vera með og reyna skipta máli,“ segir Janus Daði í viðtali hjá íþróttadeild Sýnar. Heppinn og glaður með að ekki hafi farið verr Janusi tókst að tileinka sér jákvætt hugarfar á meðan að endurhæfingunni stóð og að öllum líkindum spilar það stóran þátt í því að hann snýr nú fyrr til baka en vonir stóðu til. „Ég er þokkalega meðvitaður um að svona getur gerst og þá er þetta bara verkefni sem maður þarf að tækla. Svo lengi sem liðið þitt er að vinna leiki þá er þetta alltaf auðveldara en um leið og töpin gerast þá ertu kannski meira pirraður yfir því að geta ekki verið að bakka þá upp. Ég nýtti tímann bara vel í að sinna líkamana og viðhalda því sem hægt var að viðhalda. Þetta leið nú þokkalega hratt, allt í einu voru liðnar sex til sjö vikur og þokkalega stutt í þetta. Ég er bara glaður með að þurfa ekki að bíða lengur með að fara keppa.“ „Ég taldi mig bara vera nokkuð heppinn og glaður með að það fór ekki verr, var bara jákvæður yfir þessu allan tímann. Eigum við ekki að segja að það spili inn í. Að ef maður hefur nógu mikla trú á því að þetta gangi að þá taki maður betur á móti þessu. Ég er þokkalega meðvitaður um að svona getur gerst og þá er þetta bara verkefni sem maður þarf að tækla.“ Þarf að venjast því aftur að láta lemja á sér Ekkert bakslag varð í endurhæfingu Janusar og var leikur síðastliðinnar helgar, þar sem Pick Szeged vann öruggan sigur, fullkominn fyrir hann til það að snúa aftur í. „Mér líður samt núna í líkamanum eins og það sé ágúst í undirbúningstímabili. Mér er illt í bakinu og mjöðmunum, maður er að venjast því að komast í alvöru snertingu aftur og láta aðeins berja á sér. Því miður er ég í mikilli baráttu þegar ég er að spila og þarf svona kannski viku eða tvær til að komast yfir það. En annars er þetta sami takturinn, þægilegt þegar að dagleg rútína tekur við aftur því maður er eiginlega meira út í íþróttahúsi þegar að maður er meiddur, eins asnalega og það hljómar. Endalaust af tímum í einhverjum græjum. Ég er bara glaður með að sleppa við að gera það leiðinlega og fá að gera það skemmtilega núna.“ Það er oftar en ekki tekið ansi hart á Janusi DaðaVísir/Pawel Cieslikiewicz Það var einungis fyrsta kvöldið eftir meiðslin sem að Janus hafði smá áhyggjur af því hvort komandi Evrópumót, með íslenska landsliðinu í janúar væri úr sögunni. Nú hefur hann hins vegar góðan tíma til þess að undirbúa sig fyrir átökin þar. „Það er fyrsta sem maður hugsar um, þessi blessaði janúarmánuður sem maður er alltaf að bíða eftir. Svo er hann allt í einu búinn og þá er maður aftur farinn að bíða. Bara frábært að geta byrjað að æfa núna aftur á fullu, komast aftur í leikæfingu og takt. Nú er markmiðið bara að vera í toppstandi þegar að við hefjum undirbúning eftir áramót.“
Landslið karla í handbolta Ungverski handboltinn Íslendingar erlendis Handbolti EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira