Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar 17. nóvember 2025 08:32 Mikill munur er á námsárangri milli sveitarfélaga og landsvæða á Íslandi, en um hann er lítið rætt. Þrátt fyrir að fáar samræmdar upplýsingar séu til, benda þær sem til eru til þess að sumir foreldrar fá miklu meira fyrir skattana en aðrir. Einnig ber að hafa í huga að menntamál eru oftast langútgjaldafrekasti kostnaðarliður sveitarfélaga. Skv. UNESCO og Alþjóðabankanumskilar hvert skólaár 9% hærri árstekjum og mun hærri ævitekjum, hér er því líka um grjóthart efnahagsmál að ræða. Foreldrar eiga að geta gert ráð fyrir því að börn í 10 ára skyldunámi fái sömu þjónustu hvar sem þau búa — en er það raunverulega svo? Skoðum það sem sjaldan er rætt um, skv. OECD (20 stig í PISA jafngilda ~1 skólaári): Munur á milli svæða/sveitarfélaga er um 1,5 skólaári. Barn A fær 1,5 ári ,,meira“ nám en barn B. Á tímabilinu 2009–2018 hafa sum svæði/sveitarfélög ,,tapað“ u.þ.b. 1,5 skólaári. Á tímabilinu 2018–2022 ,,töpuðust“ 2 ár til viðbótar um land allt. Þetta þýðir að mörg íslensk börn fá ekki þá 10 ára grunnmenntun sem um aldamótin var talin sjálfsögð, heldur mun ,,færri“ skólaár, lægri árs- og ævitekjur. Það sem gerir þetta enn alvarlegra: Foreldrum er haldið í myrkrinu, fá ekki upplýsingar um þessa stöðu og geta því ekki gagnrýnt stöðuna. Jafnræði milli barna skortir tilfinnanlega. Á einum stað færðu flotta þakíbúð þar sem vandað er til verka, gæða innréttingar og gólfefni en á öðrum stað er það lítil, köld, hriplek og mygluð kjallaraíbúð sem er í boði fyrir sama verð/skatta. Því er þá stundum haldið fram að, þó að námsárangur sé í voða, séum við þó sterk í skapandi hugsun og félagsfærni eftir 10 ára skyldunám. Skoðum það: 1. Tæp 30% nemenda voru ekki með grunnfærni í skapandi hugsun 2022, langt undir meðaltali OECD. 2. Í skýrslu UNICEF (2020) segir að 15 ára unglingar á Íslandi höfðu minnstu félagsfærni OECD landa í Evrópu og áttu 30% þeirra erfitt með að eignast vini. Þingflokkur Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögur sem fela í sér heildstæðar umbætur í menntamálum, margar þeirra hafa nú þegar sannað gildi sitt hérlendis. Tillögur sem auka námsárangur, bæta líðan, þjálfa félagsfærni, lækka kostnað og hækka árs- og ævitekjur nemenda. Ætla má að Sjálfstæðisflokkurinn, í langflestum sveitarfélögum, um land allt muni byggja sína menntastefnu á sambærilegum tillögum. Skiptir menntakerfið þig máli? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Skóla- og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Mikill munur er á námsárangri milli sveitarfélaga og landsvæða á Íslandi, en um hann er lítið rætt. Þrátt fyrir að fáar samræmdar upplýsingar séu til, benda þær sem til eru til þess að sumir foreldrar fá miklu meira fyrir skattana en aðrir. Einnig ber að hafa í huga að menntamál eru oftast langútgjaldafrekasti kostnaðarliður sveitarfélaga. Skv. UNESCO og Alþjóðabankanumskilar hvert skólaár 9% hærri árstekjum og mun hærri ævitekjum, hér er því líka um grjóthart efnahagsmál að ræða. Foreldrar eiga að geta gert ráð fyrir því að börn í 10 ára skyldunámi fái sömu þjónustu hvar sem þau búa — en er það raunverulega svo? Skoðum það sem sjaldan er rætt um, skv. OECD (20 stig í PISA jafngilda ~1 skólaári): Munur á milli svæða/sveitarfélaga er um 1,5 skólaári. Barn A fær 1,5 ári ,,meira“ nám en barn B. Á tímabilinu 2009–2018 hafa sum svæði/sveitarfélög ,,tapað“ u.þ.b. 1,5 skólaári. Á tímabilinu 2018–2022 ,,töpuðust“ 2 ár til viðbótar um land allt. Þetta þýðir að mörg íslensk börn fá ekki þá 10 ára grunnmenntun sem um aldamótin var talin sjálfsögð, heldur mun ,,færri“ skólaár, lægri árs- og ævitekjur. Það sem gerir þetta enn alvarlegra: Foreldrum er haldið í myrkrinu, fá ekki upplýsingar um þessa stöðu og geta því ekki gagnrýnt stöðuna. Jafnræði milli barna skortir tilfinnanlega. Á einum stað færðu flotta þakíbúð þar sem vandað er til verka, gæða innréttingar og gólfefni en á öðrum stað er það lítil, köld, hriplek og mygluð kjallaraíbúð sem er í boði fyrir sama verð/skatta. Því er þá stundum haldið fram að, þó að námsárangur sé í voða, séum við þó sterk í skapandi hugsun og félagsfærni eftir 10 ára skyldunám. Skoðum það: 1. Tæp 30% nemenda voru ekki með grunnfærni í skapandi hugsun 2022, langt undir meðaltali OECD. 2. Í skýrslu UNICEF (2020) segir að 15 ára unglingar á Íslandi höfðu minnstu félagsfærni OECD landa í Evrópu og áttu 30% þeirra erfitt með að eignast vini. Þingflokkur Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögur sem fela í sér heildstæðar umbætur í menntamálum, margar þeirra hafa nú þegar sannað gildi sitt hérlendis. Tillögur sem auka námsárangur, bæta líðan, þjálfa félagsfærni, lækka kostnað og hækka árs- og ævitekjur nemenda. Ætla má að Sjálfstæðisflokkurinn, í langflestum sveitarfélögum, um land allt muni byggja sína menntastefnu á sambærilegum tillögum. Skiptir menntakerfið þig máli? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun