Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Kristján Már Unnarsson skrifar 25. nóvember 2025 10:40 Fyrirhugaður gangamunni Fjarðarheiðarganga Egilsstaðamegin. Þar mun hann tengjast þjóðveginum um Fagradal. Mannvit/Vegagerðin Undirskriftir 2.729 einstaklinga til stuðnings Fjarðarheiðargöngum milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar hafa verið sendar rafrænt til samgönguyfirvalda. Keppni í söfnun undirskrifta milli stuðningshópa tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi heldur áfram á netinu en tólf dagar eru frá því innviðaráðherra voru afhentar 2.133 undirskriftir til stuðnings Fjarðagöngum, tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð. „Vegna yfirlýsinga um að ný samgönguáætlun sé í burðarliðnum þótti tryggara að senda inn stöðuna eins og hún er núna,“ segir Seyðfirðingurinn Lárus Bjarnason, forsvarsmaður undirskriftasöfnunar vegna Fjarðarheiðarganga, í færslu á facebook. Þar tekur hann fram að söfnun undirskrifta haldi áfram á Ísland.is. Það sama gildir um söfnun undirskrifta til stuðnings Fjarðagöngum. Lárus kveðst hafa sent undirskriftalistana á Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra, Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra, Braga Þór Thoroddsen, formann samgönguráðs, og Guðbrand Einarsson, formann umhverfis - og samgöngunefndar Alþingis. Tenging Fjarðarheiðarganga eins og hún er hugsuð Egilsstaðamegin við Eyvindará. Fjær sést hvar þjóðvegurinn liggur um Fagradal. Þar vinstra megin liggur leiðin í átt að Mjóafjarðarheiði.Vegagerðin/Mannvit „Alls hafa 2.729 einstaklingar lýst yfir stuðningi við áframhaldandi forgang og framkvæmd Fjarðarheiðarganga eins og gildandi Samgönguáætlun gerir ráð fyrir,“ segir Lárus í bréfi sem hann lætur fylgja. „Stuðningurinn kemur víða að af landinu. Ljóst er að stór hópur undirskrifta er frá Múlaþingi, allmargar frá Fjarðabyggð og fjöldi víðs vegar að af landinu, sem sýnir breiða þátttöku án þess að rekja málið niður á einstök sveitarfélög eða nánari persónuupplýsingar. Þessi heildarmynd er talandi um að málefnið á hljómgrunn langt út fyrir heimabyggð,“ segir ennfremur í bréfinu sem Lárus ritar undir sem ábyrgðaraðili undirskriftalista. Undirskriftasafnanirnar fara fram á Ísland.is og eru ekki bundnar við íbúa Austurlands. Þar má sjá fjölda undirskrifta í rauntíma. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðarheiðargöng. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðagöng. Í frétt Sýnar í síðustu viku var fjallað um undirskriftakeppnina: Hér má sjá innviðaráðherra taka við undirskriftum vegna Fjarðaganga: Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Fjarðabyggð Samgöngur Vegagerð Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgönguáætlun Tengdar fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum. 15. nóvember 2025 20:10 Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. 13. nóvember 2025 22:43 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Sjá meira
„Vegna yfirlýsinga um að ný samgönguáætlun sé í burðarliðnum þótti tryggara að senda inn stöðuna eins og hún er núna,“ segir Seyðfirðingurinn Lárus Bjarnason, forsvarsmaður undirskriftasöfnunar vegna Fjarðarheiðarganga, í færslu á facebook. Þar tekur hann fram að söfnun undirskrifta haldi áfram á Ísland.is. Það sama gildir um söfnun undirskrifta til stuðnings Fjarðagöngum. Lárus kveðst hafa sent undirskriftalistana á Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra, Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra, Braga Þór Thoroddsen, formann samgönguráðs, og Guðbrand Einarsson, formann umhverfis - og samgöngunefndar Alþingis. Tenging Fjarðarheiðarganga eins og hún er hugsuð Egilsstaðamegin við Eyvindará. Fjær sést hvar þjóðvegurinn liggur um Fagradal. Þar vinstra megin liggur leiðin í átt að Mjóafjarðarheiði.Vegagerðin/Mannvit „Alls hafa 2.729 einstaklingar lýst yfir stuðningi við áframhaldandi forgang og framkvæmd Fjarðarheiðarganga eins og gildandi Samgönguáætlun gerir ráð fyrir,“ segir Lárus í bréfi sem hann lætur fylgja. „Stuðningurinn kemur víða að af landinu. Ljóst er að stór hópur undirskrifta er frá Múlaþingi, allmargar frá Fjarðabyggð og fjöldi víðs vegar að af landinu, sem sýnir breiða þátttöku án þess að rekja málið niður á einstök sveitarfélög eða nánari persónuupplýsingar. Þessi heildarmynd er talandi um að málefnið á hljómgrunn langt út fyrir heimabyggð,“ segir ennfremur í bréfinu sem Lárus ritar undir sem ábyrgðaraðili undirskriftalista. Undirskriftasafnanirnar fara fram á Ísland.is og eru ekki bundnar við íbúa Austurlands. Þar má sjá fjölda undirskrifta í rauntíma. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðarheiðargöng. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðagöng. Í frétt Sýnar í síðustu viku var fjallað um undirskriftakeppnina: Hér má sjá innviðaráðherra taka við undirskriftum vegna Fjarðaganga:
Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Fjarðabyggð Samgöngur Vegagerð Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgönguáætlun Tengdar fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum. 15. nóvember 2025 20:10 Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. 13. nóvember 2025 22:43 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Sjá meira
Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum. 15. nóvember 2025 20:10
Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. 13. nóvember 2025 22:43